„Tónlistin mín er alltaf tilraunakennd“ Íris Hauksdóttir skrifar 29. september 2023 14:01 Ingibjörg Friðriksdóttir eða Inki gaf út sitt fyrsta lag á íslensku. Olivia Synnervik Söngkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, eða Inki eins og hún kallar sig, gaf nýverið út lagið Svífa. Þetta er í fyrsta sinn sem hún semur á íslensku. Svífa er fimmti singúllinn sem Inki gefur út af af alt-pop plötunni Thoughts Midsentence. Lagið Svífa hefst á nostalgískri gítarlaglínu leikinni af Pétri Ben, sem síðan blandast elektrónískum hljóðheimi pródúseruðum af Inki og breska pródúsentinum PALMR. Í laginu leika líka Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur en tónlistin er allt í senn aðgengilegt og tilraunakennt. Ingibjörg við tónsmíðar.aðsend Sjálf er Ingibjörg, eða Inki, þekkt fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar. Hún hefur meðal annars gefið út plötuna, Brotabrot, sem byggir á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi, og sett upp hljóðinnsetningu með Listahátíð í Reykjavík sem meðal annars innihélt sýndarveruleika. Nú hefur Inki snúið sér að sönglagasmíðum, en nýjasta lagið hennar Svífa, er fyrsta lagið sem kemur út á íslensku. Textinn er eftir Önnu Marsibil Clausen. „Ég og Anna Marsý vinnum mikið saman. Í þetta skiptið deildi ég með henni löngu skjali af hugmyndum sem ég vonaðist til þess að hún gæti moðað íslenskt ástarljóð úr. Í skjalinu hafði ég tekið saman falleg íslensk orð eins og Rökkvi, Öldurót, Vetrarnáttmyrkvið og textabrot sem hreyfa við mér, eins og Vísur-Vatnsendarósu. Ég var búin að semja lagið, svo rythminn í textanum var bundinn við lagið.“ Ingibjörg segist eiga auðvelt með að fara í karakter þegar kemur að tónlist sinni. aðsend Eftir að hafa skrifað Svífa segist Inki hafa öðlast nýja virðingu fyrir tónlistarfólki sem skrifar á íslensku. „Á íslensku fylgir hverju orði þyngri merking, öll blæbrigði í flutningum skipta máli. Á ensku er upplifunin aðeins öðruvísi, það er auðveldara að fara í karakter og þar með verður þetta minna persónulegt. Ég samdi lagið og hafði síðan samband við þrjá tónlistarmenn, þá Pétur Ben gítarleikara, Kristófer Rodriguez Svönuson trommuleikara og Birgi Stein Theodórsson bassaleikara, til þess að flytja það með mér í hljóðveri. Ég, Kristó og Birgir höfum spilað tónlist í yfir tíu ár, en ég var skíthrædd að taka upp símann og heyra í Pétri. Hann er svona tónlistarkempa, þær geta verið dálítið ógnvænlegar. En ég held ég hafi aldrei kynnst minna ógnvænlegu hæfileikabunkti. Við áttum ótrúlega góðar stundir saman með Alberti Finnbogassyni í Úslandia studios. Síðar pródúseraði ég lagið ásamt breskum pródúsent sem heitir PALMR.“ Nýjasta lag Ingibjargar fjallar um að finna sanna ást. Olivia Synnervik Lagið hefst á línunni: Við töfðum tímann, akand’í austur, alein á veginum. „Ég tók upp söngin sjálf, og til þess að ná réttri tilfinningu þurfti ég að loka augunum og ímynda mér að ég væri úti á landi að keyra með strák sem ég er hrifin af. Við sitjum í þögn, en þögnin þýðir að okkur líður vel saman. Ég á erfitt með að þegja þegar ég þekki fólk lítið, þá finn ég mig knúna til að halda uppi samræðum, líka til þess að passa að þeim líði ekki óþægilega. En með fólkinu sem mér líður best, þá get ég slakað á og þagað. Þetta er lag sem fjallar um að finna þannig ást. Þetta er svona þegjum saman ástarlag.“ Lagið Svífa má finna á öllum helstu streymisveitum. Tónlist Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Svífa er fimmti singúllinn sem Inki gefur út af af alt-pop plötunni Thoughts Midsentence. Lagið Svífa hefst á nostalgískri gítarlaglínu leikinni af Pétri Ben, sem síðan blandast elektrónískum hljóðheimi pródúseruðum af Inki og breska pródúsentinum PALMR. Í laginu leika líka Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur en tónlistin er allt í senn aðgengilegt og tilraunakennt. Ingibjörg við tónsmíðar.aðsend Sjálf er Ingibjörg, eða Inki, þekkt fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar. Hún hefur meðal annars gefið út plötuna, Brotabrot, sem byggir á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi, og sett upp hljóðinnsetningu með Listahátíð í Reykjavík sem meðal annars innihélt sýndarveruleika. Nú hefur Inki snúið sér að sönglagasmíðum, en nýjasta lagið hennar Svífa, er fyrsta lagið sem kemur út á íslensku. Textinn er eftir Önnu Marsibil Clausen. „Ég og Anna Marsý vinnum mikið saman. Í þetta skiptið deildi ég með henni löngu skjali af hugmyndum sem ég vonaðist til þess að hún gæti moðað íslenskt ástarljóð úr. Í skjalinu hafði ég tekið saman falleg íslensk orð eins og Rökkvi, Öldurót, Vetrarnáttmyrkvið og textabrot sem hreyfa við mér, eins og Vísur-Vatnsendarósu. Ég var búin að semja lagið, svo rythminn í textanum var bundinn við lagið.“ Ingibjörg segist eiga auðvelt með að fara í karakter þegar kemur að tónlist sinni. aðsend Eftir að hafa skrifað Svífa segist Inki hafa öðlast nýja virðingu fyrir tónlistarfólki sem skrifar á íslensku. „Á íslensku fylgir hverju orði þyngri merking, öll blæbrigði í flutningum skipta máli. Á ensku er upplifunin aðeins öðruvísi, það er auðveldara að fara í karakter og þar með verður þetta minna persónulegt. Ég samdi lagið og hafði síðan samband við þrjá tónlistarmenn, þá Pétur Ben gítarleikara, Kristófer Rodriguez Svönuson trommuleikara og Birgi Stein Theodórsson bassaleikara, til þess að flytja það með mér í hljóðveri. Ég, Kristó og Birgir höfum spilað tónlist í yfir tíu ár, en ég var skíthrædd að taka upp símann og heyra í Pétri. Hann er svona tónlistarkempa, þær geta verið dálítið ógnvænlegar. En ég held ég hafi aldrei kynnst minna ógnvænlegu hæfileikabunkti. Við áttum ótrúlega góðar stundir saman með Alberti Finnbogassyni í Úslandia studios. Síðar pródúseraði ég lagið ásamt breskum pródúsent sem heitir PALMR.“ Nýjasta lag Ingibjargar fjallar um að finna sanna ást. Olivia Synnervik Lagið hefst á línunni: Við töfðum tímann, akand’í austur, alein á veginum. „Ég tók upp söngin sjálf, og til þess að ná réttri tilfinningu þurfti ég að loka augunum og ímynda mér að ég væri úti á landi að keyra með strák sem ég er hrifin af. Við sitjum í þögn, en þögnin þýðir að okkur líður vel saman. Ég á erfitt með að þegja þegar ég þekki fólk lítið, þá finn ég mig knúna til að halda uppi samræðum, líka til þess að passa að þeim líði ekki óþægilega. En með fólkinu sem mér líður best, þá get ég slakað á og þagað. Þetta er lag sem fjallar um að finna þannig ást. Þetta er svona þegjum saman ástarlag.“ Lagið Svífa má finna á öllum helstu streymisveitum.
Tónlist Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning