Föstudagsplaylisti Snorra Helgasonar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. apríl 2019 14:30 Snorri saumaði saman sumarlegan föstudagslagalista. Vísir/Vilhelm Snorri Helgason hefur síðustu 15 ár eða svo hægt og bítandi unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar, hvort sem það er með spili, söng eða hlaðvarpsspjalli. Tónlistarferill hans hófst í Sprengjuhöllinni, sem sveif nokkuð hátt á tiltölulega stuttum líftíma. Eftir að sveitin leið undir lok tók við sólóferill hjá Snorra sem telur nú fimm breiðskífur. Þar að auki spjallar Snorri vikulega við Berg Ebba um eitt tiltekið lag í hlaðvarpinu Fílalag. Tvöhundruðasti þáttur seríunnar var birtur 15. mars, en fimm ár eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Síðasta plata hans, Margt býr í myrkrinu, var dimm og þjóðlagaskotin og fékk afar góðar viðtökur. Snorri sagði í samtali við Grapevine á síðasta ári að fyrir næsta verkefni myndi hann venda kvæði sínu í kross og gera léttúðuga barnaplötu. Snorri samdi nýverið lag fyrir leiksýninguna Club Romantica, en síðasta sýning hennar er nú um helgina. Lagið nefnist Við strendur Mæjorka og má horfa á myndband fyrir það hér. Það er klárt sumar í lista Snorra, en hann segist ekki hafa haft neitt sérstakt þema í huga við listagerðina, þetta væri bara stemning. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Snorri Helgason hefur síðustu 15 ár eða svo hægt og bítandi unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar, hvort sem það er með spili, söng eða hlaðvarpsspjalli. Tónlistarferill hans hófst í Sprengjuhöllinni, sem sveif nokkuð hátt á tiltölulega stuttum líftíma. Eftir að sveitin leið undir lok tók við sólóferill hjá Snorra sem telur nú fimm breiðskífur. Þar að auki spjallar Snorri vikulega við Berg Ebba um eitt tiltekið lag í hlaðvarpinu Fílalag. Tvöhundruðasti þáttur seríunnar var birtur 15. mars, en fimm ár eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Síðasta plata hans, Margt býr í myrkrinu, var dimm og þjóðlagaskotin og fékk afar góðar viðtökur. Snorri sagði í samtali við Grapevine á síðasta ári að fyrir næsta verkefni myndi hann venda kvæði sínu í kross og gera léttúðuga barnaplötu. Snorri samdi nýverið lag fyrir leiksýninguna Club Romantica, en síðasta sýning hennar er nú um helgina. Lagið nefnist Við strendur Mæjorka og má horfa á myndband fyrir það hér. Það er klárt sumar í lista Snorra, en hann segist ekki hafa haft neitt sérstakt þema í huga við listagerðina, þetta væri bara stemning.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira