Jóladagatal Vísis: Vetrarnótt í einstökum flutningi Friðriks Ómars sem eldist ekki Við höldum ótrauð áfram með jóladagatal Vísis. Það er komið að fyrsta, og líklega einu af fáum jólalögum í þessari seríu. Hér er okkar ástkæri Friðrik Ómar mættur í allri sinni dýrð með hið fallega lag, Vetrarnótt. Jól 4. desember 2022 07:00
Adele drekkur vín og þykir líkleg til vinsælda Breska stórstjarnan og söngkonan Adele var kynnt inn sem líkleg til vinsælda á Íslenska listanum á FM í dag með lagið I Drink Wine. Lagið er að finna á plötunni 30 sem Adele sendi frá sér í fyrra. Tónlist 3. desember 2022 16:00
Heillaði dómnefndina með frumsömdu lagi: Missti foreldra sína og var ættleiddur sjö ára gamall Annar þátturinn af Idol var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi og áfram var fylgst með áheyrnarprufum. Á meðal keppenda var Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, betur þekktur sem Úlfur og óhætt er að segja að frammistaða hans láti engan ósnortinn. Lífið 3. desember 2022 10:52
Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Lagið Meðan ég sef með hljómsveitinni Í svörtum fötum kom út árið 2004 og varð gríðarlega vinsælt. Lagið er frábært en myndbandið eiginlega enn betra. Hljómsveitameðlimir sýna stórkostlegan leikursigur. Áki Sveinsson sem ljósmyndari og Einar Örn Jónsson sem reiður bílstjóri. Hrafnkell Pálmarsson er sérlega sannfærandi í hlutverki útigangsmanns. Jól 3. desember 2022 07:00
„Endasendist um borgina með neyslubrjálað æðiber í rassinum“ Vísir frumflytur í dag lagið Jólainnkaupalistinn. Það er Fjarkar sem gefur lagið út en hópurinn er samanskipaður hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Þeir hafa þá hefð að gefa út jólalag á hverju ári. Tónlist 2. desember 2022 15:23
Ómetanlegir styrkir fyrir íslenskar hljómsveitir í útrás Alls sótti íslenskt tónlistarfólk um 22.8 milljónir í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar bara í nóvember, en það er hærri upphæð en stærð sjóðsins hefur verið árlega fram að þessu. Alls hefur verið sótt um 145 milljónir á árinu, og enn er ein úthlutun eftir. Tónlist 2. desember 2022 14:01
Brunaði yfir þrjú rauð ljós til að ná miðnæturkossinum Listræna parið Júlí Heiðar og Þórdís Björk hefur komið víða að í hinum skapandi heimi tónlistar og leiklistar en var í fyrsta skipti að gefa út lag saman í dag. Lagið ber nafnið Gamlárskvöld og fjallar textinn meðal annars um það þegar Júlí gerði heiðarlega tilraun til að kyssa Þórdísi, eða Dísu eins og hún er alltaf kölluð, á miðnætti fyrstu áramótin eftir að þau byrjuðu að hittast. Tónlist 2. desember 2022 12:01
Kítón, Gjugg og Laufey Lín á meðal verðlaunahafa Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í Hörpu í gær 1. desember. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lífið 2. desember 2022 11:51
„Listin læknar ekki en hún hefur hjálpað“ „Mig langaði ekki að textinn yrði beint um pabba því ég held að ég hafi bara ekki verið tilbúin í það,“ segir tónlistarkonan Rósa Björk Ásmundsdóttir um lagið Jólin með þér sem hún og Helena Hafsteinsdóttir voru að senda frá sér en þær mynda sviðslistahópinn heró. Ásamt laginu var að koma út tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum. Tónlist 2. desember 2022 11:01
Danska ungstirnið Hugo Helmig látinn Danski tónlistarmaðurinn Hugo Helmig er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017. Lífið 2. desember 2022 10:01
Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er Feiminn með Bríet. Söngkonan ástsæla tók lagið í þættinum Föstudagskvöldi með Gumma Ben árið 2019.Bríet sló ekki feilnótu frekar en fyrri daginn en við flutningin naut hún dyggrar aðstoðar Sóla Hólms sem sýndi fádæma hljómborðsleik. Jól 2. desember 2022 07:00
Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára. Innlent 1. desember 2022 22:23
Barnapían varð kófdrukkin, móðgaði einhvern í Todmobile og týndi barninu Auður Jónsdóttir rithöfundur segist það lengsta sem hún hafi komist með að vera frægur tónlistarmaður vera þegar hún, þá 17 ára gömul á Akureyri passaði Bryndísi Jakobsdóttur fyrir Röggu Gísla og Jakob Frímann. Þau buðu barnapíunni með í Húnaver þar sem hún fékk baksviðspassa. En einhvernveginn æxlaðist það fljótt þannig að barnapían varð kófdrukkin, móðgaði einhvern í Todmobile og týndi barninu í þvögu poppara og rokkara. Lífið 1. desember 2022 19:34
GDRN og Magnús Jóhann fluttu sín vinsælustu lög GDRN og Magnúsi Jóhanni voru frábær á tónleikum í Bæjarbíó sem streymt var beint á Vísi í kvöld. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónlist 1. desember 2022 18:01
Snorri Helga, Systur og Fóstbræður á Degi íslenskrar tónlistar Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag. Íslensk tónlist sem og tónlistarfólk í forgrunni og íslenskir tónar fá þá vonandi að heyrast sem víðast. Lífið 1. desember 2022 12:00
21 hljómsveit og listamenn tilnefnd til Kraumsverðlaunanna í ár Tilkynnt var um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna á Degi íslenskrar tónlistar,1. desember. Tónlist 1. desember 2022 10:54
Jóladagatal Vísis: Næstum því jólalag með Sálinni Kæru lesendur. Í dag er 1. desember eins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Dagurinn er merkilegur fyrir margar sakir, það er auðvitað fullveldisdagurinn og svona, en þetta er ekki síst merkisdagur vegna þess að nú fer Jóladagatal Vísis í loftið. Tónlist 1. desember 2022 07:00
Christine McVie er látin Enska tónlistarkonan Christine McVie, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, er látin. Hún var 79 ára. Lífið 30. nóvember 2022 19:56
Þórir Snær Sigurðsson vann Rímnaflæði 2022 Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“. Tónlist 29. nóvember 2022 10:36
Hefur þurft aðstoð Björgunarsveitarinnar til að ferja sig í og úr giggi „Það er svo margt sem maður á eftir í lífinu, ég hef aldrei áður haldið jólatónleika sjálf," segir stórsöngkonan og sjarmatröllið Sigrún Hjálmtýsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag. Lífið 29. nóvember 2022 08:04
Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn frá Færeyjum Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn, Tórshavnar Manskór, frá Færeyjum til þess að taka þátt í hátíðartónleikum. Tónleikarnir fara fram á aðventu í Hallgrímskirkju og hafa verið árleg hefð síðustu þrjátíu árin. Jól 28. nóvember 2022 17:31
„Þetta er erfiðasta innivinna sem ég hef unnið“ „Ég sagði bara fljótlega já, vegna þess að mig langaði bara að gera þetta. Mér fannst bara vera kominn tími til að gera eitthvað svona, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður. Svo þegar ég frétti hvaða fólk væri með mér í þessu þá var þetta bara engin spurning.“ Lífið 28. nóvember 2022 12:28
Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Söng- og vinkonurnar Selma Björns og Sigga Beinteins hafa sent frá sér jólalagið Klædd í rautt. Vignir Snær Vigfússon sá um upptökur og útsetningu. Jóhann Axel Andersen íslenskaði texta lagsins Wrapped in Red. Jól 28. nóvember 2022 09:31
Guðmundur R. lætur rödd sína óma í nafni félagsmála Nýlega gaf Guðmundur út plötuna sína Einmunatíð sem hefur setið á opinberatopp 10 listanum 4 vikur í röð. Albumm 27. nóvember 2022 14:30
Sigur Rós fyllti Laugardalshöll út úr dyrum Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi. Lífið 26. nóvember 2022 16:17
P!nk ætlar aldrei að hætta að dansa Tónlistarkonan P!nk skipar ellefta sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Never Gonna Not Dance Again. Vinsældum þessarar sögulegu söngkona virðast engin takmörk sett en hún hefur haldið sér stöðugri í rúm 22 ár í heimi tónlistarinnar. Tónlist 26. nóvember 2022 16:01
Irene Cara er látin Irene Cara, söngkonan sem gerði garðinn frægan með söng og leik í kvikmyndum á borð við Fame og Flashdance, er látin aðeins 63 ára að aldri. Lífið 26. nóvember 2022 13:40
Bylgjan órafmögnuð: „Hveragerði er náttúrulega New York Íslands“ Hljómsveitin Sycamore Tree kom fram á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð í gær. Dúettinn er skipaður þeim Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunnari Hilmarssyni. Tónlist 25. nóvember 2022 20:00
„Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Líkt og síðustu ár gefur Bítið á Bylgjunni út fallegt jólalag fyrir hátíðarnar. Lagið í ár samdi Bjartmar Guðlaugsson. Jól 25. nóvember 2022 16:30
„Jólin eru tíminn fyrir okkur að vera á einum stað og njóta“ Tónlistarkonan Laufey er með sanni rísandi súperstjarna í hinum stóra tónlistarheimi og hefur haldið tónleika víðsvegar. Hérlendis hélt hún tvenna uppselda tónleika í Hörpu í lok október og kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves fyrir stútfullum sal í Fríkirkjunni á milli þess sem hún var í tónleikaferðalagi um Evrópu. Tónlist 25. nóvember 2022 13:25