„Hef aldrei opnað mig svona áður“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. október 2023 07:00 Guðlaug Sóley, eða Gugusar, er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. Gugusar ræðir meðal annars um þetta í þættinum KÚNST sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan: Að sögn Gugusar hefur tónlistin alltaf verið öflug þerapía. „Þegar mér líður illa og ég geri lag um það þá er ég aðeins að sleppa tökunum. Þetta er svona útrás eða frekar léttir. Ég finn það með minni list að ef ég fer í gegnum eitthvað og ég skrifa um það þá er ég að koma svo miklu frá mér. Svolítið svona eins og einhver sálfræðitími.“ Þegar Gugusar samdi lagið Vonin leyfði sér að vera mjög berskjölduð í textasmíðinni. Hún segir það hafa verið krefjandi að senda það frá sér en á sama tíma mjög gott. „Það var alveg erfitt að gera þetta lag en mjög mikill léttir líka. Ég er með mjög mörg lög í svipuðum stíl en mörg af þeim mun ég aldrei gefa út.“ Hún segir að lagið hafi komið til sín eftir að hún lenti í erfiðu tímabili. „Það var svo gott að skrifa, koma þessu út og ná svolítið að fara að hugsa um eitthvað annað. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum sem er alltaf gott að heyra.“ Hún segir að stundum geti verið erfitt að senda frá sér persónuleg lög en þetta hafi verið mest stressandi útgáfan hingað til. „Ég hef aldrei opnað mig svona áður í texta. Textinn var alltaf eitthvað sem mér fannst leiðinlegast að gera. Ég gerði alltaf lagið og laglínurnar og svo bara: Oh já, textinn. Ég festist alltaf þar og það gerist ennþá. En eftir þetta tímabil sem ég fór í gegnum þá var svo mikið sem ég vildi segja og ég vildi tjá mig þannig að textinn kom bara svo hratt.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Gugusar ræðir meðal annars um þetta í þættinum KÚNST sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan: Að sögn Gugusar hefur tónlistin alltaf verið öflug þerapía. „Þegar mér líður illa og ég geri lag um það þá er ég aðeins að sleppa tökunum. Þetta er svona útrás eða frekar léttir. Ég finn það með minni list að ef ég fer í gegnum eitthvað og ég skrifa um það þá er ég að koma svo miklu frá mér. Svolítið svona eins og einhver sálfræðitími.“ Þegar Gugusar samdi lagið Vonin leyfði sér að vera mjög berskjölduð í textasmíðinni. Hún segir það hafa verið krefjandi að senda það frá sér en á sama tíma mjög gott. „Það var alveg erfitt að gera þetta lag en mjög mikill léttir líka. Ég er með mjög mörg lög í svipuðum stíl en mörg af þeim mun ég aldrei gefa út.“ Hún segir að lagið hafi komið til sín eftir að hún lenti í erfiðu tímabili. „Það var svo gott að skrifa, koma þessu út og ná svolítið að fara að hugsa um eitthvað annað. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum sem er alltaf gott að heyra.“ Hún segir að stundum geti verið erfitt að senda frá sér persónuleg lög en þetta hafi verið mest stressandi útgáfan hingað til. „Ég hef aldrei opnað mig svona áður í texta. Textinn var alltaf eitthvað sem mér fannst leiðinlegast að gera. Ég gerði alltaf lagið og laglínurnar og svo bara: Oh já, textinn. Ég festist alltaf þar og það gerist ennþá. En eftir þetta tímabil sem ég fór í gegnum þá var svo mikið sem ég vildi segja og ég vildi tjá mig þannig að textinn kom bara svo hratt.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira