Egan spilaði í nokkrum hljómsveitum og starfaði sem sjálfstætt starfandi tónlistarmaður, áður en hann stofnaði hljómsveitina Stealers Wheel með Gerry Rafferty árið 1972. Þeir slógu í gegn árið 1973 með laginu Stuck in the middle with you, sem þeir sömdu saman.
Lagið náði áttunda sæti á vinsældarlista í Bretlandi, og sjötta sæti í lista í Bandaríkjunum, US Billboard Hot 100.
Hljómsveitin hætti störfum árið 1975, byrjuðu aftur í skamma stund árið 2008.