„Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Hinrik Wöhler skrifar 13. nóvember 2024 21:20 Arnar Pétursson, þjálfari Fram, var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Arnar Pétursson, þjálfari Fram, landaði sigri á móti Haukum í 9. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar en Fram var ekki vandræðum með Hafnfirðinga í kvöld og endaði leikurinn 28-20. Arnar var fyrst og fremst feginn með að allir leikmenn sluppu heilir úr leiknum. „Við spiluðum mjög góðan leik á öllum sviðum og ég er mjög sáttur með að fara héðan með stigin en er enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað og það var mikið skorað í upphafi leiks. Fljótlega fjaraði undan sóknarleik Hauka og tóku gestirnir yfir leikinn með hröðum sóknum og skipulögðum varnarleik. „Mér fannst við fyrstu sjö eða átta mínúturnar frekar flatar og buðum þeim í þau færi sem þær vilja komast í. Eftir það tókum við frumkvæðið varnarlega og komum með meiri hæð og þá gjörbreytist leikurinn í raun og veru. Hröðu upphlaupin og fengum í kjölfarið sjálfstraust til að keyra á þær og spila öruggari sóknarleik,“ sagði Arnar. Arnar bætir við að liðið hafi lagt upp með hröðum leik og það hafi gengið eftir. „Við lögðum klárlega upp með það að nýta okkur hraða, góðan varnarleik og markvörslu og það gekk mjög vel í dag, engin spurning.“ Varnarleikur Fram var mjög öflugur lengst af í leiknum og áttu leikmenn Hauka í mestum vandræðum með að finna glufur á vörn Fram. „Varnarleikurinn var frábær og við vorum með góða hæð, einnig var góð vinnsla og frumkvæði. Þannig viljum við hafa það og þannig verðum við góðar sem við vorum í dag,“ sagði Arnar um varnarleik liðsins. Í nógu að snúast hjá Arnari Það hefur nóg að gera hjá Arnari undanfarna daga en hann er einnig landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Fyrr í dag þá tilkynnti Arnar þá átján leikmenn sem fara á lokamót EM í lok nóvember. „Það var erfitt eins og ég kom inn á í dag. Það er alltaf erfitt að skilja einhverjar eftir en ég er ánægður að velja þennan góða hóp sem er að fara á EM. Ég hlakka til að takast á við það verkefni núna í kjölfarið á þessu. EM-fararnir Steinunn Björnsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir fagna sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Í liði Fram eru þrír leikmenn sem tilheyra EM-hóp Arnars en Berglind Þorsteinsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir halda til Austurríkis með landsliðinu á EM síðar í mánuðinum. Hefði Arnar viljað taka fleiri leikmenn Fram með sér? „Auðvitað, Alfa [Brá Hagalín] hefur verið með okkur og er frábær leikmaður. Hún er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Hún er standby og er tilbúin ef eitthvað kemur upp á og sýndi það í dag hversu öflug hún er,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Arnar var fyrst og fremst feginn með að allir leikmenn sluppu heilir úr leiknum. „Við spiluðum mjög góðan leik á öllum sviðum og ég er mjög sáttur með að fara héðan með stigin en er enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað og það var mikið skorað í upphafi leiks. Fljótlega fjaraði undan sóknarleik Hauka og tóku gestirnir yfir leikinn með hröðum sóknum og skipulögðum varnarleik. „Mér fannst við fyrstu sjö eða átta mínúturnar frekar flatar og buðum þeim í þau færi sem þær vilja komast í. Eftir það tókum við frumkvæðið varnarlega og komum með meiri hæð og þá gjörbreytist leikurinn í raun og veru. Hröðu upphlaupin og fengum í kjölfarið sjálfstraust til að keyra á þær og spila öruggari sóknarleik,“ sagði Arnar. Arnar bætir við að liðið hafi lagt upp með hröðum leik og það hafi gengið eftir. „Við lögðum klárlega upp með það að nýta okkur hraða, góðan varnarleik og markvörslu og það gekk mjög vel í dag, engin spurning.“ Varnarleikur Fram var mjög öflugur lengst af í leiknum og áttu leikmenn Hauka í mestum vandræðum með að finna glufur á vörn Fram. „Varnarleikurinn var frábær og við vorum með góða hæð, einnig var góð vinnsla og frumkvæði. Þannig viljum við hafa það og þannig verðum við góðar sem við vorum í dag,“ sagði Arnar um varnarleik liðsins. Í nógu að snúast hjá Arnari Það hefur nóg að gera hjá Arnari undanfarna daga en hann er einnig landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Fyrr í dag þá tilkynnti Arnar þá átján leikmenn sem fara á lokamót EM í lok nóvember. „Það var erfitt eins og ég kom inn á í dag. Það er alltaf erfitt að skilja einhverjar eftir en ég er ánægður að velja þennan góða hóp sem er að fara á EM. Ég hlakka til að takast á við það verkefni núna í kjölfarið á þessu. EM-fararnir Steinunn Björnsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir fagna sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Í liði Fram eru þrír leikmenn sem tilheyra EM-hóp Arnars en Berglind Þorsteinsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir halda til Austurríkis með landsliðinu á EM síðar í mánuðinum. Hefði Arnar viljað taka fleiri leikmenn Fram með sér? „Auðvitað, Alfa [Brá Hagalín] hefur verið með okkur og er frábær leikmaður. Hún er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Hún er standby og er tilbúin ef eitthvað kemur upp á og sýndi það í dag hversu öflug hún er,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira