Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Slaufaðir“ Greifarnir hundfúlir með sögulega samantekt á RÚV

Liðsmenn Greifanna eru allt annað en sáttir með að hafa verið hundsaðir í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands á RÚV. Þeir líta svo á að þeim hafi verið slaufað enda ekkert fjallað um sviðsljós sveitarinnar á því tímabili sem var til umfjöllunar í þætti fyrir tímabilið 1986 til 1992.

Lífið
Fréttamynd

Hæfi­­leikarnir drógu okkur saman

Elín Sif Hall og Reynir Snær Magnússon hafa starfað saman innan tónlistar um árabil en þau kynntust árið 2017. Hún sem söngkona og hann sem gítarleikari. Sambandið vatt fljótt upp á sig og áður en þau vissu af voru þau orðin meira en bara samstarfsfélagar.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta lagið frá Sigur Rós í ár og daga

Sigur Rós sendir frá sér smáskífuna „Blóðberg“ í dag, fyrsta lagið frá hljómsveitinni í sjö ár. Lagið verður á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Átta, sem kemur út 16. júní. Sama dag fer hljómsveitin á tónleikaferðalag um Evrópu og Norður Ameríku.

Tónlist
Fréttamynd

„Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist“

„Ég er búin að vera að berjast með kjafti og klóm frá því ég var í Ísland Got Talent [12 ára]. Ég ætlaði að ná langt. Mér líður eins og ég sé búin að vera allsstaðar af því ég er búin að setja alla lífsorkuna mína í þetta.“ segir Diljá Pétursdóttir sem segist loksins hafa fengið tækifæri til að skína fyrir framan alþjóð, og heiminn allan, í Söngvakeppninni og svo sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Diljá segir frá þessu í viðtali í hlaðvarpinu Karlmennskan.

Lífið
Fréttamynd

Hræðist mest fiðrildi og fugla

Söngkonan Silva Þórðardóttir, eða Silva Love eins og hún kallar sig, er á öruggri leið upp stjörnuhimininn en hún gaf út plötuna More than you know ásamt Steingrími Teague síðastliðið sumar. Nú í júní er svo von á tónleikum með dúettinum ásamt glænýju tónlistarmyndbandi við lagið If it was.

Lífið
Fréttamynd

Nöfnin sem þekktir Íslendingar spara

Nöfn eru eitt helsta persónueinkenni fólks, einkum og sér í lagi þegar kemur að þjóðþekktum einstaklingum. Listamenn fara ýmsar leiðir til að skara fram úr eða vekja athygli með eftirminnilegum viðurnefnum en svo eru aðrir sem velja að sleppa for -eða millinafni sínu. 

Lífið
Fréttamynd

Bossar og brjóst á öld unaðar

Fjórða plata tónlistarkonunnar Janelle Monáe, The Age of Pleasure, kemur út á morgun. Monáe hefur vakið athygli undanfarna mánuði í aðdraganda útgáfunnar vegna hispursleysis í fjölmiðlum, nektar á almannafæri og kynferðislegra tónlistarmyndbanda.

Lífið
Fréttamynd

Gígja Marín átti besta frumsamda lagið

Gígja Marín Þorsteinsdóttir bar sigur úr býtum fyrir besta frumsamda lagið í þættinum Skúrinn á Vísi. Undanfarnar vikur hafa sex tónlistarflytjendur verið kynntir sem kepptu um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu og um besta frumsamda lagið. Skúrinn eru kostaðir þættir af SS.

Lífið
Fréttamynd

Ein­hleypan: Heillast af húmor, heiðar­leika og opnum hug

„Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 

Makamál
Fréttamynd

„Stundum betri, stundum verri“

Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV.

Lífið
Fréttamynd

Lætur ekkert stoppa sig núna

„Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 

Tónlist
Fréttamynd

Frum­sýning á mynd­bandi við Þjóð­há­tíðar­lag Emm­sjé Gauta

„Stundum eru bara hlutir sem virka og þá á maður ekki að vera að fikta of mikið í þeim en gera þetta meira að sínum eigin,“ segir tón­listar­maðurinn Gauti Þeyr Más­son, betur þekktur sem Emm­sjé Gauti, um hug­myndina á bak­við mynd­bandið við Þjóð­há­tíðar­lagið 2023, Þúsund hjörtu.

Lífið
Fréttamynd

„Ég þráði svo mikið að vera samþykkt“

„Ég þráði að vera partur af hópnum og vera með. Það kom út þannig að ég varð háværari og æstari. Ég reyndi að stækka mig því það var alltaf verið að reyna að minnka mig,“ segir söngkonan Elísabet Ormslev.

Lífið
Fréttamynd

Emm­sjé Gauti frum­flutti þjóð­há­tíðar­lagið 2023

„Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. 

Tónlist
Fréttamynd

Fjölbreyttar hugmyndir fyrir sumarfríið

Sumarið er tími margvíslegra og einstakra stunda og það getur með sanni verið áhugavert að heyra hvernig fólk ætlar að eyða sumarfríinu sínu, hvort sem það er að flýja land, eyða tíma úti í garði eða eitthvað þar á milli. Blaðamaður tók púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og fékk að heyra hvernig sumarið þeirra lítur út.

Ferðalög