Lægðin úr sögunni og besti sumardagurinn handan við hornið suðvestanlands Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að lægðin sem hefur hringsólað yfir landinu sé úr sögunni. Yfir helgina má suðvesturhornið eiga von á sólarglætu og mikilli hlýju. Mánudagurinn gæti síðan orðið einn besti dagur sumarsins. Veður 30. júní 2023 11:24
Lægðin yfir miðju landinu en vindurinn mun ekki ná sér á strik Miðja lægðarinnar, sem stýrt hefur veðrinu á landinu síðustu daga, er nú yfir miðju landinu. Lægðin er hins vegar orðin gömul og þrýstiflatneskja er í miðju hennar sem þýðir að vindur mun ekki ná sér á strik í dag. Það verða þó skúrir víða um land. Veður 30. júní 2023 07:15
Orkumótið hófst með hvelli þegar tjöld fuku og stangir brotnuðu Mikið rok lék skipuleggjendur og þátttakendur Orkumóts ÍBV í Vestmannaeyjum grátt í gær þegar tjöld tókust á loft og tjaldstangir brotnuðu á tjaldstæðinu í Herjólfsdal. Eyjamenn ruku til að veita gestum aðstoð og var einhverjum komið í skjól en vel gekk að bjarga öllu, að sögn mótsstjóra. Innlent 29. júní 2023 11:23
Víða má búast við áframhaldandi vætu Lægðin sem olli austan stormi við suðurströndina á þriðjudag er enn að stýra veðrinu á landinu og nú í morgunsárið er lægðin stödd við norðurströndina. Veður 29. júní 2023 07:21
Fremur stíf vestlæg átt og vætusamt Alldjúp lægð mun stjórna veðrinu á landinu næstu daga, en hún mun hringsóla yfir landinu og grynnast smám saman fram að helgi. Veður 28. júní 2023 07:19
Ört vaxandi lægð nálgast og mun hringsóla yfir landinu fram að helgi Ört vaxandi lægð nálgast nú landið úr suðri og verður hún skammt suðaustur af landinu í nótt og þá um 977 millibara sem er óvenju lágur þrýstingur miðað við árstíma. Veður 27. júní 2023 07:13
Skúraveður sunnan- og vestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt á landinu í dag þar sem víðast hvar verður vindur á bilinu þrír til tíu metrar á sekúndu og hvassast á Suðausturlandi. Veður 26. júní 2023 07:16
„Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir“ Útlit er fyrir áframhaldandi blautt veður næstu daga og líkur á því að fersk lægð verði komin yfir landið næstu helgi. Veður 25. júní 2023 23:51
Veðurbarinn hjólreiðamaður ekki viss um að hægt sé að mæla með Íslandsferð Frakki sem hjólaði hringinn í kringum Ísland er ekki viss um að hann geti mælt með ferðalagi til landsins vegna veðurs. Hringferðin tók hann mánuð og var hann uppgefinn á köflum í baráttu við íslenska vindinn. Innlent 25. júní 2023 20:17
Sólarsælan á Egilsstöðum: „Sumir reyna að koma hingað í fjarvinnu“ Eitthvað er um að fólk alls staðar að af landinu óski eftir því að fá að vinna tímabundið í fjarvinnu á Egilsstöðum vegna sólarinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Vök baths sem fagnar því að aldrei hafa fleiri sótt baðstaðinn en í maí og júní. Innlent 23. júní 2023 11:15
Veðurstilltar auglýsingar nýjung í auglýsingabransanum Auglýsingatæknifyrirtækið Púls Media tilkynnti á á dögunum um nýjung í auglýsingatækni en það eru veðurstilltar auglýsingar. Viðskipti innlent 22. júní 2023 11:43
Sextán þúsund Evrópumenn létust vegna hlýnunar jarðar Hlýnun jarðar olli 16 þúsund ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2022 samkvæmt nýrri skýrslu. Eignatjón var 1,8 milljarður evra, eða 270 milljarðar íslenskra króna. Erlent 19. júní 2023 16:00
Urðu að fá vatnspásu í leik á Íslandi: „Menn voru alveg að grillast“ Það telst til tíðinda að stöðva þurfi fótboltaleik á Íslandi vegna mikils hita, svo að leikmenn geti fengið sér að drekka, en þess gerðist þörf þegar Höttur/Huginn mætti Þrótti Vogum í 2. deild á þjóðhátíðardaginn um helgina. Íslenski boltinn 19. júní 2023 12:01
Rigningin færist til austurs Von er á rigningu á landinu í dag og á morgun. Í dag er rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en það á svo að snúast við á morgun með norðlægri átt. Innlent 19. júní 2023 07:53
Allt að 26 gráðu hiti Rjómablíðan heldur áfram á Norð-Austurlandi í dag. Allt að 26 gráðu hita er spáð. Veður 17. júní 2023 10:14
Áfram misskipting á 17. júní Veðrið á þjóðhátíðardaginn verður áþekkt því sem hefur verið síðustu vikur, meginstefið er misskipting sólskins og hita á landinu Veður 16. júní 2023 10:29
Hiti að 24 stigum og hlýjast norðan- og austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, og skýjuðu með köflum. Það verður lengst af þurrt um landið vestanvert en bjart að mestu austantil en stöku skúrir þar eftir hádegi. Veður 16. júní 2023 07:22
Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. Lífið 15. júní 2023 21:07
Hiti að sautján stigum suðvestanlands og 24 stigum norðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, víða þremur til átta metrum á sekúndu en heldur hvassara á norðanverðu Snæfellsnesi og á Ströndum. Veður 15. júní 2023 07:11
Hitatölur jafnvel ívið hærri en í gær Vindur verður suðaustlægur á suðvestanverðu landinu í dag. Það Það þykknar upp og sums staðar verður einhver úrkomuvottur, en áfram verður léttskýjað að mestu norðan- og austantil. Veður 14. júní 2023 07:15
Hitatölur vestantil gætu skriðið yfir fimmtán stig Veðurstofan gerir ráð fyrir að næstu daga verði veðrið á svipuðum nótum og að undanförnu nema að það megi búast við að hlýni heldur. Engu að síður muni verða bjart með köflum í dag en síðan skýjað meirihluta tímans um landið vestanvert og gætu hitatölurnar skriðið yfir fimmtán stiga múrinn yfir daginn. Veður 13. júní 2023 07:11
Nýr vefur sem sýnir bestu tjaldsvæðin eftir veðri Veðursíðan Blika.is býður upp á tjaldvefinn Tjald en þar má sjá nákvæmar upplýsingar um öll tjaldsvæði landsins. Ekki nóg með það heldur er hægt að flokka tjaldsvæðin eftir því hvar besta veðrið er hverju sinni. Innlent 12. júní 2023 17:30
Kærkomin hlý tunga í miðri viku Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. Veður 12. júní 2023 11:15
Áfram hlýtt austantil en svalara vestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag með léttskýjuðu og hlýju veðri á austanverðu landinu, en skýjuðu og svalara veðri vestanlands. Veður 12. júní 2023 07:11
Þurrt og bjart í dag en stöku skúrir Í dag segir Veðurstofan von á vestan- og suðvestanátt með stöku skúrum. Þá á að vera þurrt og bjart á Suður- og Suðausturlandi en rigning austanlands fram eftir degi. Hiti verði á bilinu sjö til fimmtán stig. Veður 10. júní 2023 09:39
„Þetta eru hálfgerðar hamfarir“ Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu komu mjög illa undan vetri og opna þurfti seinna en vanalega. Framkvæmdarstjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, Ólafur Þór Ágústsson, segir að tæp tuttugu ár séu síðan ástandið hafi verið jafn slæmt á golfvöllum. Golf 9. júní 2023 19:30
Sunnan kaldi og víða rigning Skil mjakast nú austur yfir landið og má reikna með sunnan og suðvestan kalda eða strekkingi í dag og víða rigningu eða súld. Það dregur þó úr vindi og úrkomu vestanlands með morgninum og er gert ráð fyrir dálitlum skúrum þar eftir hádegi. Veður 9. júní 2023 07:14
Suðlæg átt og víða rigning Hægfara lægð er nú stödd á Grænlandshafi og má reikna með suðlægri átt í dag, golu, kalda eða stinningskalda og víða rigningu eða súld. Veður 8. júní 2023 07:13
Vaxandi sunnanátt á vestanverðu landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri suðlægri átt í dag þar sem skýjað verður að mestu en úrkomulítið. Veður 7. júní 2023 07:15
Skýjað og dálítil væta vestanlands en bjart eystra Hæðin suður af landinu sem er búin að valda vestlægri átt hér á landi, verður þar í nokkra daga í viðbót. Það bætir í úrkomu á vestanverðu landinu frá miðvikudagskvöldi fram að laugardeginum en á eftir kemur hæðin yfir landid og er útlit fyrir bjartviðri um mest allt land í nokkra daga. Veður 6. júní 2023 07:13