Formenn stjórnarflokkanna í Pallborðinu í fyrramálið Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2023 19:15 Formenn stjórnarflokkanna mæta í biena útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi kl 08:30. Grafik/Sara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræða ýmis ágreinings- og átakamál á boðri ríkisstjórnarinnar í Pallborðinu hjá Heimi Már Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi í fyrramálið klukkan hálf níu. Skýrsla fjármálaeftirlitsins um sátt þess við Íslandsbanka um sölu á 22,5 prósenta hlut í bankanum er nýjasta stóra málið þar sem alger áfellisdómur er felldur um söluferlið á bankanum. Að auki er mikill ágreiningur innan stjórnarinnar um tímabundið hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra frá því í síðustu viku. Útlendingamálin hafa reynst ríkisstjórninni erfið þótt Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi loks náð frumvarpi um það mál í gegnum þingið í fimmtu tilraun ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hann komst hins vegar ekki áfram með frumvarp um auknar rannsóknarheimildir lögreglunnar vegna fyrirvara Vinstri grænna og frumvörp hans um sameiningu héraðsdómstóla annars vegar og sýslumannsembætta hins vegar komust heldur hvergi. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að grípa þurfi til frekari aðgerða til að koma í veg fyrir að hátt í tvö þúsund manns bíði eftir að fá niðurstöðu varðandi umsókn sína um hæli á Íslandi. Kostnaðurinn við þann hóp einan væri kominn í um tíu milljarða á ári. Þá hefur ný virkjun ekki verið byggð árum saman. Loksins þegar horfur voru á að Hvammsvirkjun væri komin á beinu brautina felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjanaleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun óvænt úr gildi í þarsíðustu viku. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi kl. 8:30 á þriðjudagsmorgun. Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Skýrsla fjármálaeftirlitsins um sátt þess við Íslandsbanka um sölu á 22,5 prósenta hlut í bankanum er nýjasta stóra málið þar sem alger áfellisdómur er felldur um söluferlið á bankanum. Að auki er mikill ágreiningur innan stjórnarinnar um tímabundið hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra frá því í síðustu viku. Útlendingamálin hafa reynst ríkisstjórninni erfið þótt Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi loks náð frumvarpi um það mál í gegnum þingið í fimmtu tilraun ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hann komst hins vegar ekki áfram með frumvarp um auknar rannsóknarheimildir lögreglunnar vegna fyrirvara Vinstri grænna og frumvörp hans um sameiningu héraðsdómstóla annars vegar og sýslumannsembætta hins vegar komust heldur hvergi. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að grípa þurfi til frekari aðgerða til að koma í veg fyrir að hátt í tvö þúsund manns bíði eftir að fá niðurstöðu varðandi umsókn sína um hæli á Íslandi. Kostnaðurinn við þann hóp einan væri kominn í um tíu milljarða á ári. Þá hefur ný virkjun ekki verið byggð árum saman. Loksins þegar horfur voru á að Hvammsvirkjun væri komin á beinu brautina felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjanaleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun óvænt úr gildi í þarsíðustu viku. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi kl. 8:30 á þriðjudagsmorgun.
Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira