„Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Hinrik Wöhler skrifar 13. nóvember 2024 21:20 Arnar Pétursson, þjálfari Fram, var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Arnar Pétursson, þjálfari Fram, landaði sigri á móti Haukum í 9. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar en Fram var ekki vandræðum með Hafnfirðinga í kvöld og endaði leikurinn 28-20. Arnar var fyrst og fremst feginn með að allir leikmenn sluppu heilir úr leiknum. „Við spiluðum mjög góðan leik á öllum sviðum og ég er mjög sáttur með að fara héðan með stigin en er enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað og það var mikið skorað í upphafi leiks. Fljótlega fjaraði undan sóknarleik Hauka og tóku gestirnir yfir leikinn með hröðum sóknum og skipulögðum varnarleik. „Mér fannst við fyrstu sjö eða átta mínúturnar frekar flatar og buðum þeim í þau færi sem þær vilja komast í. Eftir það tókum við frumkvæðið varnarlega og komum með meiri hæð og þá gjörbreytist leikurinn í raun og veru. Hröðu upphlaupin og fengum í kjölfarið sjálfstraust til að keyra á þær og spila öruggari sóknarleik,“ sagði Arnar. Arnar bætir við að liðið hafi lagt upp með hröðum leik og það hafi gengið eftir. „Við lögðum klárlega upp með það að nýta okkur hraða, góðan varnarleik og markvörslu og það gekk mjög vel í dag, engin spurning.“ Varnarleikur Fram var mjög öflugur lengst af í leiknum og áttu leikmenn Hauka í mestum vandræðum með að finna glufur á vörn Fram. „Varnarleikurinn var frábær og við vorum með góða hæð, einnig var góð vinnsla og frumkvæði. Þannig viljum við hafa það og þannig verðum við góðar sem við vorum í dag,“ sagði Arnar um varnarleik liðsins. Í nógu að snúast hjá Arnari Það hefur nóg að gera hjá Arnari undanfarna daga en hann er einnig landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Fyrr í dag þá tilkynnti Arnar þá átján leikmenn sem fara á lokamót EM í lok nóvember. „Það var erfitt eins og ég kom inn á í dag. Það er alltaf erfitt að skilja einhverjar eftir en ég er ánægður að velja þennan góða hóp sem er að fara á EM. Ég hlakka til að takast á við það verkefni núna í kjölfarið á þessu. EM-fararnir Steinunn Björnsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir fagna sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Í liði Fram eru þrír leikmenn sem tilheyra EM-hóp Arnars en Berglind Þorsteinsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir halda til Austurríkis með landsliðinu á EM síðar í mánuðinum. Hefði Arnar viljað taka fleiri leikmenn Fram með sér? „Auðvitað, Alfa [Brá Hagalín] hefur verið með okkur og er frábær leikmaður. Hún er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Hún er standby og er tilbúin ef eitthvað kemur upp á og sýndi það í dag hversu öflug hún er,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Arnar var fyrst og fremst feginn með að allir leikmenn sluppu heilir úr leiknum. „Við spiluðum mjög góðan leik á öllum sviðum og ég er mjög sáttur með að fara héðan með stigin en er enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað og það var mikið skorað í upphafi leiks. Fljótlega fjaraði undan sóknarleik Hauka og tóku gestirnir yfir leikinn með hröðum sóknum og skipulögðum varnarleik. „Mér fannst við fyrstu sjö eða átta mínúturnar frekar flatar og buðum þeim í þau færi sem þær vilja komast í. Eftir það tókum við frumkvæðið varnarlega og komum með meiri hæð og þá gjörbreytist leikurinn í raun og veru. Hröðu upphlaupin og fengum í kjölfarið sjálfstraust til að keyra á þær og spila öruggari sóknarleik,“ sagði Arnar. Arnar bætir við að liðið hafi lagt upp með hröðum leik og það hafi gengið eftir. „Við lögðum klárlega upp með það að nýta okkur hraða, góðan varnarleik og markvörslu og það gekk mjög vel í dag, engin spurning.“ Varnarleikur Fram var mjög öflugur lengst af í leiknum og áttu leikmenn Hauka í mestum vandræðum með að finna glufur á vörn Fram. „Varnarleikurinn var frábær og við vorum með góða hæð, einnig var góð vinnsla og frumkvæði. Þannig viljum við hafa það og þannig verðum við góðar sem við vorum í dag,“ sagði Arnar um varnarleik liðsins. Í nógu að snúast hjá Arnari Það hefur nóg að gera hjá Arnari undanfarna daga en hann er einnig landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Fyrr í dag þá tilkynnti Arnar þá átján leikmenn sem fara á lokamót EM í lok nóvember. „Það var erfitt eins og ég kom inn á í dag. Það er alltaf erfitt að skilja einhverjar eftir en ég er ánægður að velja þennan góða hóp sem er að fara á EM. Ég hlakka til að takast á við það verkefni núna í kjölfarið á þessu. EM-fararnir Steinunn Björnsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir fagna sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Í liði Fram eru þrír leikmenn sem tilheyra EM-hóp Arnars en Berglind Þorsteinsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir halda til Austurríkis með landsliðinu á EM síðar í mánuðinum. Hefði Arnar viljað taka fleiri leikmenn Fram með sér? „Auðvitað, Alfa [Brá Hagalín] hefur verið með okkur og er frábær leikmaður. Hún er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Hún er standby og er tilbúin ef eitthvað kemur upp á og sýndi það í dag hversu öflug hún er,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita