Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar 6. nóvember 2024 07:01 Morgunblaðið hratt nýlega af stað umræðu um veiðigjaldið en í umfjöllun blaðsins kom fram að gjaldið væri einfaldlega 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar. Þegar betur er að gáð þá voru þessir útreikningar hvorki einfaldir né byggðir á raunvirði aflans. Í raun er álagning veiðigjaldsins hálfgerð vitleysa þar sem raunverð á markaði er ekki látið ráða heldur er verðið meira og minna ákvarðað af ríkistofnun sem gefur út verðskrá sem er iðulega langt undir markaðsvirði. Sem dæmi um þetta má nefna að meðalverð á markaði fyrir þorsk er nú 540 kr/kg en ríkisverðið er 333 kr/kg fyrir 4. kg. þorsk. Við nánari athugun þá koma í ljós gríðarlegar sviptingar á álagningu veiðigjaldsins, en veiðigjaldið á grálúðu lækkaði frá 32 kr. á kílóið í fyrra niður í 0 krónur í ár, en þar með er líklegt að ríkissjóður hafi orðið af um 400 milljónum kr. Til að fá skýringar á þessum sviptingum þá hringdi ég í matvælaráðuneytið og fékk þær upplýsingar með hraði að gjaldtakan byggðist á upplýsingum frá útgerðinni frá árinu 2022, á sérstöku eyðublaði þar sem greint var frá því að það hefði verið tap á veiðum á grálúðu það árið! Ekki kannast ég við neinar haldbærar skýringar á tjóni útgerðanna við að veiða fiskinn en þetta var víst niðurstaðan á eyðublaðinu! Launaþjófnaður? Annað sem vakti athygli var tæplega 50% lækkun á veiðigjaldi makríls frá því í fyrra og er gjaldið nú aðeins um tvær krónur á kílóið. Til þess að leita skýringa skoðaði ég m.a. meðalverð makríls á Íslandi og kom þá í ljós að verðið í ár var aðeins um 82 kr/kg á meðan verðið er liðlega 256 kr/kg að meðaltali í Færeyjum á sama tíma. Þessi samanburður lítur verulega illa út. Annaðhvort er makríllinn sem íslensk skip veiða, á sama tíma og sama stað og Færeyingar, verðminni eða þá að verið er að hlunnfara íslenska sjómenn með einhverri furðu verðlagningu langt undir raunvirði og taka í leiðinni laglegan óforsvaranlegan snúning á veiðigjöldunum. Flokkur fólksins mun berjast fyrir því að koma á gagnsærri verðmyndun á fiski með aðskilnaði veiða og vinnslu og frjálsum uppboðsmarkaði á fiski. Það sér hver heilvita maður að þessi leikaraskapur með verðmyndun sem hefur bein áhrif m.a. á laun sjómanna og veiðigjöldin, gengur engan veginn upp. Höfundur er líffræðingur og oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Morgunblaðið hratt nýlega af stað umræðu um veiðigjaldið en í umfjöllun blaðsins kom fram að gjaldið væri einfaldlega 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar. Þegar betur er að gáð þá voru þessir útreikningar hvorki einfaldir né byggðir á raunvirði aflans. Í raun er álagning veiðigjaldsins hálfgerð vitleysa þar sem raunverð á markaði er ekki látið ráða heldur er verðið meira og minna ákvarðað af ríkistofnun sem gefur út verðskrá sem er iðulega langt undir markaðsvirði. Sem dæmi um þetta má nefna að meðalverð á markaði fyrir þorsk er nú 540 kr/kg en ríkisverðið er 333 kr/kg fyrir 4. kg. þorsk. Við nánari athugun þá koma í ljós gríðarlegar sviptingar á álagningu veiðigjaldsins, en veiðigjaldið á grálúðu lækkaði frá 32 kr. á kílóið í fyrra niður í 0 krónur í ár, en þar með er líklegt að ríkissjóður hafi orðið af um 400 milljónum kr. Til að fá skýringar á þessum sviptingum þá hringdi ég í matvælaráðuneytið og fékk þær upplýsingar með hraði að gjaldtakan byggðist á upplýsingum frá útgerðinni frá árinu 2022, á sérstöku eyðublaði þar sem greint var frá því að það hefði verið tap á veiðum á grálúðu það árið! Ekki kannast ég við neinar haldbærar skýringar á tjóni útgerðanna við að veiða fiskinn en þetta var víst niðurstaðan á eyðublaðinu! Launaþjófnaður? Annað sem vakti athygli var tæplega 50% lækkun á veiðigjaldi makríls frá því í fyrra og er gjaldið nú aðeins um tvær krónur á kílóið. Til þess að leita skýringa skoðaði ég m.a. meðalverð makríls á Íslandi og kom þá í ljós að verðið í ár var aðeins um 82 kr/kg á meðan verðið er liðlega 256 kr/kg að meðaltali í Færeyjum á sama tíma. Þessi samanburður lítur verulega illa út. Annaðhvort er makríllinn sem íslensk skip veiða, á sama tíma og sama stað og Færeyingar, verðminni eða þá að verið er að hlunnfara íslenska sjómenn með einhverri furðu verðlagningu langt undir raunvirði og taka í leiðinni laglegan óforsvaranlegan snúning á veiðigjöldunum. Flokkur fólksins mun berjast fyrir því að koma á gagnsærri verðmyndun á fiski með aðskilnaði veiða og vinnslu og frjálsum uppboðsmarkaði á fiski. Það sér hver heilvita maður að þessi leikaraskapur með verðmyndun sem hefur bein áhrif m.a. á laun sjómanna og veiðigjöldin, gengur engan veginn upp. Höfundur er líffræðingur og oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar