„Hann fékk aðhlynningu á staðnum og var svo fluttur á Hólmavík til læknis.“
Hlynur segir fleiri bíla ekki hafa fokið út af vegi í gær en afar slæmt veður var á Vestfjörðum. Þó hafi verið tilkynnt um eitthvað fok á fiskikörum og öðru slíku.
„En engum trampólínum. Þau virðast vera kyrfilega fest niður núna,“ segir Hlynur.

Greint var frá því í gær að þrjár skútur hefði rekið á land í hvassviðri á Ísafirði í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út víða á Vestfjörðum í gær.
„Það er dottið niður en það spáir einhverjum hvelli og úrkomu í kvöld. Það gætu verið Strandir og þar í kring en svo spáir hæglætisveðri það sem eftir er helgarinnar,“ segir Hlynur.