Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. nóvember 2024 15:07 Rakel Dögg Bragadóttir stýrði Fram til sigurs á moti uppeldisfélaginu sínu í dag. Vísir/Anton Brink „Heilt yfir er ég ánægð. Ánægð með þennan sigur, ekki sjálfgefið að taka tvo punkta hér,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir sigur síns liðs á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Lokatölur 18-24 og með sigrinum er Fram komið í annað sæti deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan að mörgu leyti mjög góð. Mér fannst við spila góðan varnarleik og Darija var frábær fyrir aftan. Við gerum hellst til of marga tæknifeila, erum kannski að drífa okkur of mikið. Við erum stóran part leiksins stöndum við í vörn og þá vill maður oft kannski drífa sig mikið sóknarlega. Auðvitað viljum við keyra upp hraðann en það hefði mátt vera á tíðum skynsamlegri ákvarðanir þegar við erum að keyra upp völlinn.“ Stjarnan hóf leikinn töluvert betur og kom sér í þriggja marka forystu snemma leiks. Enginn skjálfti var í Fram liðinu þrátt fyrir hæga byrjun liðsins, að sögn Rakelar Daggar. „Ég hafði ekki beint áhyggjur þótt að maður vill að sjálfsögðu alltaf sjá gott start, en mér fannst við bara hafa þær dálítið varnarlega og þá svona vitum við það að við getum komið okkur inn í leikinn þó að við séum ekki fyrstu tíu mínúturnar komnar með eitthvað forskot. Það er nú bara sjaldnast þannig. Mér fannst við samt gera þetta vel. Við vorum að spila góða vörn og það er bara grunnurinn í þessu og þá eru meiri líkur á sigri,“ sagði Rakel Dögg. „Erum lítið að horfa á töfluna“ Rakel Dögg segir sitt lið eingöngu einbeita sér að sinni spilamennsku og horfi til að mynda ekki á töfluna, þar sem Valskonur eru með fjögurra stiga forystu á Fram og Hauka á toppi deildarinnar. „Við erum bara að halda áfram að vinna í okkur. Við erum að slípa okkur saman enn þá og við erum bara að horfa á það, eins og við höfum svo sem sagt frá byrjun, að taka einn leik í einu og þróa okkur áfram og horfa á okkar eigin frammistöðu. Sjá hvað það skilar okkur.“ „Við förum auðvitað í alla leiki til þess að hámarka okkar frammistöðu og við sjáum hver niðurstaðan verður af því. Við erum hingað til bara mjög sátt með okkur og hvar við stöndum, en erum lítið að horfa á töfluna,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Fram Stjarnan Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan að mörgu leyti mjög góð. Mér fannst við spila góðan varnarleik og Darija var frábær fyrir aftan. Við gerum hellst til of marga tæknifeila, erum kannski að drífa okkur of mikið. Við erum stóran part leiksins stöndum við í vörn og þá vill maður oft kannski drífa sig mikið sóknarlega. Auðvitað viljum við keyra upp hraðann en það hefði mátt vera á tíðum skynsamlegri ákvarðanir þegar við erum að keyra upp völlinn.“ Stjarnan hóf leikinn töluvert betur og kom sér í þriggja marka forystu snemma leiks. Enginn skjálfti var í Fram liðinu þrátt fyrir hæga byrjun liðsins, að sögn Rakelar Daggar. „Ég hafði ekki beint áhyggjur þótt að maður vill að sjálfsögðu alltaf sjá gott start, en mér fannst við bara hafa þær dálítið varnarlega og þá svona vitum við það að við getum komið okkur inn í leikinn þó að við séum ekki fyrstu tíu mínúturnar komnar með eitthvað forskot. Það er nú bara sjaldnast þannig. Mér fannst við samt gera þetta vel. Við vorum að spila góða vörn og það er bara grunnurinn í þessu og þá eru meiri líkur á sigri,“ sagði Rakel Dögg. „Erum lítið að horfa á töfluna“ Rakel Dögg segir sitt lið eingöngu einbeita sér að sinni spilamennsku og horfi til að mynda ekki á töfluna, þar sem Valskonur eru með fjögurra stiga forystu á Fram og Hauka á toppi deildarinnar. „Við erum bara að halda áfram að vinna í okkur. Við erum að slípa okkur saman enn þá og við erum bara að horfa á það, eins og við höfum svo sem sagt frá byrjun, að taka einn leik í einu og þróa okkur áfram og horfa á okkar eigin frammistöðu. Sjá hvað það skilar okkur.“ „Við förum auðvitað í alla leiki til þess að hámarka okkar frammistöðu og við sjáum hver niðurstaðan verður af því. Við erum hingað til bara mjög sátt með okkur og hvar við stöndum, en erum lítið að horfa á töfluna,“ sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Stjarnan Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira