Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar 10. nóvember 2024 11:15 Lokun ehf-gatsins snýst um að tekjur einstaklinga umfram 1,3 milljónir á mánuði beri sama skatt – hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun. Lokun ehf-gatsins hefur þess vegna engin áhrif á fólk sem er með mánaðarlegar tekjur undir þessum mörkum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu. Ég er húsasmiður að mennt og starfaði sem smiður í 10 ár áður en ég byrjaði að vinna við almannavarnir. Og ég get lofað ykkur því að ég fór ekki í pólitík til að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Bara alls ekki. Enda hefur Samfylkingin engin áform um sérstakar skattahækkanir á þessar stéttir frekar en aðrar. En ég gekk beint í gildruna hjá Stefáni Einari í Spursmálum vikunni. Það mátti skilja mig sem svo að ég væri sammála fullyrðingu hans um að Samfylking ætlaði að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Og Morgunblaðið sló því síðan upp í fyrirsögn. Ég var ekki nægjanlega skýr en leiðrétti það hér með. Skattaglufa fyrir fólk með fleiri milljónir á mánuði Ehf-gatið er skattaglufa sem lýsir sér í því að fólk sem er með eigin rekstur, og hefur tekjur umfram 1,3 milljónir á mánuði, getur í ýmsum tilvikum greitt mun lægri skatta en launamaður á sömu tekjum. Ástæðan er sú að af launum umfram 1,3 milljónir á mánuði þarf að greiða tekjuskatt í efsta þrepi og auðvitað tryggingagjald, sem er samanlagt yfir 52%. Skattur á arð er hins vegar 37,6% þegar búið er að taka tillit til tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts. Þar munar nokkuð miklu. En eins og áður segir þá hefur ehf-gatið engin áhrif hjá fólki sem er með minna en 1,3 milljónir króna í mánaðartekjur. Það hefur hverfandi áhrif upp að 2 milljónum á mánuði – en talsverð áhrif fyrir fólk sem er með fleiri milljónir á mánuði í tekjur. Þar myndast þessi skattaglufa sem við í Samfylkingunni viljum skrúfa fyrir. Það er jafnræðismál og snýst líka um skilvirkni. Á þetta hafa margir bent, ekki bara Samfylkingin, heldur líka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), fjármálaráðuneytið og Alþýðusamband Íslands (ASÍ). Lokum ehf-gatinu Það eru margar leiðir til að loka ehf-gatinu og öll hin Norðurlöndin hafa gert þetta fyrir löngu, hvert með sínum hætti. Við í Samfylkingu horfum til útfærslunnar í Noregi – en aðalatriðið er ekki hvaða leið er farin, heldur að það verði vandað vel til verka við útfærsluna þannig að hún virki nákvæmlega eins og við höfum sagt að hún eigi að gera. Samfylkingin er tilbúin í þetta verkefni og það er löngu tímabært. Einstaklingar í rekstri munu þó að sjálfsögðu áfram geta dregið frá allan kostnað við sinn rekstur. Að loka ehf-gatinu snýst ekki um að breyta því. Og loks er rétt að taka fram að langflestir iðnaðarmenn eru launamenn og aðeins brot af þeim eru bæði sjálfstætt starfandi og með yfir 1,3 milljónir í mánaðartekjur. Með því að loka ehf-gatinu aukum við jafnræði og skilvirkni í skattkerfinu án þess að hækka skatta á almennt launafólk, smiði, hárgreiðslufólk eða pípara. Og það skilar umtalsverðum tekjum til brýnna verkefna að koma í veg fyrir að þeir sem eru með mjög háar tekjur notfæri sér ehf-gatið til að koma sér undan greiðslum til samfélagsins upp á marga milljarða á ári. Samfylkingin lækkar kostnað heimila og fyrirtækja Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert nóg af því að hækka kostnað heimila og fyrirtækja – með því að hækka vexti, hækka verð og hækka skattbyrði venjulegs vinnandi fólks, jafnt og þétt, frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimila og fyrirtækja. Með því að gera það sem þarf til að negla niður vexti og verðbólgu – með því að taka til í ríkisrekstrinum, fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum, lögfesta stöðugleikareglu og samþykkja hallalaus fjárlög sem fyrst. Og já, til þess þarf vissulega að afla tekna með sanngjörnum hætti. Langstærsta vandamál minni fyrirtækja og einyrkja er óstöðugleikinn sem ríkisstjórnin hefur leitt yfir landið: Þessir alltof háu vextir, verðbólga, húsnæðisverð, stefnuleys og skortur á fyrirsjáanleika er það sem er að gera út af við fyrirtækin í landinu núna. Samfylkingin ætlar að laga þetta. Við ætlum að hrista upp í kerfinu og laga Ísland þannig að það fari að virka aftur fyrir venjulegt fólk, og þar með talið smiði, hárgreiðslufólk og pípara – fáum við til þess traust í kosningunum þann 30. nóvember. Höfundur er húsasmiður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Víðir Reynisson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Lokun ehf-gatsins snýst um að tekjur einstaklinga umfram 1,3 milljónir á mánuði beri sama skatt – hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun. Lokun ehf-gatsins hefur þess vegna engin áhrif á fólk sem er með mánaðarlegar tekjur undir þessum mörkum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu. Ég er húsasmiður að mennt og starfaði sem smiður í 10 ár áður en ég byrjaði að vinna við almannavarnir. Og ég get lofað ykkur því að ég fór ekki í pólitík til að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Bara alls ekki. Enda hefur Samfylkingin engin áform um sérstakar skattahækkanir á þessar stéttir frekar en aðrar. En ég gekk beint í gildruna hjá Stefáni Einari í Spursmálum vikunni. Það mátti skilja mig sem svo að ég væri sammála fullyrðingu hans um að Samfylking ætlaði að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Og Morgunblaðið sló því síðan upp í fyrirsögn. Ég var ekki nægjanlega skýr en leiðrétti það hér með. Skattaglufa fyrir fólk með fleiri milljónir á mánuði Ehf-gatið er skattaglufa sem lýsir sér í því að fólk sem er með eigin rekstur, og hefur tekjur umfram 1,3 milljónir á mánuði, getur í ýmsum tilvikum greitt mun lægri skatta en launamaður á sömu tekjum. Ástæðan er sú að af launum umfram 1,3 milljónir á mánuði þarf að greiða tekjuskatt í efsta þrepi og auðvitað tryggingagjald, sem er samanlagt yfir 52%. Skattur á arð er hins vegar 37,6% þegar búið er að taka tillit til tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts. Þar munar nokkuð miklu. En eins og áður segir þá hefur ehf-gatið engin áhrif hjá fólki sem er með minna en 1,3 milljónir króna í mánaðartekjur. Það hefur hverfandi áhrif upp að 2 milljónum á mánuði – en talsverð áhrif fyrir fólk sem er með fleiri milljónir á mánuði í tekjur. Þar myndast þessi skattaglufa sem við í Samfylkingunni viljum skrúfa fyrir. Það er jafnræðismál og snýst líka um skilvirkni. Á þetta hafa margir bent, ekki bara Samfylkingin, heldur líka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), fjármálaráðuneytið og Alþýðusamband Íslands (ASÍ). Lokum ehf-gatinu Það eru margar leiðir til að loka ehf-gatinu og öll hin Norðurlöndin hafa gert þetta fyrir löngu, hvert með sínum hætti. Við í Samfylkingu horfum til útfærslunnar í Noregi – en aðalatriðið er ekki hvaða leið er farin, heldur að það verði vandað vel til verka við útfærsluna þannig að hún virki nákvæmlega eins og við höfum sagt að hún eigi að gera. Samfylkingin er tilbúin í þetta verkefni og það er löngu tímabært. Einstaklingar í rekstri munu þó að sjálfsögðu áfram geta dregið frá allan kostnað við sinn rekstur. Að loka ehf-gatinu snýst ekki um að breyta því. Og loks er rétt að taka fram að langflestir iðnaðarmenn eru launamenn og aðeins brot af þeim eru bæði sjálfstætt starfandi og með yfir 1,3 milljónir í mánaðartekjur. Með því að loka ehf-gatinu aukum við jafnræði og skilvirkni í skattkerfinu án þess að hækka skatta á almennt launafólk, smiði, hárgreiðslufólk eða pípara. Og það skilar umtalsverðum tekjum til brýnna verkefna að koma í veg fyrir að þeir sem eru með mjög háar tekjur notfæri sér ehf-gatið til að koma sér undan greiðslum til samfélagsins upp á marga milljarða á ári. Samfylkingin lækkar kostnað heimila og fyrirtækja Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert nóg af því að hækka kostnað heimila og fyrirtækja – með því að hækka vexti, hækka verð og hækka skattbyrði venjulegs vinnandi fólks, jafnt og þétt, frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimila og fyrirtækja. Með því að gera það sem þarf til að negla niður vexti og verðbólgu – með því að taka til í ríkisrekstrinum, fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum, lögfesta stöðugleikareglu og samþykkja hallalaus fjárlög sem fyrst. Og já, til þess þarf vissulega að afla tekna með sanngjörnum hætti. Langstærsta vandamál minni fyrirtækja og einyrkja er óstöðugleikinn sem ríkisstjórnin hefur leitt yfir landið: Þessir alltof háu vextir, verðbólga, húsnæðisverð, stefnuleys og skortur á fyrirsjáanleika er það sem er að gera út af við fyrirtækin í landinu núna. Samfylkingin ætlar að laga þetta. Við ætlum að hrista upp í kerfinu og laga Ísland þannig að það fari að virka aftur fyrir venjulegt fólk, og þar með talið smiði, hárgreiðslufólk og pípara – fáum við til þess traust í kosningunum þann 30. nóvember. Höfundur er húsasmiður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar