Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörnum fulltrúum á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Árangur fyrir heimilislausar konur

Það er viðurkennt vandamál að heimilisleysi kvenna er mjög dulið sökum þess að talningar byggja einungis á gögnum um alla þá sem hafa einhvern tímann leitað í þjónustu borgarinnar vegna heimilisleysis, fyrir vikið er alltaf sá fyrirvari settur í öllum úttektum að líklegast sé umfangið vanáætlað.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er til nóg af flug­vélum í landinu“

Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Sturlaðar staðreyndir um græðgi!

Yfirdráttarvextir eru 13,75% hjá öllum þremur bönkunum. Vextir greiddir út mánaðarlega þannig að raunverulega eru vextirnir 14,65%. Dráttarvextir hjá SÍ eru 13,75%. Dráttarvextir greiddir á tólf mánaða fresti. 1 m.kr. í yfirdrátt á ári þá eru vextir bankanna 146.505 kr. ef þeir væru á dráttarvöxtum þá væru vaxtagjöldin 137.500 eða 11.500 kr. lægri á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Það er auð­velt að eyða peningum sem þú átt ekki

Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur ávinningur er í besta falli óljós.

Skoðun
Fréttamynd

„Ljóst að yfir­standandi at­burðir hafa stór­skaðað sam­starf norður­skauts­ríkja“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Vg leggur smá­báta­sjó­menn á högg­stokkinn!

Vg er því miður í mínum huga hreinn og klár svikaflokkur. Flokkur sem boðaði bjartari tíð fyrir bothættar sjávarbyggðir og kvótalitlar útgerðir, fyrir kosningarnar 2021. Margur bar þá von í brjósti að þegar Svandís Svavarsdóttir (Vg) settist í ráðherrastól myndi hún beita sér fyrir auknu réttlæti og bjartari tímum sjávarbyggðanna. Sú von var andvana fædd.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjasta trendið er draugur for­tíðar

Nýjasta fjármálatrend heimila landsins eru verðtryggð húsnæðislán. Þessi lán, sem voru hverfandi fyrir fáeinum mánuðum, eru nú 86 prósent nýrra lána. Þau eru eins og fjárans axlapúðarnir sem eru ekki fyrr dottnir úr tísku en þeir dúkka upp aftur eins og draugur úr fortíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskt ra­f­elds­neyti í eigu þjóðarinnar

Fyrir áramótin mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar á Alþingi um að fela ríkisstjórninni að taka til frumathugunar stofnun ríkisfélags um rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi. Líta má við þessa frumathugun til starfsemi Equinor í Noregi, fyrrum Statoil, sem er nú 67% í eigu norska ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið á­kveði ekki aðild barna að trú­fé­lögum

Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður.

Skoðun
Fréttamynd

Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda

Landsvirkjun hefur nú ákveðið og skráð að öll raforka sem fyrirtækið selur hér á landi sé nú framleidd með kolum, olíu eða kjarnorku. Ef smásalar, sem selja raf-magn til almennings, vilja grænt rafmagn þurfa þeir að borga fyrir vottun eða bjóða notendum sínum að gera það. Notandi sem kaupir grænt rafmagn, fram-leitt á Íslandi, þarf því samkvæmt þessu að greiða sérstaklega fyrir það. Sam-kvæmt fréttum er hér um 15% hækkun á grænni raforku að ræða. Orku sem er og hefur alltaf verið GRÆN!

Skoðun
Fréttamynd

Foreldrar að bugast

Í dag, 17. janúar, var umræða í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúi Flokks fólksins um manneklu í leikskólum. Mannekla í leikskólum er langvarandi vandamál í Reykjavík sem meirihlutinn hefur ekki getað leyst.

Skoðun
Fréttamynd

Svif­ryki slegið í augu Reyk­víkinga

Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur.

Skoðun
Fréttamynd

Biðin eftir lausn á biðlistavanda

Eftir síðustu kosningar urðu þær breytingar að Vinstri græn yfirgáfu heilbrigðisráðuneytið og afhentu Framsóknarflokknum lyklana. Margir bjuggust við breytingum við þessi lyklaskipti. Allt síðasta kjörtímabil einkenndist af mikilli tregðu við að nýta krafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Boris, Brussel og bandarískir bændur

Það sem Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins breska vann sér helst til frægðar áður en hann varð andlit Brexit, þrautagöngu bresku þjóðarinnar, var að skrifa skemmtisögur frá Brussel „höfuðborg Evrópusambandsins“ í breska fjölmiðla.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­leiðingar um skipu­lags­mál

Næstu áratugi munum við þurfa að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er nokkuð ljóst. Þetta er flókið verkefni þar sem hagsmunir aðila fara ekki endilega saman. Flestir reitir sem til greina koma til þéttingar á höfuðborgarsvæðinu eru í eigu einkaaðila en skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Jálisti - góð breyting á lögum um at­vinnu­réttindi út­lendinga

Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðar­á­stand er dauðans al­vara

Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi myndast grafalvarlegt ástand á bráðamóttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Hvaða hags­munir ráða för?

Nú þegar nýjar upplýsingar birtast bæði íbúum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins Ölfuss á síðum Morgunblaðsins um frekari og mjög stórtækar fyrirætlanir Heidelberg Materials í Þorlákshöfn, er rétt að fara aðeins yfir stöðuna.

Skoðun
Fréttamynd

Gleðilegt Evrópuár!

Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsið 2022

Ég mun seint þreytast á að að vera talsmaður hverskyns frelsismála hversu lítilvæg þau kunna að hljóma. Á umliðnu þingári var gleðilegt að ekki eingöngu voru fleiri frelsismál sett á dagskrá af ríkisstjórninni en yfirleitt heldur tóku þau undantekningalítið breytingum í frelsisátt eftir að þingið fékk þau í sínar hendur. Á síðasta degi ársins finnst mér við hæfi að stikla á þessum málum til að minna á að þau skipta máli.

Skoðun
Fréttamynd

Ár uppbyggingar og mikilla áskorana

Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­breytt staða í borgar­stjórn

Nýtt kjörtímabil hófst á árinu og stimplaði Flokkur fólksins sig aftur inn í borgarstjórn. Vonir okkar í Flokki fólksins stóðu til að fá tækifæri til að komast í meirihluta borgarstjórnar til þess að geta tekið þátt í ákvörðunum sem leiða mættu til bættra lífskjara hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Það varð hins vegar ekki hlutskiptið að þessu sinni í það minnsta.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­birgð í auðugu landi

Í jólamánuðinum flæða minningarnar fram sem beljandi foss. Ég dvel við liðna tíma. Ég sé sjálfa mig sem litla telpu heima hjá pabba og mömmu þar sem jólandinn sveif yfir og allt um kring. Þar sem mamma var í aðalhlutverki, vakti fram á nætur, bakaði, eldaði og pússaði allt sem hönd á festi. Þar sem fárviðri geysaði utan við gluggann minn með tilheyrandi snjókomu sem færði allt á bólakaf. Allt var hjúpað töfraljóma og ólýsanlegri tilhlökkun. Alveg sama hvað á gekk hjá fullorðna fólkinu, okkur börnunum var haldið fyrir utan það.

Skoðun