Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar 8. nóvember 2024 16:46 Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins. Það hefur varla vafist fyrir neinum að það sé skortur á raforku hér á landi, sem hamlar frekari vexti og veldur áhyggjum sérfræðinga. Þeir hafa í langa hríð bent á að næstu ár gætu orðið erfið vegna hugsanlegra raforkuskerðinga og takmarkaðs framboðs á raforku. Leyfum staðreyndum að segja söguna Umræða um orkumál hefur breyst á undanförnum árum. Sú orðræða að hér sé til næg raforka er að snúast upp í andhverfu sína og einstaklingar og fyrirtæki eru að átta sig á því að það þarf aukna raforku ef við viljum sjá samfélagið okkar vaxa og dafna. Raforka er ríflega fjórðungur þeirrar orku sem notuð er á Íslandi ef miðað er við frumorkunotkun, en innflutt olía er um 15% af orkunotkun á Íslandi. Við erum langt frá því að vera sjálfstæð í orkumálum þegar við notum olíu fyrir meira en 100 milljarða árlega til að knýja verðmætaskapandi starfsemi. Já, það er rétt að heimilin nota einungis um 5% raforkunnar, og tryggja þarf að heimilin fái áfram raforku á sanngjörnu og viðráðanlegu verði. Hins vegar má verðið ekki vera svo lágt að mikil sóun verði í kerfinu þar sem við göngum að raforkunni sem vísri. Hins vegar er það yfirlýst markmið okkar að heimili, ásamt smærri fyrirtækjum, hafi ávallt greitt aðgengi að raforku þó svo að það komi til skerðinga, en í slíkum tilfellum eru það stórnotendur sem líða skerðinguna. Undanfarin ár hefur staðan í lónum verið lægri en oft áður, sem hefur kallað á tíðari og lengri skerðingar gagnvart stórnotendum. Sumir myndu segja, „er það ekki allt í lagi? Fyrirtækin mega alveg við því,“ og gera líklega ráð fyrir því þar sem þau eru með samning um skerðanlega raforku, sem er mjög mikilvægur til að fullnýta kerfið okkar. Skerðingar hafa afleiðingar Í mínum huga snýst þetta um hvernig samfélag við viljum búa í. Frekari skerðingar á stórnotendur hafa afleiðingar. Framleiðsla minnkar samhliða því að útflutningur minnkar, sem leiðir til þess að útflutningstekjur lækka. Vegna skerðinga á afhendingu raforku á fyrri hluta ársins töpuðust útflutningstekjur upp á 14-17 milljarða króna. Í þessu ástandi neyðast fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur til að keyra starfsemi sína áfram á olíu. Sviðsmyndin er einföld; græn orka út og mengandi orka inn = öfug orkuskipti og glötuð tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Skortur á raforku hefur því víðtæk áhrif, ekki síst á atvinnulífið á landsbyggðinni, þar sem mikilvægar þjónustugreinar treysta á stöðuga raforkuafhendingu. Með því að tryggja fyrirtækjum stöðugan aðgang að endurnýjanlegri raforku tryggjum við tækifæri til frekari vaxtar um land allt, sinnum skyldum okkar gagnvart markmiðum í loftlagsmálum og verðum minna háð sveiflum í alþjóðlegu orkuverði. Aðgerðir fyrir framtíðina Það er ýmislegt sem þarf að gera til að afstýra skorti á raforku og tryggja áframhaldandi vöxt. Við þurfum að huga að eflingu flutningskerfisins. Sterkara og öflugra flutningskerfi tryggir öruggan flutning raforkunnar um land allt og gerir okkur kleift að besta heildarnýtingu raforkukerfisins. Við þurfum að draga úr sóun. Við þurfum að bera virðingu fyrir auðlindunum okkar og nýta þær skynsamlega til að draga úr losun og stuðla að sjálfbærni. Við þurfum að leysa flækjur hvað varðar feril framkvæmda frá umsókn alveg til nýtingar. Það er brýnt að næsta ríkisstjórn taki til og einfaldi leyfisveitingaferli fyrir virkjanir, sem er orðið allt of flókið og tímafrekt. Rafræn þjónusta og samræmd vefgátt leyfisveitinga myndu spara tíma og auka skilvirkni. Slík aðgerð er nauðsynleg Við þurfum að auka orkuframleiðslu á Íslandi. Við búum við aragrúa tækifæra hér á landi og við eigum að nýta möguleika vatnsafls, vindorku, jarðvarma og nýrrar tækni sem gæti opnað dyr að nýjum orkuöflum. Auka þarf framboð nýrra virkjana, halda áfram með fyrstu skrefin í vindorku. Marka þarf stefnu í vindorkumálum en mikilvægt er að huga að staðsetningu vindorkuvera og horfa frekar til færri staða en fleiri. Um leið þurfum við að átta okkur á því að þó vindorkan hjálpi til, þá er hún ekki endanleg lausn við framboðsskorti á raforku, enda þarf að sveiflujafna hana að hluta til með fyrirsjánlegu afli, en þar er vatnsaflið raunhæfasti kosturinn. Framsókn vinnur í þágu framtíðarinnar Í ljósi breytinganna sem við sjáum í heiminu í dag er ljóst að tíminn til aðgerða er núna. Hvert þreif í átt að sjálfbærum orkuskiptum og orkuöryggi skiptir öllu máli fyrir framtíð okkar og láta okkur í té að lifa í samfélagi sem er ekki aðeins sterkt heldur einnig tilbúið að mæta áskorunum tímans. Við þurfum að standa saman og hlusta á sérfræðinga á sviði orkumála, til að tryggja nægt framboð á raforku, orkuöryggi og gæði raforu til framtíðar. Orkumál okkar eru ekki aðeins tal um megavött og gígavattstundir heldur grundvallarþáttur sem hefur áhrif á alla þætti lífsins. Við í Framsókn erum reiðubúin til þess að standa vörð um og efla orkuöflun landsins. Slík verkefni skapa ekki aðeins störf, heldur stuðla að auknu orkuöryggi sem hefur jákvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og oddviti lista flokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins. Það hefur varla vafist fyrir neinum að það sé skortur á raforku hér á landi, sem hamlar frekari vexti og veldur áhyggjum sérfræðinga. Þeir hafa í langa hríð bent á að næstu ár gætu orðið erfið vegna hugsanlegra raforkuskerðinga og takmarkaðs framboðs á raforku. Leyfum staðreyndum að segja söguna Umræða um orkumál hefur breyst á undanförnum árum. Sú orðræða að hér sé til næg raforka er að snúast upp í andhverfu sína og einstaklingar og fyrirtæki eru að átta sig á því að það þarf aukna raforku ef við viljum sjá samfélagið okkar vaxa og dafna. Raforka er ríflega fjórðungur þeirrar orku sem notuð er á Íslandi ef miðað er við frumorkunotkun, en innflutt olía er um 15% af orkunotkun á Íslandi. Við erum langt frá því að vera sjálfstæð í orkumálum þegar við notum olíu fyrir meira en 100 milljarða árlega til að knýja verðmætaskapandi starfsemi. Já, það er rétt að heimilin nota einungis um 5% raforkunnar, og tryggja þarf að heimilin fái áfram raforku á sanngjörnu og viðráðanlegu verði. Hins vegar má verðið ekki vera svo lágt að mikil sóun verði í kerfinu þar sem við göngum að raforkunni sem vísri. Hins vegar er það yfirlýst markmið okkar að heimili, ásamt smærri fyrirtækjum, hafi ávallt greitt aðgengi að raforku þó svo að það komi til skerðinga, en í slíkum tilfellum eru það stórnotendur sem líða skerðinguna. Undanfarin ár hefur staðan í lónum verið lægri en oft áður, sem hefur kallað á tíðari og lengri skerðingar gagnvart stórnotendum. Sumir myndu segja, „er það ekki allt í lagi? Fyrirtækin mega alveg við því,“ og gera líklega ráð fyrir því þar sem þau eru með samning um skerðanlega raforku, sem er mjög mikilvægur til að fullnýta kerfið okkar. Skerðingar hafa afleiðingar Í mínum huga snýst þetta um hvernig samfélag við viljum búa í. Frekari skerðingar á stórnotendur hafa afleiðingar. Framleiðsla minnkar samhliða því að útflutningur minnkar, sem leiðir til þess að útflutningstekjur lækka. Vegna skerðinga á afhendingu raforku á fyrri hluta ársins töpuðust útflutningstekjur upp á 14-17 milljarða króna. Í þessu ástandi neyðast fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur til að keyra starfsemi sína áfram á olíu. Sviðsmyndin er einföld; græn orka út og mengandi orka inn = öfug orkuskipti og glötuð tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Skortur á raforku hefur því víðtæk áhrif, ekki síst á atvinnulífið á landsbyggðinni, þar sem mikilvægar þjónustugreinar treysta á stöðuga raforkuafhendingu. Með því að tryggja fyrirtækjum stöðugan aðgang að endurnýjanlegri raforku tryggjum við tækifæri til frekari vaxtar um land allt, sinnum skyldum okkar gagnvart markmiðum í loftlagsmálum og verðum minna háð sveiflum í alþjóðlegu orkuverði. Aðgerðir fyrir framtíðina Það er ýmislegt sem þarf að gera til að afstýra skorti á raforku og tryggja áframhaldandi vöxt. Við þurfum að huga að eflingu flutningskerfisins. Sterkara og öflugra flutningskerfi tryggir öruggan flutning raforkunnar um land allt og gerir okkur kleift að besta heildarnýtingu raforkukerfisins. Við þurfum að draga úr sóun. Við þurfum að bera virðingu fyrir auðlindunum okkar og nýta þær skynsamlega til að draga úr losun og stuðla að sjálfbærni. Við þurfum að leysa flækjur hvað varðar feril framkvæmda frá umsókn alveg til nýtingar. Það er brýnt að næsta ríkisstjórn taki til og einfaldi leyfisveitingaferli fyrir virkjanir, sem er orðið allt of flókið og tímafrekt. Rafræn þjónusta og samræmd vefgátt leyfisveitinga myndu spara tíma og auka skilvirkni. Slík aðgerð er nauðsynleg Við þurfum að auka orkuframleiðslu á Íslandi. Við búum við aragrúa tækifæra hér á landi og við eigum að nýta möguleika vatnsafls, vindorku, jarðvarma og nýrrar tækni sem gæti opnað dyr að nýjum orkuöflum. Auka þarf framboð nýrra virkjana, halda áfram með fyrstu skrefin í vindorku. Marka þarf stefnu í vindorkumálum en mikilvægt er að huga að staðsetningu vindorkuvera og horfa frekar til færri staða en fleiri. Um leið þurfum við að átta okkur á því að þó vindorkan hjálpi til, þá er hún ekki endanleg lausn við framboðsskorti á raforku, enda þarf að sveiflujafna hana að hluta til með fyrirsjánlegu afli, en þar er vatnsaflið raunhæfasti kosturinn. Framsókn vinnur í þágu framtíðarinnar Í ljósi breytinganna sem við sjáum í heiminu í dag er ljóst að tíminn til aðgerða er núna. Hvert þreif í átt að sjálfbærum orkuskiptum og orkuöryggi skiptir öllu máli fyrir framtíð okkar og láta okkur í té að lifa í samfélagi sem er ekki aðeins sterkt heldur einnig tilbúið að mæta áskorunum tímans. Við þurfum að standa saman og hlusta á sérfræðinga á sviði orkumála, til að tryggja nægt framboð á raforku, orkuöryggi og gæði raforu til framtíðar. Orkumál okkar eru ekki aðeins tal um megavött og gígavattstundir heldur grundvallarþáttur sem hefur áhrif á alla þætti lífsins. Við í Framsókn erum reiðubúin til þess að standa vörð um og efla orkuöflun landsins. Slík verkefni skapa ekki aðeins störf, heldur stuðla að auknu orkuöryggi sem hefur jákvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og oddviti lista flokksins í Norðausturkjördæmi
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun