Góðar fréttir og slæmar af Magnúsi og Jóhanni Jónas Sen skrifar 10. október 2023 07:31 Tónleikar í röðinni Af fingum fram í stjórn Jóns Ólafssonar í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 5. október. Fram kom dúettinn Magnús & Jóhann. Jónas Sen Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara vel þegar ég var drengur. Hann var kærasti vinkonu systur minnar og kom oft í heimsókn á fjölskylduheimilið. Það voru skemmtilegar stundir; Villi var manna fjörugastur og reytti af sér brandarana. Eitt sinn sýndi hann mér píanónótur af lagi sem hann sagðist vera að undirbúa fyrir upptökur. Þetta var Söknuður eftir Jóhann Helgason. Villi hafði hugsað sér lagið í einskonar kammermúsíkumgjörð og vildi endilega að ég spilaði á píanóið á upptökunni. Ég fór undan í flæmingi, svo hann fékk þá Carl Billich til að spila á píanóið á upptökunni. Ég hef alltaf séð eftir þessu, því Söknuður er einstaklega fallegt lagt og mun lifa um ókomna tíð, svo mikið er víst. Lifandi spyrill Á tónleikum í Salnum í Kópavogi var lagið flutt, ásamt fjölmörgum öðrum. Þar komu fram Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason, ásamt Jóni Ólafssyni. Tónleikarnir voru í röðinni Af fingrum fram sem notið hefur töluverðra vinsælda í gegnum tíðina. Nafnið kemur frá frábærum sjónvarpsþáttum sem Jón stjórnaði fyrir RÚV á árum áður og hlutu mikið áhorf. Það er ekki að undra því Jón er snillingur á sínu sviði. Hann er sérlega lifandi spyrill, hnyttinn í tilsvörum og oftar en ekki ákaflega fyndinn. Svo er hann fær píanóleikari í sjálfu sér. Jón var í stuði á tónleikunum, rabbið á milli laganna var í senn fróðlegt og skemmtilegt. Fólk veltist oft um af hlátri. Vondu fréttirnar Þetta eru góðu fréttirnar. Þær slæmu eru að lögin sjálf, og flutningurinn á þeim, var sjaldnast upp á marga fiska. Tónlistin var öll eftir þá Magnús og Jóhann, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi. Mörg lögin eru ekkert nema klisjur og þau fara inn um eitt eyra og út um hitt. Þar á meðal er t.d. fyrsta lag dagskrárinnar, Mary Jane, óttaleg froða sem var ekki grípandi og náði engum hæðum í máttlausum flutningi. Ekki bætti úr skák að hljómurinn var skringilegur í laginu og ekki í ásættanlegu jafnvægi. Þar var einhver aukatónn sem bjagaði heildarmyndina. Þetta lagaðist þó eftir því sem á leið dagskrána. Söknuður óekta Bestu lögin voru auðvitað Söknuður, sem minnst var á hér að ofan, og nokkur önnur. Söknuður var hins vegar afskaplega klunnalegur á tónleikunum. Þeir Magnús og Jóhann spiluðu bara einhverja hljóma sitt á hvoran gítarinn, sem voru lítt spennandi áheyrnar, og píanóleikur Jóns var nokkuð þunglamalegur. Falsettan sem Jóhann söng í var tilgerðarleg, og það var engin tilfinning í söngnum. Kannski voru þeir orðnir þreyttir, og skal engan undra. Þetta var næstsíðasta lagið á dagskránni fyrir utan aukalagið; tónleikarnir voru ógnarlega langir, næstum þrír tímar. Ekki var laust við að maður væri kominn með legusár undir lokin. Ísland er land þitt Önnur góð lög voru t.d. Ísland er land þitt eftir Magnús, sem er ágætt. Einhverjir vilja skipta úr þjóðsöngnum fyrir lag Magnúsar vegna þess að hið fyrrnefnda spannar svo vítt raddsvið að það er aðeins á valdi fagfólks að syngja almennilega. Ó Guð vors lands er samt mjög fallegt og hátíðlegt, og þótt lag Magnúsar sé vissulega áheyrilegt, kemst það ekki með tærnar þar sem tignarlegur þjóðsöngurinn hefur hælana. Nei, þá er Ást eftir Magnús miklu fallegra. Það var flutt á tónleikunum, og er textinn tilfinningaþrungin ástarjátning eftir Sigurð Nordal. Lag Magnúsar er vinsælt í brúðkaupum, enda er tónlistin hrífandi og stemningin í henni yndisleg. Engin breidd í flutningi Í það heila voru tónleikarnir þó vonbrigði. Söngurinn og gítarspilið var yfirleitt eins, sama um hvað var sungið. Engin breidd var í flutningnum. Jón reyndi að vísu að krydda lögin með alls konar blúsriffum á píanó og á hljómborð, misskemmtilegum. Þau urðu fremur einhæf er á leið, og almennt varð spilamennskan sífellt fyrirferðarmeiri, og ekki alltaf til góðs. Í restina var hreinlega eins og Jón væri að reyna að búa til eigin útgáfu af fyrsta píanókonsert Tsjajkovskís, með allskonar áttundahlaupum og tónarunum upp og niður hljómborðið. Það var heldur mikið og var eiginlega þreytandi, sérstaklega þegar liðið var fram á þriðja tímann. Tónleikarnir hefðu að ósekju mátt vera styttri, það hefði gert dagskrána hnitmiðaðri og um leið ánægjulegri. Niðurstaða: Nokkur góð lög en fleiri voru innantóm og klisjukennd. Flutningurinn var einsleitur, söngurinn máttlítill og píanóleikurinn á köflum full mikið af því góða. Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Eitt sinn sýndi hann mér píanónótur af lagi sem hann sagðist vera að undirbúa fyrir upptökur. Þetta var Söknuður eftir Jóhann Helgason. Villi hafði hugsað sér lagið í einskonar kammermúsíkumgjörð og vildi endilega að ég spilaði á píanóið á upptökunni. Ég fór undan í flæmingi, svo hann fékk þá Carl Billich til að spila á píanóið á upptökunni. Ég hef alltaf séð eftir þessu, því Söknuður er einstaklega fallegt lagt og mun lifa um ókomna tíð, svo mikið er víst. Lifandi spyrill Á tónleikum í Salnum í Kópavogi var lagið flutt, ásamt fjölmörgum öðrum. Þar komu fram Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason, ásamt Jóni Ólafssyni. Tónleikarnir voru í röðinni Af fingrum fram sem notið hefur töluverðra vinsælda í gegnum tíðina. Nafnið kemur frá frábærum sjónvarpsþáttum sem Jón stjórnaði fyrir RÚV á árum áður og hlutu mikið áhorf. Það er ekki að undra því Jón er snillingur á sínu sviði. Hann er sérlega lifandi spyrill, hnyttinn í tilsvörum og oftar en ekki ákaflega fyndinn. Svo er hann fær píanóleikari í sjálfu sér. Jón var í stuði á tónleikunum, rabbið á milli laganna var í senn fróðlegt og skemmtilegt. Fólk veltist oft um af hlátri. Vondu fréttirnar Þetta eru góðu fréttirnar. Þær slæmu eru að lögin sjálf, og flutningurinn á þeim, var sjaldnast upp á marga fiska. Tónlistin var öll eftir þá Magnús og Jóhann, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi. Mörg lögin eru ekkert nema klisjur og þau fara inn um eitt eyra og út um hitt. Þar á meðal er t.d. fyrsta lag dagskrárinnar, Mary Jane, óttaleg froða sem var ekki grípandi og náði engum hæðum í máttlausum flutningi. Ekki bætti úr skák að hljómurinn var skringilegur í laginu og ekki í ásættanlegu jafnvægi. Þar var einhver aukatónn sem bjagaði heildarmyndina. Þetta lagaðist þó eftir því sem á leið dagskrána. Söknuður óekta Bestu lögin voru auðvitað Söknuður, sem minnst var á hér að ofan, og nokkur önnur. Söknuður var hins vegar afskaplega klunnalegur á tónleikunum. Þeir Magnús og Jóhann spiluðu bara einhverja hljóma sitt á hvoran gítarinn, sem voru lítt spennandi áheyrnar, og píanóleikur Jóns var nokkuð þunglamalegur. Falsettan sem Jóhann söng í var tilgerðarleg, og það var engin tilfinning í söngnum. Kannski voru þeir orðnir þreyttir, og skal engan undra. Þetta var næstsíðasta lagið á dagskránni fyrir utan aukalagið; tónleikarnir voru ógnarlega langir, næstum þrír tímar. Ekki var laust við að maður væri kominn með legusár undir lokin. Ísland er land þitt Önnur góð lög voru t.d. Ísland er land þitt eftir Magnús, sem er ágætt. Einhverjir vilja skipta úr þjóðsöngnum fyrir lag Magnúsar vegna þess að hið fyrrnefnda spannar svo vítt raddsvið að það er aðeins á valdi fagfólks að syngja almennilega. Ó Guð vors lands er samt mjög fallegt og hátíðlegt, og þótt lag Magnúsar sé vissulega áheyrilegt, kemst það ekki með tærnar þar sem tignarlegur þjóðsöngurinn hefur hælana. Nei, þá er Ást eftir Magnús miklu fallegra. Það var flutt á tónleikunum, og er textinn tilfinningaþrungin ástarjátning eftir Sigurð Nordal. Lag Magnúsar er vinsælt í brúðkaupum, enda er tónlistin hrífandi og stemningin í henni yndisleg. Engin breidd í flutningi Í það heila voru tónleikarnir þó vonbrigði. Söngurinn og gítarspilið var yfirleitt eins, sama um hvað var sungið. Engin breidd var í flutningnum. Jón reyndi að vísu að krydda lögin með alls konar blúsriffum á píanó og á hljómborð, misskemmtilegum. Þau urðu fremur einhæf er á leið, og almennt varð spilamennskan sífellt fyrirferðarmeiri, og ekki alltaf til góðs. Í restina var hreinlega eins og Jón væri að reyna að búa til eigin útgáfu af fyrsta píanókonsert Tsjajkovskís, með allskonar áttundahlaupum og tónarunum upp og niður hljómborðið. Það var heldur mikið og var eiginlega þreytandi, sérstaklega þegar liðið var fram á þriðja tímann. Tónleikarnir hefðu að ósekju mátt vera styttri, það hefði gert dagskrána hnitmiðaðri og um leið ánægjulegri. Niðurstaða: Nokkur góð lög en fleiri voru innantóm og klisjukennd. Flutningurinn var einsleitur, söngurinn máttlítill og píanóleikurinn á köflum full mikið af því góða.
Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira