Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:31 Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Grundvallarkrafa Samfylkingarinnar um framfarir í samgöngumálum felst í því að fjárfestingar fari upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030. Frá aldamótum hafa fjárfestingar í samgöngum á Íslandi dregist aftur úr öðrum Norðurlöndum og meðaltali OECD-ríkja. Fjárfestingar í samgöngum á Íslandi eru aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu en í öðrum ríkjum OECD er meðaltalið um 1%. Þessi staða birtist meðal annars í viðhaldsskuld í vegakerfi landsins og algjöru framkvæmdastoppi við gerð jarðganga. Með því að hækka viðmiðið í 1% af vegri landsframleiðslu fást 20 milljarðar til viðbótar við núverandi framlög. Þá vantar mikið upp á vetrarþjónustu sem tekur tillit til breytts ferðamynsturs þar sem fólk sækir atvinnu- og þjónustu í auknum mæli á milli byggðarlaga. Fjölmörg brýn innviðaverkefni bíða þess að komast til framkvæmda og listinn langur. Þegar staðan er þessi er mikilvægt að gera plan sem er framfylgt. Sitjandi ríkisstjórn tókst ekki að koma samgönguáætlun í gegnum þingið í vor og ljóst er að samgönguáætlun verður ekki lögð fram á yfirstandandi þingi. Það eru komnir 14 mánuðir síðan Vegargerðin bauð síðast út stórt verkefni. Ástæðan er sú að fé í samgönguáætlun er uppurið þar sem brú yfir Hornafjarðarfljót, sem átti að vera einkaframkvæmd, sogaði til sín svo mikið fjármagn að fresta þurfti öðrum nauðsynlegum framkvæmum. Í því sambandi má nefna breikkun Kjalarnesvegar, brúarsmíði í Gufudalsveit og þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Það var grátlegt að horfa á eftir vinnuvélunum af Dynjandisheiðinni þegar ekki voru eftir nema um 7 km. Svona frestanir kosta peninga og eru dýrar þegar upp er staðið. Hvað er svo að frétta af Skógarstrandavegi, Vatnsnesvegi og Veiðileysuhálsi? Það er eðlileg krafa íbúa landsins að stjórnvöld setji fram raunhæfa samgönguáætlun sem farið er eftir. Raunhæf áætlun með fyrirsjáanleika sem íbúar og atvinnulíf getur treyst er alltaf betri en ófjármagnaður óskalisti samgönguráðherra hverju sinni. Nú eru uppi framsækin hugmynd um samgöngusáttmála fyrir Vestfirði sem nefnist Vestfjarðarlínan. Sáttmálinn gengur út á að lyfta samgöngum á samkeppnishæfan stall á næstu 10 árum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir jarðgangnagerð og vegabótum sem til þarf til að stytta ferðatíma, auka umferðaröryggi og draga úr viðhaldsþörf. Með sáttmálanum væri unnið út frá því að flýta framkvæmdum, finna nýjar leiðir til fjármögnunar og forgangsraða með sanngjörnum hætti. Þannig næðust markmið um öruggar heilsárstengingar innan og á milli atvinnusvæða á Vestfjörðum. Auk þess yrðu tryggðar öruggari samgöngur frá öllum þéttbýlissvæðum og að stofnvegir frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða yrði að mestu láglendisvegir. Innviðafélag Vestfjarða hefur verið í fararbroddi að kynna þennan kost í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum sem hafa í áratugi kallað eftir bættum samgöngum. Þegar atvinnulífið tekur forystu á þennan hátt er mikilvægt að stjórnvöld leggi við hlustir, því afar brýnt er að komast út úr því framkvæmdastoppi sem við búum nú við. Vestfjarðaleiðin er gott dæmi um framsýna hugmynd um lausn á innviðaskuldinni. Samfylkingin tekur slíku frumkvæði fagnandi enda er það í takti við þann kraft og þá bjartsýni sem nú ríkir á Vestfjörðum. Það er nauðsynlegt og skynsamlegt að fjárfesta í samgöngum því þá fjárfestingu fáum við margfalt til baka. Eðlilegt er að spurt sé hvernig á að fara að þessu. Fjármögnun lykilatriði og þótt stærstur hluti fjármagns muni áfram renna um ríkissjóð þá getur sértæk gjaldtaka gagnast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fólkið í landinu gerir kröfu um árangur í samgöngumálum. Byrjum aftur að bora og tryggjum að alltaf séu framkvæmdir við 1-2 jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Samgöngur Vegagerð Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Grundvallarkrafa Samfylkingarinnar um framfarir í samgöngumálum felst í því að fjárfestingar fari upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030. Frá aldamótum hafa fjárfestingar í samgöngum á Íslandi dregist aftur úr öðrum Norðurlöndum og meðaltali OECD-ríkja. Fjárfestingar í samgöngum á Íslandi eru aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu en í öðrum ríkjum OECD er meðaltalið um 1%. Þessi staða birtist meðal annars í viðhaldsskuld í vegakerfi landsins og algjöru framkvæmdastoppi við gerð jarðganga. Með því að hækka viðmiðið í 1% af vegri landsframleiðslu fást 20 milljarðar til viðbótar við núverandi framlög. Þá vantar mikið upp á vetrarþjónustu sem tekur tillit til breytts ferðamynsturs þar sem fólk sækir atvinnu- og þjónustu í auknum mæli á milli byggðarlaga. Fjölmörg brýn innviðaverkefni bíða þess að komast til framkvæmda og listinn langur. Þegar staðan er þessi er mikilvægt að gera plan sem er framfylgt. Sitjandi ríkisstjórn tókst ekki að koma samgönguáætlun í gegnum þingið í vor og ljóst er að samgönguáætlun verður ekki lögð fram á yfirstandandi þingi. Það eru komnir 14 mánuðir síðan Vegargerðin bauð síðast út stórt verkefni. Ástæðan er sú að fé í samgönguáætlun er uppurið þar sem brú yfir Hornafjarðarfljót, sem átti að vera einkaframkvæmd, sogaði til sín svo mikið fjármagn að fresta þurfti öðrum nauðsynlegum framkvæmum. Í því sambandi má nefna breikkun Kjalarnesvegar, brúarsmíði í Gufudalsveit og þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Það var grátlegt að horfa á eftir vinnuvélunum af Dynjandisheiðinni þegar ekki voru eftir nema um 7 km. Svona frestanir kosta peninga og eru dýrar þegar upp er staðið. Hvað er svo að frétta af Skógarstrandavegi, Vatnsnesvegi og Veiðileysuhálsi? Það er eðlileg krafa íbúa landsins að stjórnvöld setji fram raunhæfa samgönguáætlun sem farið er eftir. Raunhæf áætlun með fyrirsjáanleika sem íbúar og atvinnulíf getur treyst er alltaf betri en ófjármagnaður óskalisti samgönguráðherra hverju sinni. Nú eru uppi framsækin hugmynd um samgöngusáttmála fyrir Vestfirði sem nefnist Vestfjarðarlínan. Sáttmálinn gengur út á að lyfta samgöngum á samkeppnishæfan stall á næstu 10 árum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir jarðgangnagerð og vegabótum sem til þarf til að stytta ferðatíma, auka umferðaröryggi og draga úr viðhaldsþörf. Með sáttmálanum væri unnið út frá því að flýta framkvæmdum, finna nýjar leiðir til fjármögnunar og forgangsraða með sanngjörnum hætti. Þannig næðust markmið um öruggar heilsárstengingar innan og á milli atvinnusvæða á Vestfjörðum. Auk þess yrðu tryggðar öruggari samgöngur frá öllum þéttbýlissvæðum og að stofnvegir frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða yrði að mestu láglendisvegir. Innviðafélag Vestfjarða hefur verið í fararbroddi að kynna þennan kost í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum sem hafa í áratugi kallað eftir bættum samgöngum. Þegar atvinnulífið tekur forystu á þennan hátt er mikilvægt að stjórnvöld leggi við hlustir, því afar brýnt er að komast út úr því framkvæmdastoppi sem við búum nú við. Vestfjarðaleiðin er gott dæmi um framsýna hugmynd um lausn á innviðaskuldinni. Samfylkingin tekur slíku frumkvæði fagnandi enda er það í takti við þann kraft og þá bjartsýni sem nú ríkir á Vestfjörðum. Það er nauðsynlegt og skynsamlegt að fjárfesta í samgöngum því þá fjárfestingu fáum við margfalt til baka. Eðlilegt er að spurt sé hvernig á að fara að þessu. Fjármögnun lykilatriði og þótt stærstur hluti fjármagns muni áfram renna um ríkissjóð þá getur sértæk gjaldtaka gagnast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fólkið í landinu gerir kröfu um árangur í samgöngumálum. Byrjum aftur að bora og tryggjum að alltaf séu framkvæmdir við 1-2 jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar