„Þetta er alvöru hret“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. september 2024 20:03 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi við Bjarka um veðrið næstu daga í Kvöldfréttum. Vísir Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og snjókomu hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland annað kvöld og fram eftir þriðjudegi. Veðurfræðingur segir þetta ansi glögg veðurafbrigði en þó ekki í líkingu við fjárfellishretið haustið 2012. „Veðrið er nú eiginlega alveg hætt að koma manni á óvart, þannig að maður tekur þessu bara eins og þetta er,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur en fréttamaður ræddi við hann um viðvaranirnar í Kvöldfréttum. Hann segir appelsínugula viðvörun í september taka mið af því hver áhrifin af veðrinu gætu orðið, en ekki einungis veðrinu sem slíku. Herlegheitin byrji í nótt með því að krapa gerir á nokkrum fjallvegum, ekki síst Holtavörðuheiði og á Möðrudalsöræfum. „Og það væri ágætt ef fólk biði með ferðir yfir þessa fjallvegi á morgun þar til Vegagerðin er búin að hreinsa krapann frá,“ segir Einar. Þá kólni og hvessi enn fremur á morgun og reikna megi með að annað kvöld og fram á miðvikudag snjói niður undir byggð. „Þá er meiri snjókoma á ferðinni en þetta er svo sem ekkert í líkingu við það sem við fengum fyrir rúmum áratug í svokölluðu fjárfellishreti.“ Þá hafi úrkoman verið mun meiri. „Þetta er samt alvöru hret að hausti eða síðla sumars. Það fer eftir hvernig við lítum á það.“ Aðspurður segir hann að Akureyringar ættu að sleppa við snjókomuna að þessu sinni. „Það snjóar ekki í bænum en það fer ansi nærri því í efri hverfum.“ Hann bendir á að á miðvikudag hvessi rækilega á Norðausturlandi og þar gætu aðstæður orðið leiðinlegar vegna vinds. Sama muni gerast undir Vatnajökli, og þar verði oft byljótt við slíkar aðstæður. Um núliðna helgi mældist hiti um fimmtán gráður á því svæði sem nú er undirlagt gulum viðvörunum á vef Veðurstofunnar. Er oft svona stutt á milli? „Þetta er búið að vera svona í sumar. Þetta kemur manni ekki lengur á óvart en þetta eru ansi glögg veðurafbrigði, að þetta fari beint úr ágætum sumardögum og yfir í vetur, ekki haust. En þetta tekur nú enda.“ Veður Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Sjá meira
„Veðrið er nú eiginlega alveg hætt að koma manni á óvart, þannig að maður tekur þessu bara eins og þetta er,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur en fréttamaður ræddi við hann um viðvaranirnar í Kvöldfréttum. Hann segir appelsínugula viðvörun í september taka mið af því hver áhrifin af veðrinu gætu orðið, en ekki einungis veðrinu sem slíku. Herlegheitin byrji í nótt með því að krapa gerir á nokkrum fjallvegum, ekki síst Holtavörðuheiði og á Möðrudalsöræfum. „Og það væri ágætt ef fólk biði með ferðir yfir þessa fjallvegi á morgun þar til Vegagerðin er búin að hreinsa krapann frá,“ segir Einar. Þá kólni og hvessi enn fremur á morgun og reikna megi með að annað kvöld og fram á miðvikudag snjói niður undir byggð. „Þá er meiri snjókoma á ferðinni en þetta er svo sem ekkert í líkingu við það sem við fengum fyrir rúmum áratug í svokölluðu fjárfellishreti.“ Þá hafi úrkoman verið mun meiri. „Þetta er samt alvöru hret að hausti eða síðla sumars. Það fer eftir hvernig við lítum á það.“ Aðspurður segir hann að Akureyringar ættu að sleppa við snjókomuna að þessu sinni. „Það snjóar ekki í bænum en það fer ansi nærri því í efri hverfum.“ Hann bendir á að á miðvikudag hvessi rækilega á Norðausturlandi og þar gætu aðstæður orðið leiðinlegar vegna vinds. Sama muni gerast undir Vatnajökli, og þar verði oft byljótt við slíkar aðstæður. Um núliðna helgi mældist hiti um fimmtán gráður á því svæði sem nú er undirlagt gulum viðvörunum á vef Veðurstofunnar. Er oft svona stutt á milli? „Þetta er búið að vera svona í sumar. Þetta kemur manni ekki lengur á óvart en þetta eru ansi glögg veðurafbrigði, að þetta fari beint úr ágætum sumardögum og yfir í vetur, ekki haust. En þetta tekur nú enda.“
Veður Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Sjá meira