Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Sam­keppnin mikil en rokkararnir tryggur hópur

Stjórnendur veitingastaðarins Lemmy ráðast ekki á garðinn sem hann er lægstur og bjóða nú upp á sannkallaða rokkhátíð í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma og íbúar höfuðborgarsvæðisins yfirgefa suðvesturhornið í stórum stíl. 

Innlent
Fréttamynd

Sara Péturs á von á barni

Tónlistarkonan Sara Pétursdóttir, sem þekktust er undir listamannanafninu Glowie, og kærastinn Guðlaugur Andri Eyþórsson, klippari og ljósmyndari, eiga von á sínu fyrsta barni.

Lífið
Fréttamynd

Finna ekki lyf sem virka en halda í vonina

Erfiðlega gengur að finna lausn á vandamálunum sem fylgja ólæknandi taugasjúkdóminum sem söngkonan Céline Dion er með. Söngkonan hefur frestað öllum tónleikum sínum vegna sjúkdómsins.

Lífið
Fréttamynd

Forseti Íslands á leið í drulluna í Wacken

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur á morgun til Þýskalands þar sem hann er heiðursgestur á tónlistarhátíðinni Wacken Open Air sem fram fer dagana 2.–5. ágúst. Mikið úrhelli hefur gert tónleikagestum erfitt um vik enda hluti tónleikasvæðisins orðinn að drullusvaði.

Innlent
Fréttamynd

Lizzo segir á­sakanir um fitu­s­mánun vera ó­sannar

Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt sem Lizzo, segir ásakanir sem settar voru fram af þremur fyrrverandi dönsurum hennar vera ósannar. Ásakanirnar snúa meðal annars að meintri kynferðislegri áreitni, fitusmánun og fjandsamlegu vinnuumhverfi.

Lífið
Fréttamynd

Innipúkar eiga von á góðu

Það verður nóg um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Þeir sem ætla að halda sig í höfuðborginni og vera svokallaðir Innipúkar eiga líka von á góðu.

Lífið
Fréttamynd

Uppskeran

Þessi pistill er tileinkaður minningu Sinéad O´Connor og hugrekki hennar að segja sannleikann.Öll sjáum við árangur í mismunandi ljósi. Það sem þú kallar velgengni gæti litið allt öðruvísi út fyrir mig.

Skoðun
Fréttamynd

„Tón­listin er það sem gerir lífið þess virði að lifa því“

„Tónlist hefur alltaf verið svo sjálfsagður partur af lífi mínu. Það hafði auðvitað mikil áhrif á mig að pabbi minn, Kristján Eldjárn heitinn, starfaði sem gítarleikari þannig að tónlistin var alltaf mjög stór partur af heimilislífinu og það er eitthvað sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn. Blaðamaður ræddi við hana um tónlistina og lífið í Suður Frakklandi, þar sem hún er búsett.

Lífið
Fréttamynd

Grýtti hljóðnema í aðdáanda

Framkoma rapparans Cardi B á tónleikum í Las Vegas í gær fór ekki sem skyldi. Við flutning á laginu Bodak yellow grýtti hún hljóðnema í konu sem kastaði drykk yfir rapparann á sviðinu. 

Lífið
Fréttamynd

Reykholtshátíð í Reykholti um helgina

Það verður mikið um að vera í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð í tuttugasta og sjöunda skipti. Fjölmargir listamenn munu koma fram á hátíðinni, auk þess sem vígsluafmæli Reykholtskirkju verður minnst á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Einar Örn: Hennar framlag var að vera alltaf Sinéad O‘Connor

Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður segir að Sinéad O'Connor verði helst minnst fyrir að hafa alltaf verið hún sjálf. Hún hafi verið á undan sinni samtíð í gagnrýni á kaþólsku kirkjuna fyrir illa meðferð á börnum og konum og verið refsað fyrir það á sínum tíma.

Lífið
Fréttamynd

Hjólar í eigin að­dá­endur

Tónlistarkonan Doja Cat hefur vakið töluverða athygli fyrir ummæli um aðdáendur sína sem hún lét falla á samfélagsmiðlum. Hún virðist ekki vera mjög hrifin af sínum hörðustu aðdáendum og segir þeim að hætta í símanum og byrja að vinna. 

Lífið
Fréttamynd

Sér tækifæri í Cher-útbúnum ísbíl

Tónlistarkonan Cher hefur ákveðið að leita á nýjar slóðir og selja ís í eigin nafni, svokallaðan Cherlato. Hún segir að um sé að ræða verkefni sem sé búið að vera lengi í undirbúningi. Þá fullvissar hún aðdáendur sína um að þetta sé ekki grín.

Lífið
Fréttamynd

Hildur Guðna og Sam giftu sig á á­star­f­leyi

Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi um helgina. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það.

Lífið
Fréttamynd

Íslensku lögin taka yfir topp tíu

Emmsjé Gauti situr staðfastur í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu. Íslenski listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag og eiga efstu fimm lög listans í þessari viku það sameiginlegt að vera öll íslensk.

Tónlist