„Hef aldrei opnað mig svona áður“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. október 2023 07:00 Guðlaug Sóley, eða Gugusar, er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. Gugusar ræðir meðal annars um þetta í þættinum KÚNST sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan: Að sögn Gugusar hefur tónlistin alltaf verið öflug þerapía. „Þegar mér líður illa og ég geri lag um það þá er ég aðeins að sleppa tökunum. Þetta er svona útrás eða frekar léttir. Ég finn það með minni list að ef ég fer í gegnum eitthvað og ég skrifa um það þá er ég að koma svo miklu frá mér. Svolítið svona eins og einhver sálfræðitími.“ Þegar Gugusar samdi lagið Vonin leyfði sér að vera mjög berskjölduð í textasmíðinni. Hún segir það hafa verið krefjandi að senda það frá sér en á sama tíma mjög gott. „Það var alveg erfitt að gera þetta lag en mjög mikill léttir líka. Ég er með mjög mörg lög í svipuðum stíl en mörg af þeim mun ég aldrei gefa út.“ Hún segir að lagið hafi komið til sín eftir að hún lenti í erfiðu tímabili. „Það var svo gott að skrifa, koma þessu út og ná svolítið að fara að hugsa um eitthvað annað. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum sem er alltaf gott að heyra.“ Hún segir að stundum geti verið erfitt að senda frá sér persónuleg lög en þetta hafi verið mest stressandi útgáfan hingað til. „Ég hef aldrei opnað mig svona áður í texta. Textinn var alltaf eitthvað sem mér fannst leiðinlegast að gera. Ég gerði alltaf lagið og laglínurnar og svo bara: Oh já, textinn. Ég festist alltaf þar og það gerist ennþá. En eftir þetta tímabil sem ég fór í gegnum þá var svo mikið sem ég vildi segja og ég vildi tjá mig þannig að textinn kom bara svo hratt.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Gugusar ræðir meðal annars um þetta í þættinum KÚNST sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan: Að sögn Gugusar hefur tónlistin alltaf verið öflug þerapía. „Þegar mér líður illa og ég geri lag um það þá er ég aðeins að sleppa tökunum. Þetta er svona útrás eða frekar léttir. Ég finn það með minni list að ef ég fer í gegnum eitthvað og ég skrifa um það þá er ég að koma svo miklu frá mér. Svolítið svona eins og einhver sálfræðitími.“ Þegar Gugusar samdi lagið Vonin leyfði sér að vera mjög berskjölduð í textasmíðinni. Hún segir það hafa verið krefjandi að senda það frá sér en á sama tíma mjög gott. „Það var alveg erfitt að gera þetta lag en mjög mikill léttir líka. Ég er með mjög mörg lög í svipuðum stíl en mörg af þeim mun ég aldrei gefa út.“ Hún segir að lagið hafi komið til sín eftir að hún lenti í erfiðu tímabili. „Það var svo gott að skrifa, koma þessu út og ná svolítið að fara að hugsa um eitthvað annað. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum sem er alltaf gott að heyra.“ Hún segir að stundum geti verið erfitt að senda frá sér persónuleg lög en þetta hafi verið mest stressandi útgáfan hingað til. „Ég hef aldrei opnað mig svona áður í texta. Textinn var alltaf eitthvað sem mér fannst leiðinlegast að gera. Ég gerði alltaf lagið og laglínurnar og svo bara: Oh já, textinn. Ég festist alltaf þar og það gerist ennþá. En eftir þetta tímabil sem ég fór í gegnum þá var svo mikið sem ég vildi segja og ég vildi tjá mig þannig að textinn kom bara svo hratt.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira