Tekur slaginn í Grillinu: „Ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil“ Verkefnið á Selfossi er enn þá spennandi segir handboltakonan Perla Ruth Albertsdóttir, sem ætlar að taka slaginn með uppeldisfélaginu, Selfoss, í næstefstu deild. „Við ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil,“ segir hún. Handbolti 12. júní 2023 12:00
Ágúst framlengir og gæti náð áratug með Val Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, hefur skrifað undir fjögurra ára framlengingu á samningi sínum við félagið. Handbolti 12. júní 2023 11:00
Stefán Arnarson ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í handbolta Stefán Arnarson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í handbolta. Hann mun stýra liðinu ásamt Díönu Guðjónsdóttur í Olís deild kvenna á komandi árum. Handbolti 10. júní 2023 13:07
Hanna fékk heiðursmerki HSÍ fyrir glæsilegan feril Hanna Guðrún Stefánsdóttir var heiðruð á lokahófi HSÍ fyrir langan og glæsilegan feril. Hún hlaut heiðursmerki HSÍ og er svo sannarlega vel að því komin. Handbolti 10. júní 2023 09:00
„Ég átti kannski frekar von á því að vera valin efnilegust en ekki hinu“ Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir var valin best og efnilegust á lokahófi HSÍ í gær. Hún ætlar að spila með Haukum á næsta tímabili og reyna síðan að komast í atvinnumennsku erlendis. Handbolti 9. júní 2023 10:30
Rúnar bestur og Elín Klara best og efnilegust Það er umtalsverður munur á aldri og reynslu þeirra leikmanna sem í dag voru útnefndir bestu leikmenn Olís-deild karla og kvenna í handbolta á síðustu leiktíð. Fyrir valinu urðu Elín Klara Þorkelsdóttir og Rúnar Kárason. Handbolti 8. júní 2023 12:27
Dreymir um að komast aftur á völlinn: „Það sem ég er best í“ Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki spilað handbolta undanfarna 16 mánuði eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hún segist nú loks finna fyrir batamerkjum og lætur sig dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. Handbolti 6. júní 2023 23:01
Elísabet orðin aðstoðarþjálfari Stjörnunnar | Óvíst hvort hún spili áfram Línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta. Ekki er vitað hvort Elísabet mun spila áfram með liðinu. Handbolti 5. júní 2023 17:01
ÍBV getur orðið Íslandsmeistari í Eyjum í fyrsta sinn í tuttugu ár Í kvöld fer Íslandsmeistarabikarinn á loft þegar ÍBV og Haukar mætast í oddaleik í úrslitaeinvígi í handbolta karla. ÍBV getur þar með orðið Íslandsmeistari á heimavelli í fyrsta sinn í tuttugu ár. Handbolti 31. maí 2023 14:42
Ein besta handboltakona Íslands hætti í handbolta í hálft ár Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn í kvennahandboltanum í vetur eftir frábæra frammistöðu með Haukum í Olís deild kvenna, fyrst í deildinni en síðan enn frekar í úrslitakeppninni þar sem hið unga lið Hauka kom mjög á óvart. Handbolti 31. maí 2023 10:01
„Eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir mig sem íþróttakonu“ Íslandsmeistarar Vals styrktu liðið sitt heldur betur á dögunum þegar landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir ákvað að koma til Hlíðarendaliðsins frá Fram. Handbolti 31. maí 2023 08:30
Hópurinn heldur tryggð við Selfoss og Perla og Harpa bætast við Selfyssingar hafa heldur betur tryggt sér liðsstyrk fyrir komandi átök í Grill 66-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili. Perla Ruth Albertsdóttir kemur til liðsins frá Fram og Harpa Valey Gylfadóttir kemur frá ÍBV. Handbolti 30. maí 2023 20:39
Hafdís til Vals Markvörðurinn Hafdís Renötudóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals frá Fram. Handbolti 26. maí 2023 12:50
Silla fékk tvo góða til að gera upp tímabilið og tjá sig líka um slúðursögur Sigurlaug Rúnarsdóttir fékk til sín góða gesti þegar hún gerði upp tímabilið í Olís deild kvenna í handbolta. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, og handboltasérfræðingurinn Einar Jónsson mættu þá í spjall til Sillu. Handbolti 26. maí 2023 12:31
Sunna fyrr heim frá Sviss vegna vanefnda á samningi Markvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir hefur ákveðið að snúa heim til Íslands og rifta samningi sínum við svissneska félagið Amicitia Zürich, vegna vanefnda félagsins. Handbolti 25. maí 2023 15:30
Lovísa aftur í Val Eins og við var búist hefur Lovísa Thompson samið á ný við Íslandsmeistara Vals í handbolta. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Handbolti 24. maí 2023 14:45
Mariam fékk sturtu í miðju viðtali: Ólýsanleg tilfinning Mariam Eradze átti góðan leik fyrir Val þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik með sigri á ÍBV í Eyjum í gær. Hún fékk sturtu frá liðsfélögum sínum í viðtali eftir leik. Handbolti 21. maí 2023 11:00
Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 20. maí 2023 17:58
Myndaveisla: Titillinn á loft í Eyjum Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. Handbolti 20. maí 2023 17:40
Íslandsmeistarinn vonar að það sé ekki vont í sjóinn Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals var að vonum ánægð eftir að Valskonur tryggðu sér titilinn með því að sópa ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. Handbolti 20. maí 2023 17:32
„Get ekki beðið um meira frá þessum valkyrjum“ Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta var að vonum svekktur með að sitt lið hafi lotið í lægra haldi gegn Val í úrslitum Olís deildar kvenna í dag. Hann er þó einnig stoltur af sínum stelpum og býst við því að stýra liði ÍBV á næsta tímabili. Handbolti 20. maí 2023 17:20
Valskonur tryggðu sér titilinn í Eyjum Kvennalið Vals í handbolta varð í dag Íslandsmeistari eftir sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar. Valur vann einvígið gegn ÍBV 3-0 en lokatölur í leik dagsins í Vestmannaeyjum urðu 23-25.Nánari umfjöllun um leik dagsins sem og viðtöl birtast hér á Vísi innan skamms. Handbolti 20. maí 2023 14:46
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. Handbolti 16. maí 2023 21:08
„Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex“ ÍBV er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Liðið tapaði í kvöld með þremur mörkum í leik sem náði aldrei að verða verulega spennandi. Lokatölur 25-22. Handbolti 16. maí 2023 20:26
„Hún er jafnmikilvæg fyrir þær svo þetta er engin afsökun“ Búast má við því að Eyjakonur mæti „dýrvitlausar“ á Hlíðarenda í kvöld, í leik tvö í einvíginu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, að sögn Sigurðar Bragasonar þjálfara ÍBV. Bæði lið sakna frábærrar, örvhentrar skyttu í einvíginu. Handbolti 16. maí 2023 13:01
Steinunn á von á öðru barni Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði fráfarandi Íslandsmeistara Fram í handbolta, á von á sínu öðru barni en hún tilkynnti um þetta á Instagram í dag. Handbolti 16. maí 2023 10:34
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Valur 23-30 | Valskonur taka forystuna Valur vann gríðarlega mikilvægan sjö marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 23-30. Handbolti 12. maí 2023 22:26
Sagan ekki með Eyjakonum: Sjaldgæft að vinna sama lið í báðum úrslitum Úrslitaeinvígi ÍBV og Vals í Olís deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin mætast í fyrsta leik úrslitaeinvígisins úti í Vestmannaeyjum. Handbolti 12. maí 2023 13:01
„Ótrúlegt að það séu þrjú ár síðan þetta lið átti ekki að vera til“ Kvennalið ÍR í handbolta kom flestum á óvart með því að vinna Selfoss í fimm leikja seríu og tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lærimeyjar Sólveigar Láru Kjærnested verða þar með eina lið ÍR í efstu deild í boltaíþrótt. Handbolti 12. maí 2023 08:00
Haukar fá sigursælan Stefán til starfa með Díönu Stefán Arnarson, sigursælasti þjálfari úrvalsdeildar kvenna í handbolta á þessari öld, verður að öllum líkindum tilkynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs Hauka á næstunni. Hann mun væntanlega stýra liðinu með Díönu Guðjónsdóttur, sem verið hefur aðalþjálfari síðustu tvo mánuði með farsælum hætti. Handbolti 11. maí 2023 15:27