Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Föstudagsplaylistinn: JóiPé og Króli

JóiPé og Króli eru líklega skærustu stjörnur dagsins í dag eftir að hafa gert allt gjörsamlega vitstola með laginu B.O.B.A. og svo plötunni GerviGlingur sem fylgdi fast á eftir því. Þá lá beinast við að fá þá til að koma lesendum Fréttablaðsins í föstudagsgírinn.

Tónlist
Fréttamynd

Risasveitin Foreigner til Íslands

I Want to Know What Love Is mun hljóma á Íslandi þann 18. maí þegar hin goðsagnakennda hljómsveit Foreigner stígur hér á svið. Sveitin er á ferðalagi um þessar mundir og fær góða dóma.

Tónlist
Fréttamynd

Íslensk útgáfa af sænskum rappsmelli

Jóhann Kristófer, Jóhanna Rakel og Birnir hafa hoppað á remix af sænska rapphittaranum Gucci Song sem er upphaflega með rapparanum Michel Dida. Stór nöfn í sænsku senunni hafa horft til Íslands og því lá beint við að gera eitt remix.

Tónlist
Fréttamynd

Dægurlagaperlurnar slógu í gegn hjá landsmönnum

Þríeykið Sigga Beinteins, Guðrún Gunnarsdóttir og Jógvan Hansen hafa undanfarið sungið gamlar dægurlagaperlur saman á tónleikunum Við eigum samleið. Tónleikarnir hafa hitt beint í mark hjá tónlistarunnendum en þeir hafa verið haldnir hátt í 30 sinnum.

Lífið
Fréttamynd

Þrjátíu ár og tugir platna

Ný Dönsk kom fram á sjónarsviðið fyrir 30 árum þegar hljómsveitin vann hljómsveitarkeppni Stuðmanna í Húsafelli árið 1987. Síðan hefur sigurgangan verið nánast samfelld. Hljómsveitin fagnar 30 árunum með nýrri plötu,

Tónlist
Fréttamynd

Fastur í lyftu í nýju myndbandi Radiohead

Thom Yorke, söngvari Radiohead, er fastur í lyftu í glænýju myndbandi hljómsveitarinnar við lagið Lift sem kom út í dag. Lagið var gefið út fyrr á árinu eftir margra ára veru í skúffunni.

Tónlist
Fréttamynd

Litli frændi forsetans kveikir í internetinu

JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja.

Tónlist
Fréttamynd

Myndband: Hildur dúndrar í haustslagara

Hildur sendir í dag frá sér glænýtt lag sem hún vann með StopWaitGo og nefnist Næsta sumar. Lagið fjallar um að stoppa ekki fjörið þó að sumrinu sé að ljúka og því er kannski við hæfi að tala um að þetta sé haustslagari.

Tónlist
Fréttamynd

Vildi koma einhverju út frá sjálfri sér

Ragga Holm vakti athygli fyrir helgi með samvinnuverkefni sínu og Reykjavíkurdætra, laginu Reppa heiminn. Ragga segist hafa sem plötusnúður lifað gegnum tónlist annarra og fannst tími til kominn að gera eitthvað sjálf.

Tónlist
Fréttamynd

Tóku upp plötu í rólegheitum á Grænlandi

Hljómsveitin Stereo Hypnosis og tónlistarmaðurinn Árni Grétar eða Future­grapher skelltu óvænt í plötu í einni töku á Grænlandi fyrr í sumar. Þar voru þeir staddir til að spila á tónlistar­hátíð í bænum Sisimiut en hann er töluvert afskekktur.

Tónlist