Tímabært að breyta til Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2024 09:00 Ágúst Jóhannsson er með íslenska kvennalandsliðinu í Austurríki þar sem EM hefst á föstudag. Í sumar mun hann hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals til að taka við karlaliði félagsins. Vísir/Einar „Þetta var ekkert auðvelt,“ segir Ágúst Jóhannsson sem mun hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta í sumar til að taka við karlaliði félagsins. Ágúst hefur stýrt kvennaliði Vals frá árinu 2017 og undir hans stjórn hefur Valsliðið þrisvar orðið Íslandsmeistari, þar á meðal síðustu tvö ár. Tilkynnt var í vikunni að Ágúst myndi breyta til og taka við karlaliðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni eftir leiktíðina. „Eftir að hafa farið yfir þetta þá fannst mér þetta réttur tímapunktur. Þetta er níunda tímabilið mitt með stelpurnar. Mér fannst þá kannski við hæfi að færa mig yfir,“ segir Ágúst í samtali við íþróttadeild. Var erfitt að taka þessa ákvörðun? „Þetta var ekkert auðvelt. Ég er búinn að þjálfa liðið lengi og okkur hefur gengið vel. Þetta er frábær hópur og margir góðir leikmenn. Þannig að það var ekkert auðvelt en það kannski hjálpar til að ég er ekki að færa mig yfir í annað félag. Ég færi mig bara yfir á strákana, verð þarna í kringum þær og innan handar ef það er eitthvað,“ segir Ágúst. Ágúst kveðst þá ekki ætla að vera með puttana í karlaliðinu áður en hann tekur við í sumar. „Nei, ég kem ekki nálægt því. Óskar bara stýrir því og ég einbeiti mér að stelpunum, að gera það vel og tek svo við í júní,“ segir Ágúst. Evrópumót fram undan Ágúst er sem stendur með kvennalandsliði Íslands sem hefur keppni á EM í vikunni. Með honum þar í för er landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sem er í þjálfarateymi Fram. Ágúst sér fram á spennandi baráttu við Fram og Hauka um titilinn. „Við erum búnir að mætast einu sinni í vetur og höfðum það af. Fram er með frábært og Haukar og fleiri lið. Deildin er góð þannig að þetta er ekkert einfalt,“ segir Ágúst. Íslenska kvennalandsliðið þurfti að þola tvö naum eins marks töp fyrir Sviss í æfingaleikjum um helgina. Liðið mætir til leiks á EM er það mætir Hollandi í Innsbruck á föstudag. Auk Hollands eru Þýskaland og Úkraína í riðli Íslands. Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Ágúst hefur stýrt kvennaliði Vals frá árinu 2017 og undir hans stjórn hefur Valsliðið þrisvar orðið Íslandsmeistari, þar á meðal síðustu tvö ár. Tilkynnt var í vikunni að Ágúst myndi breyta til og taka við karlaliðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni eftir leiktíðina. „Eftir að hafa farið yfir þetta þá fannst mér þetta réttur tímapunktur. Þetta er níunda tímabilið mitt með stelpurnar. Mér fannst þá kannski við hæfi að færa mig yfir,“ segir Ágúst í samtali við íþróttadeild. Var erfitt að taka þessa ákvörðun? „Þetta var ekkert auðvelt. Ég er búinn að þjálfa liðið lengi og okkur hefur gengið vel. Þetta er frábær hópur og margir góðir leikmenn. Þannig að það var ekkert auðvelt en það kannski hjálpar til að ég er ekki að færa mig yfir í annað félag. Ég færi mig bara yfir á strákana, verð þarna í kringum þær og innan handar ef það er eitthvað,“ segir Ágúst. Ágúst kveðst þá ekki ætla að vera með puttana í karlaliðinu áður en hann tekur við í sumar. „Nei, ég kem ekki nálægt því. Óskar bara stýrir því og ég einbeiti mér að stelpunum, að gera það vel og tek svo við í júní,“ segir Ágúst. Evrópumót fram undan Ágúst er sem stendur með kvennalandsliði Íslands sem hefur keppni á EM í vikunni. Með honum þar í för er landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sem er í þjálfarateymi Fram. Ágúst sér fram á spennandi baráttu við Fram og Hauka um titilinn. „Við erum búnir að mætast einu sinni í vetur og höfðum það af. Fram er með frábært og Haukar og fleiri lið. Deildin er góð þannig að þetta er ekkert einfalt,“ segir Ágúst. Íslenska kvennalandsliðið þurfti að þola tvö naum eins marks töp fyrir Sviss í æfingaleikjum um helgina. Liðið mætir til leiks á EM er það mætir Hollandi í Innsbruck á föstudag. Auk Hollands eru Þýskaland og Úkraína í riðli Íslands.
Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti