Prettyboitjokkó fer á kostum í nýju stuðningsmannalagi Boði Logason skrifar 6. október 2023 15:34 Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, fer á kostum í nýju myndbandi fyrir uppeldisfélag sitt. Nýtt stuðningsmannalag fyrir kanttspyrnudeild Víkings er frumsýnt á Vísi í dag. Lagið heitir „Við erum Víkingar“ og er eftir tónlistarmanninn Patrik Atlason, betur þekktan sem Prettyboitjokkó. „Ég er gamall Víkingur og alltaf haldið með Víkingi. Ég spilaði ungur að árum upp yngri flokka félagsins og byrjaði minn meistaraflokksferil þar,“ segir Patrik í tilkynningu. Hugmyndin að því að gera stuðningsmannalag fyrir uppeldisfélagið hafi komið upp á haustmánuðum. „Víkingar höfðu samband við mig og ég stökk strax til og var spenntur fyrir þessu. Ég samdi lagið svolítið út frá mínu sjónarhorni þegar ég var í Víkingi og hvernig ég upplifði tímann minn hjá félaginu, eins og textinn gefur mögulega til kynna,“ segir hann. Þeir Halldór Smári Sigurðsson og Birnir Snær Ingason spyrja Arnar Gunnlaugsson, þjálfara liðsins, hvort að Patrik megi vera með á æfingu. Tónlistarmaðurinn tekur þátt á æfingunni og leikur listir sínar með leikmönnum liðsins. Lagið verður frumflutt á Hamingjuballi Víkings sem fer fram í Víkinni annað kvöld. Leikstjórar myndbandsins eru þeir Jakob Örn og Keli McQueen. Hákon Hjartarson og Keli McQueen sáu um að taka það upp og Dagur Þórisson sá um klippingu. Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan: Klippa: Við erum Víkingar - Prettyboitjokkó Tónlist Víkingur Reykjavík Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég er gamall Víkingur og alltaf haldið með Víkingi. Ég spilaði ungur að árum upp yngri flokka félagsins og byrjaði minn meistaraflokksferil þar,“ segir Patrik í tilkynningu. Hugmyndin að því að gera stuðningsmannalag fyrir uppeldisfélagið hafi komið upp á haustmánuðum. „Víkingar höfðu samband við mig og ég stökk strax til og var spenntur fyrir þessu. Ég samdi lagið svolítið út frá mínu sjónarhorni þegar ég var í Víkingi og hvernig ég upplifði tímann minn hjá félaginu, eins og textinn gefur mögulega til kynna,“ segir hann. Þeir Halldór Smári Sigurðsson og Birnir Snær Ingason spyrja Arnar Gunnlaugsson, þjálfara liðsins, hvort að Patrik megi vera með á æfingu. Tónlistarmaðurinn tekur þátt á æfingunni og leikur listir sínar með leikmönnum liðsins. Lagið verður frumflutt á Hamingjuballi Víkings sem fer fram í Víkinni annað kvöld. Leikstjórar myndbandsins eru þeir Jakob Örn og Keli McQueen. Hákon Hjartarson og Keli McQueen sáu um að taka það upp og Dagur Þórisson sá um klippingu. Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan: Klippa: Við erum Víkingar - Prettyboitjokkó
Tónlist Víkingur Reykjavík Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira