Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 17:44 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, ræddu um afsögn Bjarna Benediktssonar. Vísir/Vilhelm Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir álit umboðsmanns Alþingis ekki hafa komið sér á óvart. Hann hafi talið frá upphafi að stjórnsýslulög hafi verið brotin við Íslandsbankasöluna. Hins vegar veltir hann fyrir sér þýðingu afsagnar Bjarna. „Hvað hefur í raun og veru gerst?“ spyr Þorsteinn. „Það ekki enn komið í ljós að ráðherra hafi axlað ábyrgð. Það er enn opið að þetta sé bara tilefni til stólaskipta innan ríkisstjórnarinnar. Þá verður nú varla sagt að menn séu að axla ábyrgð, heldur bara að nota tilefnið til að skipta um ráðuneyti sem gat vel verið að menn hafi haft augastað á,“ Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur segir það matsatriði hvort að Bjarni hafi axlað ábyrgð með afsögn sinni, slíkt sé umdeilanlegt.Vísir/Vilhelm Spurður út í hvort Bjarni myndi axla ábyrgð með því að skipta um ráðuneyti segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, að það sé matsatriði. „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð? Stundum hafa menn sagt, vegna þess að það er frekar óalgengt í íslenska kerfinu að menn axli ábyrgð með því að segja af sér, að hin raunverulega pólitíska ábyrgð sé í kosningum. Þar geti kjósendur refsað ráðherrum,“ segir Ólafur Hann bendir á að það sé ansi ólíkt því sem tíðkist í nágrannalöndunum þar sem afsagnir séu talsvert algengari. „Jafnvel þó Þorsteinn vilji bara kalla þetta hrókeringar þá er afsögn að þessu tagi óvenjuleg í íslensku samfélagi,“ segir Ólafur. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er á öðru máli en Þorsteinn. „Mig langar að fá að nefna í þessu samhengi að enginn þurfi að velkjast í vafa um að þessi ákvörðun er ekki einhvers konar hrókering,“ segir hún. Jafnframt heldur Hildur því fram að Bjarni sé með ákvörðun sinni að axla ábyrgð. Hún sagði sérstakt að velta því fyrir sér að svo væri mögulega ekki. „Atburðir morgunsins eru þeir að Bjarni Benediktsson er að bera ábyrgð á þessari niðurstöðu,“ segir Hildur og Þorsteinn skýtur inn í: „Það fer eftir því hvað hann gerir,“ og Hildur svarar: „Þar erum við ekki sammála,“ „Það eru ekki auðveld skref fyrir Bjarna að stíga út úr þessu ráðuneyti sem hann brennur fyrir,“ segir Hildur. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Tengdar fréttir Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir álit umboðsmanns Alþingis ekki hafa komið sér á óvart. Hann hafi talið frá upphafi að stjórnsýslulög hafi verið brotin við Íslandsbankasöluna. Hins vegar veltir hann fyrir sér þýðingu afsagnar Bjarna. „Hvað hefur í raun og veru gerst?“ spyr Þorsteinn. „Það ekki enn komið í ljós að ráðherra hafi axlað ábyrgð. Það er enn opið að þetta sé bara tilefni til stólaskipta innan ríkisstjórnarinnar. Þá verður nú varla sagt að menn séu að axla ábyrgð, heldur bara að nota tilefnið til að skipta um ráðuneyti sem gat vel verið að menn hafi haft augastað á,“ Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur segir það matsatriði hvort að Bjarni hafi axlað ábyrgð með afsögn sinni, slíkt sé umdeilanlegt.Vísir/Vilhelm Spurður út í hvort Bjarni myndi axla ábyrgð með því að skipta um ráðuneyti segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, að það sé matsatriði. „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð? Stundum hafa menn sagt, vegna þess að það er frekar óalgengt í íslenska kerfinu að menn axli ábyrgð með því að segja af sér, að hin raunverulega pólitíska ábyrgð sé í kosningum. Þar geti kjósendur refsað ráðherrum,“ segir Ólafur Hann bendir á að það sé ansi ólíkt því sem tíðkist í nágrannalöndunum þar sem afsagnir séu talsvert algengari. „Jafnvel þó Þorsteinn vilji bara kalla þetta hrókeringar þá er afsögn að þessu tagi óvenjuleg í íslensku samfélagi,“ segir Ólafur. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er á öðru máli en Þorsteinn. „Mig langar að fá að nefna í þessu samhengi að enginn þurfi að velkjast í vafa um að þessi ákvörðun er ekki einhvers konar hrókering,“ segir hún. Jafnframt heldur Hildur því fram að Bjarni sé með ákvörðun sinni að axla ábyrgð. Hún sagði sérstakt að velta því fyrir sér að svo væri mögulega ekki. „Atburðir morgunsins eru þeir að Bjarni Benediktsson er að bera ábyrgð á þessari niðurstöðu,“ segir Hildur og Þorsteinn skýtur inn í: „Það fer eftir því hvað hann gerir,“ og Hildur svarar: „Þar erum við ekki sammála,“ „Það eru ekki auðveld skref fyrir Bjarna að stíga út úr þessu ráðuneyti sem hann brennur fyrir,“ segir Hildur.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Tengdar fréttir Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47