Grillmeistari Íslands krýndur um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2024 12:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti var á meðal þeirra sem grilluðu kótelettur árið 2019. magnús hlynur hreiðarsson Von er á tíu til fimmtán þúsund manns á Selfoss um helgina þar sem Kótelettan fer fram. Grillmeistari Íslands verður krýndur í bænum og stórskotalið tónlistarfólks stígur á svið. Hátíðin fer fram í fjórtánda sinn og byrjar með óformlegum hætti annað kvöld þegar upphitunartónleikar fara fram. Frítt er inn á tónleikana og eru Stuðmenn, Aron Can og Patrik Atlason meðal þeirra sem koma fram. „Þeir hefja leikinn klukkan hálf átta annað kvöld. Það er ekkert aldurstakmark og allir velkomnir að koma og njóta,“ sagði Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Stórskotalið tónlistarfólks Von er tíu til fimmtán þúsund manns á svæðið um helgina þar sem fjöldi tónlistarfólks kemur fram á stærðarinnar tónleikum á föstudags- og laugardagskvöld. „Þar er stórskotalið enn og aftur, Stebbi Hilmars, Helgi Björns, SSSól gamli hópurinn, Stjórnin, Páll Óskar og fleiri og fleiri. Þar eru til miðar en því miður er laugardagskvöldið að verða uppselt.“ Frítt inn á fjölskylduhátíðina Á laugardeginum verður keppt um titilinn: Grillmeistari Íslands auk þess sem besta grillpylsan verður valin við mikinn fögnuð. „Og það er frítt inn á þetta líka. Fjölskylduhátíðin er algjörlega frí og allir geta komið og notið.“ Kenna Audda og Steinda að grilla Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna verður með kótelettusölu til styrktar félaginu og hvetur Einar fólk til að staldra þar við. „Steindi og Auddi verða heiðursgrillarar hjá þeim. Það verður mjög kyndugt að sjá þá grilla, ég er ekki viss um að þeir kunni neitt að grilla en þeim verður kennt það.“ Hann hvetur þá sem koma frá Suðvesturlandi að fara Þrengslin svo umferðarteppa myndist ekki um heiðina. „Ég skora á alla að kynna sér dagskrána á kotelettan.is og koma á Selfoss og njóta.“ Kótelettan Árborg Tónlist Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
Hátíðin fer fram í fjórtánda sinn og byrjar með óformlegum hætti annað kvöld þegar upphitunartónleikar fara fram. Frítt er inn á tónleikana og eru Stuðmenn, Aron Can og Patrik Atlason meðal þeirra sem koma fram. „Þeir hefja leikinn klukkan hálf átta annað kvöld. Það er ekkert aldurstakmark og allir velkomnir að koma og njóta,“ sagði Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Stórskotalið tónlistarfólks Von er tíu til fimmtán þúsund manns á svæðið um helgina þar sem fjöldi tónlistarfólks kemur fram á stærðarinnar tónleikum á föstudags- og laugardagskvöld. „Þar er stórskotalið enn og aftur, Stebbi Hilmars, Helgi Björns, SSSól gamli hópurinn, Stjórnin, Páll Óskar og fleiri og fleiri. Þar eru til miðar en því miður er laugardagskvöldið að verða uppselt.“ Frítt inn á fjölskylduhátíðina Á laugardeginum verður keppt um titilinn: Grillmeistari Íslands auk þess sem besta grillpylsan verður valin við mikinn fögnuð. „Og það er frítt inn á þetta líka. Fjölskylduhátíðin er algjörlega frí og allir geta komið og notið.“ Kenna Audda og Steinda að grilla Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna verður með kótelettusölu til styrktar félaginu og hvetur Einar fólk til að staldra þar við. „Steindi og Auddi verða heiðursgrillarar hjá þeim. Það verður mjög kyndugt að sjá þá grilla, ég er ekki viss um að þeir kunni neitt að grilla en þeim verður kennt það.“ Hann hvetur þá sem koma frá Suðvesturlandi að fara Þrengslin svo umferðarteppa myndist ekki um heiðina. „Ég skora á alla að kynna sér dagskrána á kotelettan.is og koma á Selfoss og njóta.“
Kótelettan Árborg Tónlist Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira