

Pallborðið
Pallborðið er umræðuþáttur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem helstu málefni eru krufin til mergjar með viðmælendum.

Pallborðið: Hver verða hitamálin í vetur?
Hver verða stóru málin á Alþingi í vetur? Heldur ríkisstjórnin velli? Þessar verða meðal þeirra spurninga sem við freistum þess að svara í Pallborðinu á Vísi klukkan 15 í dag.

Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst
Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst.

Pallborðið á Vísi: Ræða ákvörðun Svandísar
Katrín Oddsdóttir lögmaður, Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi og Andrés Jónsson almannatengill mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 18:55 og fara yfir ýmsar hliðar hvalveiðimálsins.

Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.

Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af hvalveiðimálum
Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af því hvernig hvalveiðimálum framvindur innan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra bakkar upp ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið veiðibann. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra segja að málið hins vegar snúast um framtíð hvalveiða almennt og það hefði því átt að koma fyrir Alþingi.

„Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“
Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið.

„Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“
Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn.

Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð
Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra.

Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið.

Formenn stjórnarflokkanna í Pallborðinu í fyrramálið
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræða ýmis ágreinings- og átakamál á boðri ríkisstjórnarinnar í Pallborðinu hjá Heimi Már Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi í fyrramálið klukkan hálf níu.

Þorsteinn segir íslenskt samfélag ekki rotið, ömurlegt og spillt
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er afar svartsýnn á að samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda muni ganga vel í haust.

Tókust á um stöðu verðbólgu og vaxta í Pallborðinu
Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mæta í Pallborðið með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag.

Hvorki gengur né rekur að koma æfingaflugi úr Vatnsmýrinni
Enn var tekist á um flugvöllinn í Vatnsmýrinni að þessu sinni í frísklegum umræðum í Pallborði Vísis og Stöðvar 2. Þar mættust þeir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fóru yfir þetta sígilda hitamál.

Uppbygging í Skerjafirði og framtíð flugvallarins í Vatnsmýri
Uppbygging í Skerjafirði og framtíð flugvallarins í Vatnsmýri verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi.is og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag.

Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi
Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga
Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku.

Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun.

Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar.

Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum.

Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi.

Ósáttur við ábyrgðarleysi leikmanna: „Voru í markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju móti“
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta eiga ekki að vera undanskildir gagnrýni vegna framgöngu liðsins á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram.

HM-Pallborðið: Vonbrigðamót krufið til mergjar
Pallborðið á Vísi og Stöð 2 Vísi var helgað heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Mótinu er ekki lokið en íslenska landsliðið hefur aftur á móti lokið þátttöku sinni og var niðurstaðan 12. sæti.

Hver vilt þú að stýri íslenska landsliðinu?
Þátttaka strákanna okkar á HM í handbolta verður gerð vandlega upp í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi á morgun. Af því tilefni geta lesendur kosið um það hver þeir telji að sé best til þess fallinn að stýra íslenska landsliðinu næstu misseri.

Pallborðið: Einar smá stressaður en Gunnar hefur fulla trú á sigri á Svíum
Svava Kristín Gretarsdóttir stýrði Pallborðinu á Vísi í dag þar sem kvöldleikur Íslands við Svíþjóð á HM í handbolta var krufinn til mergjar. Stemningin var líka skoðuð í beinni útsendingu frá stuðsvæði Íslendinga í Gautaborg.

Pallborðið: HM-veislan hefst í dag
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM þegar það mætir Portúgal í Kristianstad í kvöld. Í tilefni af því var sérstakt HM-Pallborð á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag.

Myndir ársins 2022: Eldgos, óveður og menn í járnum
Ljósmyndarar og myndatökumenn Vísis voru á ferð og flugi árið 2022. Eldgos, óveður og stjórnmálin voru að sjálfsögðu meðal helstu myndefna en aðgerðir lögreglu og dómsmál komu einnig oft við sögu.

Bjarni segir Guðrúnu á leið í dómsmálaráðuneytið og Jón úr ríkisstjórn
„Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í gær hvort það væri alveg á hreinu að Jón Gunnarsson væri á leið úr dómsmálaráðuneytinu í vetur og að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum.

Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk.

Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu
Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu.

Pallborðið: HM-sæti undir í Portúgal
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn með sigri á Portúgal í umspili í dag. Leikið er á Estádio da Mata Real í Pacos de Ferreira í Portúgal og hefst leikurinn klukkan 17:00.