Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2024 09:41 Taylor Swift kom, sá og sigraði í gær. Noam Galai/Getty Images Velgengni bandarísku söngkonunnar Taylor Swift virðist engan endi ætla að taka en í nótt sópaði hún til sín verðlaunum á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA. Hún gerði sér lítið fyrir og tók sjö verðlaun með sér heim. Þetta þýðir að allt í allt hefur söngkonan sankað að sér þrjátíu verðlaunum á hátíðinni í gegnum árin, sem er einmitt sami fjöldi verðlauna og Beyoncé. Það er met. Eminem er hinsvegar sá karlkyns listamaður sem á flest VMA verðlaun en þau eru fjórtán talsins. Þannig fékk Swift meðal annars verðlaun ásamt rapparanum Post Malone fyrir besta samstarfið, fyrir lag þeirra Fortnight. Söngkonan vék sérstaklega að fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 enda hátíðin haldin á sama degi. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins og tók að sjálfsögðu nokkur í gærkvöldi. Meðal annarra listamanna sem hlutu verðlaun í ár var Chappell Roan sem þykir besti nýliði ársins. Hún þakkaði sérstaklega listamönnum í dragi sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á hana. Þá tileinkaði hún verðlaun sín hinsegin samfélaginu og sérstaklega trans fólki. Konur fóru mikinn á verðlaunahátíðinni í ár og hlutu flest verðlaun. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins fyrir lagið Espresso á meðan Katy Perry hlaut verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarmyndbandsgerðar undanfarin ár. Chappell Roan fór mikinn á sviðinu í gærkvöldi. Myndband ársins Ariana Grande – “we can’t be friends (wait for your love)” Billie Eilish – “LUNCH” Doja Cat – “Paint The Town Red” Eminem – “Houdini” SZA – “Snooze” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Listamaður ársins Ariana Grande Bad Bunny Eminem Sabrina Carpenter SZA Taylor Swift Lag ársins Beyoncé – “TEXAS HOLD ‘EM” Jack Harlow – “Lovin On Me” Kendrick Lamar – “Not Like Us” Sabrina Carpenter – “Espresso” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Teddy Swims – “Lose Control” Nýliði ársins Benson Boone Chappell Roan Gracie Abrams Shaboozey Teddy Swims Tyla Lista yfir alla verðlaunahafa má finna á vef MTV. Tónlist Hollywood Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þetta þýðir að allt í allt hefur söngkonan sankað að sér þrjátíu verðlaunum á hátíðinni í gegnum árin, sem er einmitt sami fjöldi verðlauna og Beyoncé. Það er met. Eminem er hinsvegar sá karlkyns listamaður sem á flest VMA verðlaun en þau eru fjórtán talsins. Þannig fékk Swift meðal annars verðlaun ásamt rapparanum Post Malone fyrir besta samstarfið, fyrir lag þeirra Fortnight. Söngkonan vék sérstaklega að fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 enda hátíðin haldin á sama degi. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins og tók að sjálfsögðu nokkur í gærkvöldi. Meðal annarra listamanna sem hlutu verðlaun í ár var Chappell Roan sem þykir besti nýliði ársins. Hún þakkaði sérstaklega listamönnum í dragi sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á hana. Þá tileinkaði hún verðlaun sín hinsegin samfélaginu og sérstaklega trans fólki. Konur fóru mikinn á verðlaunahátíðinni í ár og hlutu flest verðlaun. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins fyrir lagið Espresso á meðan Katy Perry hlaut verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarmyndbandsgerðar undanfarin ár. Chappell Roan fór mikinn á sviðinu í gærkvöldi. Myndband ársins Ariana Grande – “we can’t be friends (wait for your love)” Billie Eilish – “LUNCH” Doja Cat – “Paint The Town Red” Eminem – “Houdini” SZA – “Snooze” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Listamaður ársins Ariana Grande Bad Bunny Eminem Sabrina Carpenter SZA Taylor Swift Lag ársins Beyoncé – “TEXAS HOLD ‘EM” Jack Harlow – “Lovin On Me” Kendrick Lamar – “Not Like Us” Sabrina Carpenter – “Espresso” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Teddy Swims – “Lose Control” Nýliði ársins Benson Boone Chappell Roan Gracie Abrams Shaboozey Teddy Swims Tyla Lista yfir alla verðlaunahafa má finna á vef MTV.
Tónlist Hollywood Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira