Sakar Britney um framhjáhald og er fluttur út Sam Asghari, eiginmaður poppstjörnunnar Britney Spears, er sagður hafa flutt af heimili þeirra og undirbúi sig nú undir að sækja um skilnað frá henni. Ástæðan er sögð meint framhjáhald Britneyar. Lífið 16. ágúst 2023 22:12
„Við erum ekki að biðja um neina aukningu“ Óperustjóri Íslensku óperunnar segir stofnunina ekki vera að biðja um meira en hún hefur áður fengið. Upphæð sem menningar- og viðskiptaráðuneyti nefndi í gær sé misvísandi og dugi ekki til að halda rekstrinum gangandi. Menning 16. ágúst 2023 12:00
Upphæð ráðuneytisins dugi ekki Íslenska óperan segir að sú upphæð sem menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að komi til stofnunarinnar fyrir rekstur í ár og á næsta ári muni ekkki duga til að halda stofnuninni starfandi. Íslenska óperan muni óhjákvæmilega leggjast af löngu áður en eitthvað annað geti tekið við. Menning 16. ágúst 2023 09:37
Diljá og Celebs endurgerðu smell eftir Unun Söngkonan Diljá Pétursdóttir og vestfirska hljómsveitin Celebs hafa gefið út lagið „Ég sé rautt.“ Lagið var upprunalega flutt af rokksveitinni Unun árið 1994. Lífið 15. ágúst 2023 19:23
Ekki verði skrúfað fyrir fjárframlög fyrr en framtíðin er mótuð Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt áður en búið verður að móta framtíð óperustarfsemi á landinu. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem kom fram að stofnunin neyðist til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar. Menning 15. ágúst 2023 15:32
Miðbæjarperla Jarlsins til sölu Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl hefur sett íbúð sína á besta stað í miðbænum á sölu. Um er að ræða bjarta og huggulega 125 fermetra í timburhúsi sem var byggt árið 1914. Lífið 15. ágúst 2023 13:30
Söngleikjahöfundurinn Tom Jones látinn Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu. Lífið 14. ágúst 2023 15:56
Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. Lífið 14. ágúst 2023 15:32
Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. Lífið 13. ágúst 2023 17:43
Herra Hnetusmjör mættur á toppinn: „Lagið er ofpeppun“ Rapparinn og athafnamaðurinn Árni Páll, jafnan þekktur sem Herra Hnetusmjör, trónir á toppi Íslenska listans á FM með nýjasta lagið sitt „All In“. Tónlist 12. ágúst 2023 17:00
Velur Taylor Swift tónleika fram yfir kosningabaráttu Svo gæti farið að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fari á Taylor Swift tónleika í miðri kosningabaráttu. Kosningar kæmu að minnsta kosti ekki í veg fyrir að hún færi á tónleika, svo mikill aðdáandi er hún. Lífið 12. ágúst 2023 15:42
Rómverjar fundu fyrir skjálftum og sextíu slösuðust þegar Kanye steig á svið Sextíu manns slösuðust á tónleikum Travis Scott í Róm á mánudag. Allt lék á reiðiskjálfi þegar Kanye West steig óvænt á svið og töldu borgarbúar að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Fornleifafræðingar kalla eftir því að tónleikahaldi verði hætt í hringleikahúsinu. Erlent 11. ágúst 2023 13:15
Tengir hjartagalla við það að geta ekki elskað Hljómsveitin Hipsumhaps var að senda frá sér lagið „Hjarta“. Er um að ræða aðra smáskífu af væntanlegri plötu og er laginu lýst sem „indie-skotnum“ óð til einmana flagara sem veltir fyrir sér hvort það sé eitthvað að eigin heilsufari, nánar tiltekið hjartanu, þegar kemur að erfiðleikum í málefnum ástarinnar. Tónlist 11. ágúst 2023 11:31
Byrjaði allt í dimmum kjallara í Kvennaskólanum Keppnin um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu hefur staðið yfir í sumar í þættinum Skúrinn á Vísi en kosningu lýkur á miðnætti næsta mánudag. Taktu þátt og kjóstu! Lífið samstarf 11. ágúst 2023 08:31
Kannski hlustar einhver ef við hegðum okkur eins og Beyoncé Hljómsveitin BÖSS gefur á morgun út sína fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu sem nefnist Fagnaðarerindi. Lífið 10. ágúst 2023 16:36
Þátttakan í Skúrnum hefur verið mikil upplifun Keppni um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu hefur staðið yfir í sumar í þættinum Skúrinn á Vísi en kosningu lýkur á miðnætti næsta mánudag. Taktu þátt og kjóstu! Lífið samstarf 10. ágúst 2023 10:23
Gítarleikarinn Robbie Robertson látinn Kanadíski tónlistarmaðurinn Robbie Robertson, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar The Band er látinn 80 ára að aldri. Erlent 10. ágúst 2023 09:49
Fjórtán ára rapparinn Lil Tay og bróðir hennar sögð látin Fjórtán ára rapparinn Lil Tay er látinn. Frá andláti hennar er greint á Instagram síðu hennar en þar kemur einnig fram að bróðir hennar, hinn 21 árs gamli Jason Tian, sé látinn. Dánarorsök þeirra virðist ókunn. Lífið 9. ágúst 2023 18:47
Skúrinn hefur verið kærkomin áskorun fyrir Sæborgarana Keppni um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu hefur staðið yfir í sumar í þættinum Skúrinn á Vísi en kosningu lýkur á miðnætti næsta mánudag. Taktu þátt og kjóstu! Lífið samstarf 9. ágúst 2023 10:21
Pétur tekur við af Tryggva sem deildarforseti tónlistardeildar LHÍ Pétur Jónasson gítarleikari hefur verið ráðinn í stöðu deildarforseta tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hann tekur við starfinu af Tryggva M. Baldvinssyni sem lýkur nú tíu ára ráðningarfestu sinni. Menning 8. ágúst 2023 14:43
Skapari smellsins Cha-Cha Slide er látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn DJ Casper, sem þekktastur er fyrir smell sinn, Cha-Cha Slide, er látinn, 58 ára að aldri. Lífið 8. ágúst 2023 12:13
Eyddi formúgu fjár í Taylor Swift-miða sem voru ekki til Miðar á yfirstandandi tónleikaferðalag Taylor Swift eru illfáanlegir og rándýrir vegna endursölusíðna. Bandarísk kona sem keypti miða á 1.400 dali (um 180 þúsund íslenskra króna) uppgötvaði eftir kaupin að miðarnir voru ekki til. Erlent 7. ágúst 2023 13:54
Portúgalskur prestur þeytir skífum á næturklúbbum Portúgalskur prestur hefur leitað á ný mið til að boða ungu fólki trúnna. Hann þeytir skífum í næturklúbbum í frítíma sínum og spilaði fyrir 1,5 milljón manns í Lissabon á útihátíð á sunnudag. Lífið 7. ágúst 2023 12:25
Nikkufjör á Borg í Grímsnesi – Harmóníkuleikari á tíræðisaldri Dansinn hefur dunað alla helgina á Borg í Grímsnesi þar sem harmoníkuleikarar og þeirra fólk af öllu landinu hafa verið saman undir dillandi nikkuspili. Harmoníkuleikari á tíræðisaldri gefur ekkert eftir á hátíðinni þegar hljóðfærið er annars vegar. Innlent 6. ágúst 2023 20:30
Voru sammála um að Þjóðhátíð væri besta partý sögunnar Tónlistarmennirnir Háski og Disco Curly voru að senda frá sér lagið „Besta Partý Ever“ sem fjallar einfaldlega um alvöru partý. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Tónlist 6. ágúst 2023 17:00
Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 6. ágúst 2023 09:27
Forsetinn lét það vera að slamma og fara í pyttinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er heiðursgestur stærstu þungarokkshátíðar heims, sem haldin er í Wacken í Þýskalandi um helgina. Innlent 5. ágúst 2023 16:46
Býður þeim sem ekki komast úr bænum á tónleika Björn Thoroddsen, einn besti gítarleikari landsins og þó víðar væri leitað, blæs til tónleika í dag og annað kvöld við gömlu höfnina í Reykjavík. Ekkert verður rukkað inn á tónleikana og markmiðið er að þeir sem ekki komast út úr bænum um helgina geti gert sér glaðan dag. Lífið 5. ágúst 2023 16:02
Samkeppnin mikil en rokkararnir tryggur hópur Stjórnendur veitingastaðarins Lemmy ráðast ekki á garðinn sem hann er lægstur og bjóða nú upp á sannkallaða rokkhátíð í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma og íbúar höfuðborgarsvæðisins yfirgefa suðvesturhornið í stórum stíl. Innlent 4. ágúst 2023 20:20
Sara Péturs á von á barni Tónlistarkonan Sara Pétursdóttir, sem þekktust er undir listamannanafninu Glowie, og kærastinn Guðlaugur Andri Eyþórsson, klippari og ljósmyndari, eiga von á sínu fyrsta barni. Lífið 4. ágúst 2023 15:15