Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar 10. nóvember 2024 11:15 Lokun ehf-gatsins snýst um að tekjur einstaklinga umfram 1,3 milljónir á mánuði beri sama skatt – hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun. Lokun ehf-gatsins hefur þess vegna engin áhrif á fólk sem er með mánaðarlegar tekjur undir þessum mörkum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu. Ég er húsasmiður að mennt og starfaði sem smiður í 10 ár áður en ég byrjaði að vinna við almannavarnir. Og ég get lofað ykkur því að ég fór ekki í pólitík til að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Bara alls ekki. Enda hefur Samfylkingin engin áform um sérstakar skattahækkanir á þessar stéttir frekar en aðrar. En ég gekk beint í gildruna hjá Stefáni Einari í Spursmálum vikunni. Það mátti skilja mig sem svo að ég væri sammála fullyrðingu hans um að Samfylking ætlaði að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Og Morgunblaðið sló því síðan upp í fyrirsögn. Ég var ekki nægjanlega skýr en leiðrétti það hér með. Skattaglufa fyrir fólk með fleiri milljónir á mánuði Ehf-gatið er skattaglufa sem lýsir sér í því að fólk sem er með eigin rekstur, og hefur tekjur umfram 1,3 milljónir á mánuði, getur í ýmsum tilvikum greitt mun lægri skatta en launamaður á sömu tekjum. Ástæðan er sú að af launum umfram 1,3 milljónir á mánuði þarf að greiða tekjuskatt í efsta þrepi og auðvitað tryggingagjald, sem er samanlagt yfir 52%. Skattur á arð er hins vegar 37,6% þegar búið er að taka tillit til tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts. Þar munar nokkuð miklu. En eins og áður segir þá hefur ehf-gatið engin áhrif hjá fólki sem er með minna en 1,3 milljónir króna í mánaðartekjur. Það hefur hverfandi áhrif upp að 2 milljónum á mánuði – en talsverð áhrif fyrir fólk sem er með fleiri milljónir á mánuði í tekjur. Þar myndast þessi skattaglufa sem við í Samfylkingunni viljum skrúfa fyrir. Það er jafnræðismál og snýst líka um skilvirkni. Á þetta hafa margir bent, ekki bara Samfylkingin, heldur líka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), fjármálaráðuneytið og Alþýðusamband Íslands (ASÍ). Lokum ehf-gatinu Það eru margar leiðir til að loka ehf-gatinu og öll hin Norðurlöndin hafa gert þetta fyrir löngu, hvert með sínum hætti. Við í Samfylkingu horfum til útfærslunnar í Noregi – en aðalatriðið er ekki hvaða leið er farin, heldur að það verði vandað vel til verka við útfærsluna þannig að hún virki nákvæmlega eins og við höfum sagt að hún eigi að gera. Samfylkingin er tilbúin í þetta verkefni og það er löngu tímabært. Einstaklingar í rekstri munu þó að sjálfsögðu áfram geta dregið frá allan kostnað við sinn rekstur. Að loka ehf-gatinu snýst ekki um að breyta því. Og loks er rétt að taka fram að langflestir iðnaðarmenn eru launamenn og aðeins brot af þeim eru bæði sjálfstætt starfandi og með yfir 1,3 milljónir í mánaðartekjur. Með því að loka ehf-gatinu aukum við jafnræði og skilvirkni í skattkerfinu án þess að hækka skatta á almennt launafólk, smiði, hárgreiðslufólk eða pípara. Og það skilar umtalsverðum tekjum til brýnna verkefna að koma í veg fyrir að þeir sem eru með mjög háar tekjur notfæri sér ehf-gatið til að koma sér undan greiðslum til samfélagsins upp á marga milljarða á ári. Samfylkingin lækkar kostnað heimila og fyrirtækja Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert nóg af því að hækka kostnað heimila og fyrirtækja – með því að hækka vexti, hækka verð og hækka skattbyrði venjulegs vinnandi fólks, jafnt og þétt, frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimila og fyrirtækja. Með því að gera það sem þarf til að negla niður vexti og verðbólgu – með því að taka til í ríkisrekstrinum, fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum, lögfesta stöðugleikareglu og samþykkja hallalaus fjárlög sem fyrst. Og já, til þess þarf vissulega að afla tekna með sanngjörnum hætti. Langstærsta vandamál minni fyrirtækja og einyrkja er óstöðugleikinn sem ríkisstjórnin hefur leitt yfir landið: Þessir alltof háu vextir, verðbólga, húsnæðisverð, stefnuleys og skortur á fyrirsjáanleika er það sem er að gera út af við fyrirtækin í landinu núna. Samfylkingin ætlar að laga þetta. Við ætlum að hrista upp í kerfinu og laga Ísland þannig að það fari að virka aftur fyrir venjulegt fólk, og þar með talið smiði, hárgreiðslufólk og pípara – fáum við til þess traust í kosningunum þann 30. nóvember. Höfundur er húsasmiður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Víðir Reynisson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Lokun ehf-gatsins snýst um að tekjur einstaklinga umfram 1,3 milljónir á mánuði beri sama skatt – hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun. Lokun ehf-gatsins hefur þess vegna engin áhrif á fólk sem er með mánaðarlegar tekjur undir þessum mörkum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu. Ég er húsasmiður að mennt og starfaði sem smiður í 10 ár áður en ég byrjaði að vinna við almannavarnir. Og ég get lofað ykkur því að ég fór ekki í pólitík til að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Bara alls ekki. Enda hefur Samfylkingin engin áform um sérstakar skattahækkanir á þessar stéttir frekar en aðrar. En ég gekk beint í gildruna hjá Stefáni Einari í Spursmálum vikunni. Það mátti skilja mig sem svo að ég væri sammála fullyrðingu hans um að Samfylking ætlaði að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Og Morgunblaðið sló því síðan upp í fyrirsögn. Ég var ekki nægjanlega skýr en leiðrétti það hér með. Skattaglufa fyrir fólk með fleiri milljónir á mánuði Ehf-gatið er skattaglufa sem lýsir sér í því að fólk sem er með eigin rekstur, og hefur tekjur umfram 1,3 milljónir á mánuði, getur í ýmsum tilvikum greitt mun lægri skatta en launamaður á sömu tekjum. Ástæðan er sú að af launum umfram 1,3 milljónir á mánuði þarf að greiða tekjuskatt í efsta þrepi og auðvitað tryggingagjald, sem er samanlagt yfir 52%. Skattur á arð er hins vegar 37,6% þegar búið er að taka tillit til tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts. Þar munar nokkuð miklu. En eins og áður segir þá hefur ehf-gatið engin áhrif hjá fólki sem er með minna en 1,3 milljónir króna í mánaðartekjur. Það hefur hverfandi áhrif upp að 2 milljónum á mánuði – en talsverð áhrif fyrir fólk sem er með fleiri milljónir á mánuði í tekjur. Þar myndast þessi skattaglufa sem við í Samfylkingunni viljum skrúfa fyrir. Það er jafnræðismál og snýst líka um skilvirkni. Á þetta hafa margir bent, ekki bara Samfylkingin, heldur líka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), fjármálaráðuneytið og Alþýðusamband Íslands (ASÍ). Lokum ehf-gatinu Það eru margar leiðir til að loka ehf-gatinu og öll hin Norðurlöndin hafa gert þetta fyrir löngu, hvert með sínum hætti. Við í Samfylkingu horfum til útfærslunnar í Noregi – en aðalatriðið er ekki hvaða leið er farin, heldur að það verði vandað vel til verka við útfærsluna þannig að hún virki nákvæmlega eins og við höfum sagt að hún eigi að gera. Samfylkingin er tilbúin í þetta verkefni og það er löngu tímabært. Einstaklingar í rekstri munu þó að sjálfsögðu áfram geta dregið frá allan kostnað við sinn rekstur. Að loka ehf-gatinu snýst ekki um að breyta því. Og loks er rétt að taka fram að langflestir iðnaðarmenn eru launamenn og aðeins brot af þeim eru bæði sjálfstætt starfandi og með yfir 1,3 milljónir í mánaðartekjur. Með því að loka ehf-gatinu aukum við jafnræði og skilvirkni í skattkerfinu án þess að hækka skatta á almennt launafólk, smiði, hárgreiðslufólk eða pípara. Og það skilar umtalsverðum tekjum til brýnna verkefna að koma í veg fyrir að þeir sem eru með mjög háar tekjur notfæri sér ehf-gatið til að koma sér undan greiðslum til samfélagsins upp á marga milljarða á ári. Samfylkingin lækkar kostnað heimila og fyrirtækja Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert nóg af því að hækka kostnað heimila og fyrirtækja – með því að hækka vexti, hækka verð og hækka skattbyrði venjulegs vinnandi fólks, jafnt og þétt, frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimila og fyrirtækja. Með því að gera það sem þarf til að negla niður vexti og verðbólgu – með því að taka til í ríkisrekstrinum, fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum, lögfesta stöðugleikareglu og samþykkja hallalaus fjárlög sem fyrst. Og já, til þess þarf vissulega að afla tekna með sanngjörnum hætti. Langstærsta vandamál minni fyrirtækja og einyrkja er óstöðugleikinn sem ríkisstjórnin hefur leitt yfir landið: Þessir alltof háu vextir, verðbólga, húsnæðisverð, stefnuleys og skortur á fyrirsjáanleika er það sem er að gera út af við fyrirtækin í landinu núna. Samfylkingin ætlar að laga þetta. Við ætlum að hrista upp í kerfinu og laga Ísland þannig að það fari að virka aftur fyrir venjulegt fólk, og þar með talið smiði, hárgreiðslufólk og pípara – fáum við til þess traust í kosningunum þann 30. nóvember. Höfundur er húsasmiður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun