Hrikalega spennandi grillkeppni á Kótilettunni Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2024 16:04 Sigurvegarar í Grillkeppninni, þeirri svölustu á landinu, voru þau Marín Hergis Valdimarsdóttir í flokki áhugamanna og David Clausen Pétursson í flokki fagmanna. Þau eru þarna með sjálfum BBQ-kóngnum Alfreð Fannari Björnssyni sem var formaður dómnefndarinnar. mummi lú Einar Bárðarson, tíðindamaður Vísis, fylgdist grannt með helstu grillkeppni landsins sem fram fór á Kótilettunni, nema hvar, um helgina. Mikið fjör var á grillkeppninni og var hörð keppi um Grillpylsu ársins. Saman komnir voru allir helstu grillsérfræðingar landsins, bæði í fagmanna- og áhugamannaflokki. Og auðvitað á útihátíðinni Kótilettunni sem vex fiskur um hrygg með hverju árinu. „Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvart því þar fór fram keppnin um „Grillpylsu ársins“ sem er mjög vinsæl keppnin enda landsmenn sólgnir í grillaðar pylsur,“ segir Einar. Og í ár var ekkert gefið eftir. dómnefndin átti fullt í fangi með að vega og meta hvaða pylsa væri best. Á hátíðinni voru öll stærstu grillmerki landsins með sýningarbása og allir helstu kjötframleiðendur kepptust við að fanga bragðlauka gesta og gangandi. Í keppninni um „Grillmeistarann“ var það Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna en í flokki fagmanna var það sjálfur David Clausen Pétursson sem sigraði. Þetta er annað ári í röð sem David hampar þessum titli. David Clausen sigraði annað árið í röð og skortir ekkert á fagmanneskuna við grillið á þeim bænum.mummi lú Hvort um sig hlaut ostakörfu frá MS, grill og kol frá Weber, gjafapoka frá BBQ Kónginum og gjafabréf frá Sælkerabúðinni. Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins“ var það Ali sem bar sigur úr bítum. Dómnefndin var ekki skipuð neinum veifiskötum: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá BBQ kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem jafnframt formaður dómnefndar, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem „Helvítis kokkinn“ á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins í ár. Dómnefndin var vígaleg að venju en þarna eru þau: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem Helvítis kokkinn á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson sem var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins.mummi lú Kynnir var Gústi B og reynir Einar að ljúga því í blaðamann að fáir viti að B-ið standi fyrir BBQ en það er bannað að ljúga í blaðamenn. En það breytir ekki því að Gústi fór á kostum. Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna voru svo með sína árlegu sölu á kótelettum á hátíðinni. Söfnunin var haldin í samstarfi við Kjötbankann, Ali matvörur, kjarnafæði, SS og Stjörnugrís. Steindi og Auddi voru meðal þeirra sem rifu í grillspaðana og létu gott af sér og frá sér leiða. Kótelettan og samstarfsaðilar hennar eru með þessu árlega verkefni sínu einn stærsti stuðningsaðili Styrktarfélagsins á Íslandi. Þar sem er grill, þar eru Auddi Blö og Steindi mættir.Mummi Lú Tónlist Tónleikar á Íslandi Árneshreppur Ölfus Tengdar fréttir Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Mikið fjör var á grillkeppninni og var hörð keppi um Grillpylsu ársins. Saman komnir voru allir helstu grillsérfræðingar landsins, bæði í fagmanna- og áhugamannaflokki. Og auðvitað á útihátíðinni Kótilettunni sem vex fiskur um hrygg með hverju árinu. „Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvart því þar fór fram keppnin um „Grillpylsu ársins“ sem er mjög vinsæl keppnin enda landsmenn sólgnir í grillaðar pylsur,“ segir Einar. Og í ár var ekkert gefið eftir. dómnefndin átti fullt í fangi með að vega og meta hvaða pylsa væri best. Á hátíðinni voru öll stærstu grillmerki landsins með sýningarbása og allir helstu kjötframleiðendur kepptust við að fanga bragðlauka gesta og gangandi. Í keppninni um „Grillmeistarann“ var það Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna en í flokki fagmanna var það sjálfur David Clausen Pétursson sem sigraði. Þetta er annað ári í röð sem David hampar þessum titli. David Clausen sigraði annað árið í röð og skortir ekkert á fagmanneskuna við grillið á þeim bænum.mummi lú Hvort um sig hlaut ostakörfu frá MS, grill og kol frá Weber, gjafapoka frá BBQ Kónginum og gjafabréf frá Sælkerabúðinni. Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins“ var það Ali sem bar sigur úr bítum. Dómnefndin var ekki skipuð neinum veifiskötum: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá BBQ kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem jafnframt formaður dómnefndar, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem „Helvítis kokkinn“ á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins í ár. Dómnefndin var vígaleg að venju en þarna eru þau: Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin, þá kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson, Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem Helvítis kokkinn á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson sem var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins.mummi lú Kynnir var Gústi B og reynir Einar að ljúga því í blaðamann að fáir viti að B-ið standi fyrir BBQ en það er bannað að ljúga í blaðamenn. En það breytir ekki því að Gústi fór á kostum. Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna voru svo með sína árlegu sölu á kótelettum á hátíðinni. Söfnunin var haldin í samstarfi við Kjötbankann, Ali matvörur, kjarnafæði, SS og Stjörnugrís. Steindi og Auddi voru meðal þeirra sem rifu í grillspaðana og létu gott af sér og frá sér leiða. Kótelettan og samstarfsaðilar hennar eru með þessu árlega verkefni sínu einn stærsti stuðningsaðili Styrktarfélagsins á Íslandi. Þar sem er grill, þar eru Auddi Blö og Steindi mættir.Mummi Lú
Tónlist Tónleikar á Íslandi Árneshreppur Ölfus Tengdar fréttir Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Magni kominn í Stuðmenn Kótilettan á Selfossi fór af stað í gærkvöldi, gestir í ægilegu stuði og veðrið truflaði engan. 12. júlí 2024 13:40