Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:32 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar kemur að móttöku og meðferð hælisleitenda, einkum þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og ber því að yfirgefa landið í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir árangur í málaflokknum er ljóst að okkur skortir enn brottfararúrræði sem tryggir heildstæða og skilvirka stjórn í útlendingamálum. Ísland er í dag eina ríkið innan Schengen samstarfsins sem ekki hefur komið á fót brottfararúrræði fyrir þessa einstaklinga. Við þetta hafa verið gerðar ítrekaðar athugasemdir enda skapast réttarfarslegt tómarúm þar sem við getum ekki tryggt brottvísun þeirra sem dvelja á Íslandi í ólögmætri dvöl eftir að hafa fengið synjun. Um er að ræða einstaklinga sem ber að fara af landi brott og hafa hafnað allri samvinnu við stjórnvöld í þá veru. Afleiðingarnar af þessu ástandi eru margar og alvarlegar, en óljóst lagalegt ástand getur til dæmis ýtt undir félagslega einangrun og óvissu. Óvissu fyrir bæði viðkomandi einstaklinga en einnig fyrir íslenskt samfélag. Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins. Mannúð er lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf. Núverandi staða er óásættanleg Í dag eru um 220 einstaklingar í ólögmætri dvöl á Íslandi og bíða heimfarar. Inni í þeirri tölu eru ekki þeir einstaklingar sem hafa látið sig hverfa. Stór hluti af þessum 220 einstaklingum hefur þegar fengið synjun um alþjóðlega vernd. Undir lok september höfðu um 1500 umsóknir borist um alþjóðlega vernd á árinu og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda um alþjóðlega vernd. Það höfðu 1165 einstaklingar yfirgefið landið, þar af 205 í þvingaðri brottför. Staðreyndin er sú, að það sem af er ári hafa rúmlega 40 manns sem ber að yfirgefa landið verið vistaðir í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt. Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt. En þetta er samt ástand sem sumir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum kenna sig við mannúð og segjast „ekki styðja varðhaldsbúðir fyrir hælisleitendur“, vilja frekar viðhalda en að koma upp mannúðlegum brottfararúrræðum eins og öll nágrannalönd okkar hafa. Í spjallþætti á dögunum sagði nýkjörinn formaður stjórnmálaafls um brottfararúrræði að hún væri andsnúin „þessu áhugamáli“ Sjálfstæðisflokksins. Já, Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil haft það áhugamál að tala fyrir ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Það er áhugamál okkar að gera áframhaldandi umbætur í málaflokknum, tryggja skilvirka málsmeðferð og ná niður kostnaði. Það er áhugamál okkar að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og gæta mannúðar. Ekki bara á tyllidögum heldur í hvívetna. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar kemur að móttöku og meðferð hælisleitenda, einkum þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og ber því að yfirgefa landið í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir árangur í málaflokknum er ljóst að okkur skortir enn brottfararúrræði sem tryggir heildstæða og skilvirka stjórn í útlendingamálum. Ísland er í dag eina ríkið innan Schengen samstarfsins sem ekki hefur komið á fót brottfararúrræði fyrir þessa einstaklinga. Við þetta hafa verið gerðar ítrekaðar athugasemdir enda skapast réttarfarslegt tómarúm þar sem við getum ekki tryggt brottvísun þeirra sem dvelja á Íslandi í ólögmætri dvöl eftir að hafa fengið synjun. Um er að ræða einstaklinga sem ber að fara af landi brott og hafa hafnað allri samvinnu við stjórnvöld í þá veru. Afleiðingarnar af þessu ástandi eru margar og alvarlegar, en óljóst lagalegt ástand getur til dæmis ýtt undir félagslega einangrun og óvissu. Óvissu fyrir bæði viðkomandi einstaklinga en einnig fyrir íslenskt samfélag. Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins. Mannúð er lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf. Núverandi staða er óásættanleg Í dag eru um 220 einstaklingar í ólögmætri dvöl á Íslandi og bíða heimfarar. Inni í þeirri tölu eru ekki þeir einstaklingar sem hafa látið sig hverfa. Stór hluti af þessum 220 einstaklingum hefur þegar fengið synjun um alþjóðlega vernd. Undir lok september höfðu um 1500 umsóknir borist um alþjóðlega vernd á árinu og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda um alþjóðlega vernd. Það höfðu 1165 einstaklingar yfirgefið landið, þar af 205 í þvingaðri brottför. Staðreyndin er sú, að það sem af er ári hafa rúmlega 40 manns sem ber að yfirgefa landið verið vistaðir í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt. Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt. En þetta er samt ástand sem sumir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum kenna sig við mannúð og segjast „ekki styðja varðhaldsbúðir fyrir hælisleitendur“, vilja frekar viðhalda en að koma upp mannúðlegum brottfararúrræðum eins og öll nágrannalönd okkar hafa. Í spjallþætti á dögunum sagði nýkjörinn formaður stjórnmálaafls um brottfararúrræði að hún væri andsnúin „þessu áhugamáli“ Sjálfstæðisflokksins. Já, Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil haft það áhugamál að tala fyrir ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Það er áhugamál okkar að gera áframhaldandi umbætur í málaflokknum, tryggja skilvirka málsmeðferð og ná niður kostnaði. Það er áhugamál okkar að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og gæta mannúðar. Ekki bara á tyllidögum heldur í hvívetna. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun