Hún hefur jafnframt komið víða við á tónlistarrófinu, spilað indí-vögguvísur með Rökkurró, diskóslagara með Boogie Trouble og myndræna spunatónlist undir eigin nafni, svo örfá dæmi séu nefnd.
Árið 2017 kom út stuttskífa úr hennar smiðju sem nefnist Wood/Work, á vegum íslensku grasrótarútgáfunnar SMIT Records.
Lagalisti Ingibjargar er sólríkur og dansvænn og því tilvalinn förunautur inn í fyrstu sumarhelgi ársins.