Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. nóvember 2024 15:27 Alfa Brá Hagalín átti góðan leik í Framliðinu í dag. Vísir/Anton Brink Stjarnan tók á móti Fram í dag í Heklu Höllinni, en leikurinn var liður í áttundu umferð Olís-deildar kvenna. Lauk leiknum með sigri Fram, 18-24, sem kom sér með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar, upp fyrir lið Hauka. Heimakonur í Stjörnunni hófu leikinn töluvert betur og komu sér í 4-1 stöðu snemma leiks. Þá hrökk allt í baklás hjá heimakonum sem skoruðu ekki í rúmar níu mínútur. Á meðan nálguðust gestirnir forystu Stjörnunnar og jöfnuðu leikinn eftir um korters leik, staðan 4-4. Fram náði svo forystunni í leiknum stuttu síðar, staðan 5-6. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var þá ekki lengi að taka leikhlé í þeirri von um að koma lið sínu aftur á það skrið sem var á því í upphafi leiks. Ekki gekk það eftir og jók Fram forystu sína hægt og bítandi fram að hálfleik. Hálfleikstölur 8-11 fyrir gestunum í Fram. Líkt og í fyrri hálfleik byrjuðu heimakonur síðari hálfleikinn vel og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 12-13. Sá munur varði hins vegar ekki lengi og Fram konur gengu í raun frá leiknum næstu mínúturnar. Sex marka munur á liðunum er korter lifði leiks. Sá munur hélst til leiksloka, en Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, leikmaður Fram, skoraði með skoti á lokasekúndu leiksins. Atvik leiksins Ekkert eitt atvik sem stóð upp úr. Fremur var það kröftugur kafli Fram eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik, eftir að heimakonur höfðu minnkað muninn niður í eitt mark, sem mætti segja að hafi verið atvik leiksins. Úrslit réðust á þeim kafla. Stjörnur og skúrkar Alfa Brá Hagalín átti enn einn stór leikinn fyrir Fram á þessu tímabili en hún skoraði átta mörk, mörg hver ansi falleg. Vörn Fram var að vanda þétt og varði Darija Zecevic, markvörður Fram, 15 skot á sínum gamla heimavelli. Eva Björk Davíðsdóttir, leikmaður Stjörnunnar átti ekki sinn besta dag sóknarlega, en henni tókst ekki að skora úr átta fyrstu skotum sínum. Lauk hún leik með þrjú mörk úr tólf skotum, sem verður að teljast slakt. Dómarar Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson dæmdu leikinn og voru með góð tök á leiknum. Ekkert hægt að setja út á þeirra frammistöðu í þessum leik og ekkert stórt atvik þar sem þeir þurftu að taka ákvörðun um. Stemning og umgjörð Ekki mest heillandi leiktíminn fyrir hinn almenna áhorfenda, klukkan 13:00 á laugardegi, og var mætingin eftir því. Öll umgjörð var þó tipp topp hjá Garðbæingum. Patrekur Jóhanneson, þjálfari Stjörnunnar. Patrekur Jóhannesson: Skotnýtingin er bara léleg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með sitt leik þrátt fyrir tap. „Mér fannst frammistaðan ágæt á köflum og sérstaklega byrjunin. Það gekk upp, eins og í fyrsta leiknum gegn Fram fengum við 20 mörk á okkur úr hraðaupphlaupum, en núna vorum við að hlaupa miklu betur til baka. Það var aðeins hröð miðja hjá Fram þar sem komu einhver mörk, en varnarlega var þetta bara flott og markvarslan góð, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Patrekur var þó svekktur með færanýtinguna hjá sínu liði. „Við erum að fara alveg fáránlega illa með færin. Skotnýtingin er bara léleg hjá okkur og það er það sem maður er svekktur með út af því að við vorum að fá helvíti góð færi. Við vorum að tæta þær oft í gegn en þá er eftir að skora þegar þú stendur fyrir framan markvörðinn. Það var ekki gott.“ Patrekur var sáttur með góða byrjun leiksins og segist sjaldan hafa upplifað að lið haldi góðum dampi í gegnum allar 60 mínútur leiksins. „Það gerist oft í leikjum. Ég man sjaldan eftir því að hafa spilað í 60 mínútur og það rúlli allt sko. Þá er gott að vera með leikhlé til þess að koma með einhverja punkta. Við vorum að spila ágætlega, en það er rétt að það kom smá kafli og þá þurftum við að skerpa á því, fá aðeins meiri hraðabreytingar og ég held að við höfum notað hópinn ágætlega.“ Stjarnan er að tefla fram mjög ungu liði þetta árið í Olís-deildinni. „Við erum náttúrulega með margar stelpur líka sem eru í 3. flokki og spila stórt hlutverk. Við erum búin að yngja liðið okkar töluvert. Það er mikil reynsla í Fram liðinu, margir landsliðsmenn, svo að þær halda sínum dampi.“ Patrekur telur marga ljósa punkta hafa verið í leik liðsins í dag sem hægt er að nýta fyrir framhaldið. Framundan er botnbaráttu slagur við ÍR. „Þótt að við höfum tapað þessum leik þá held ég að það séu margir punktar sem við getum tekið með okkur. Deildin er þannig séð skipt í tvennt. Valur, Haukar, Fram áberandi best og síðan ÍBV og önnur góð lið, en við erum í keppni með hinum og við þurfum að einbeita okkur að taka gott úr þessum leik. Síðan er það ÍR leikur næst sem er mjög mikilvægur.“ Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram.Vísir/Anton Brink Rakel Dögg Bragadóttir: Þá eru meiri líkur á sigri „Heilt yfir er ég ánægð. Ánægð með þennan sigur, ekki sjálfgefið að taka tvo punkta hér,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir sigur síns liðs á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Lokatölur 18-24 og með sigrinum er Fram komið í annað sæti deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan að mörgu leyti mjög góð. Mér fannst við spila góðan varnarleik og Darija var frábær fyrir aftan. Við gerum hellst til of marga tæknifeila, erum kannski að drífa okkur of mikið. Við erum stóran part leiksins stöndum við í vörn og þá vill maður oft kannski drífa sig mikið sóknarlega. Auðvitað viljum við keyra upp hraðann en það hefði mátt vera á tíðum skynsamlegri ákvarðanir þegar við erum að keyra upp völlinn.“ Stjarnan hóf leikinn töluvert betur og kom sér í þriggja marka forystu snemma leiks. Enginn skjálfti var í Fram liðinu þrátt fyrir hæga byrjun liðsins, að sögn Rakelar Daggar. „Ég hafði ekki beint áhyggjur þótt að maður vill að sjálfsögðu alltaf sjá gott start, en mér fannst við bara hafa þær dálítið varnarlega og þá svona vitum við það að við getum komið okkur inn í leikinn þó að við séum ekki fyrstu tíu mínúturnar komnar með eitthvað forskot. Það er nú bara sjaldnast þannig. Mér fannst við samt gera þetta vel. Við vorum að spila góða vörn og það er bara grunnurinn í þessu og þá eru meiri líkur á sigri,“ sagði Rakel Dögg. Rakel Dögg segir sitt lið eingöngu einbeita sér að sinni spilamennsku og horfi til að mynda ekki á töfluna, þar sem Valskonur eru með fjögurra stiga forystu á Fram og Hauka á toppi deildarinnar. „Við erum bara að halda áfram að vinna í okkur. Við erum að slípa okkur saman enn þá og við erum bara að horfa á það, eins og við höfum svo sem sagt frá byrjun, að taka einn leik í einu og þróa okkur áfram og horfa á okkar eigin frammistöðu. Sjá hvað það skilar okkur.“ „Við förum auðvitað í alla leiki til þess að hámarka okkar frammistöðu og við sjáum hver niðurstaðan verður af því. Við erum hingað til bara mjög sátt með okkur og hvar við stöndum, en erum lítið að horfa á töfluna,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Fram Stjarnan
Stjarnan tók á móti Fram í dag í Heklu Höllinni, en leikurinn var liður í áttundu umferð Olís-deildar kvenna. Lauk leiknum með sigri Fram, 18-24, sem kom sér með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar, upp fyrir lið Hauka. Heimakonur í Stjörnunni hófu leikinn töluvert betur og komu sér í 4-1 stöðu snemma leiks. Þá hrökk allt í baklás hjá heimakonum sem skoruðu ekki í rúmar níu mínútur. Á meðan nálguðust gestirnir forystu Stjörnunnar og jöfnuðu leikinn eftir um korters leik, staðan 4-4. Fram náði svo forystunni í leiknum stuttu síðar, staðan 5-6. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var þá ekki lengi að taka leikhlé í þeirri von um að koma lið sínu aftur á það skrið sem var á því í upphafi leiks. Ekki gekk það eftir og jók Fram forystu sína hægt og bítandi fram að hálfleik. Hálfleikstölur 8-11 fyrir gestunum í Fram. Líkt og í fyrri hálfleik byrjuðu heimakonur síðari hálfleikinn vel og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 12-13. Sá munur varði hins vegar ekki lengi og Fram konur gengu í raun frá leiknum næstu mínúturnar. Sex marka munur á liðunum er korter lifði leiks. Sá munur hélst til leiksloka, en Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, leikmaður Fram, skoraði með skoti á lokasekúndu leiksins. Atvik leiksins Ekkert eitt atvik sem stóð upp úr. Fremur var það kröftugur kafli Fram eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik, eftir að heimakonur höfðu minnkað muninn niður í eitt mark, sem mætti segja að hafi verið atvik leiksins. Úrslit réðust á þeim kafla. Stjörnur og skúrkar Alfa Brá Hagalín átti enn einn stór leikinn fyrir Fram á þessu tímabili en hún skoraði átta mörk, mörg hver ansi falleg. Vörn Fram var að vanda þétt og varði Darija Zecevic, markvörður Fram, 15 skot á sínum gamla heimavelli. Eva Björk Davíðsdóttir, leikmaður Stjörnunnar átti ekki sinn besta dag sóknarlega, en henni tókst ekki að skora úr átta fyrstu skotum sínum. Lauk hún leik með þrjú mörk úr tólf skotum, sem verður að teljast slakt. Dómarar Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson dæmdu leikinn og voru með góð tök á leiknum. Ekkert hægt að setja út á þeirra frammistöðu í þessum leik og ekkert stórt atvik þar sem þeir þurftu að taka ákvörðun um. Stemning og umgjörð Ekki mest heillandi leiktíminn fyrir hinn almenna áhorfenda, klukkan 13:00 á laugardegi, og var mætingin eftir því. Öll umgjörð var þó tipp topp hjá Garðbæingum. Patrekur Jóhanneson, þjálfari Stjörnunnar. Patrekur Jóhannesson: Skotnýtingin er bara léleg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með sitt leik þrátt fyrir tap. „Mér fannst frammistaðan ágæt á köflum og sérstaklega byrjunin. Það gekk upp, eins og í fyrsta leiknum gegn Fram fengum við 20 mörk á okkur úr hraðaupphlaupum, en núna vorum við að hlaupa miklu betur til baka. Það var aðeins hröð miðja hjá Fram þar sem komu einhver mörk, en varnarlega var þetta bara flott og markvarslan góð, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Patrekur var þó svekktur með færanýtinguna hjá sínu liði. „Við erum að fara alveg fáránlega illa með færin. Skotnýtingin er bara léleg hjá okkur og það er það sem maður er svekktur með út af því að við vorum að fá helvíti góð færi. Við vorum að tæta þær oft í gegn en þá er eftir að skora þegar þú stendur fyrir framan markvörðinn. Það var ekki gott.“ Patrekur var sáttur með góða byrjun leiksins og segist sjaldan hafa upplifað að lið haldi góðum dampi í gegnum allar 60 mínútur leiksins. „Það gerist oft í leikjum. Ég man sjaldan eftir því að hafa spilað í 60 mínútur og það rúlli allt sko. Þá er gott að vera með leikhlé til þess að koma með einhverja punkta. Við vorum að spila ágætlega, en það er rétt að það kom smá kafli og þá þurftum við að skerpa á því, fá aðeins meiri hraðabreytingar og ég held að við höfum notað hópinn ágætlega.“ Stjarnan er að tefla fram mjög ungu liði þetta árið í Olís-deildinni. „Við erum náttúrulega með margar stelpur líka sem eru í 3. flokki og spila stórt hlutverk. Við erum búin að yngja liðið okkar töluvert. Það er mikil reynsla í Fram liðinu, margir landsliðsmenn, svo að þær halda sínum dampi.“ Patrekur telur marga ljósa punkta hafa verið í leik liðsins í dag sem hægt er að nýta fyrir framhaldið. Framundan er botnbaráttu slagur við ÍR. „Þótt að við höfum tapað þessum leik þá held ég að það séu margir punktar sem við getum tekið með okkur. Deildin er þannig séð skipt í tvennt. Valur, Haukar, Fram áberandi best og síðan ÍBV og önnur góð lið, en við erum í keppni með hinum og við þurfum að einbeita okkur að taka gott úr þessum leik. Síðan er það ÍR leikur næst sem er mjög mikilvægur.“ Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram.Vísir/Anton Brink Rakel Dögg Bragadóttir: Þá eru meiri líkur á sigri „Heilt yfir er ég ánægð. Ánægð með þennan sigur, ekki sjálfgefið að taka tvo punkta hér,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir sigur síns liðs á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Lokatölur 18-24 og með sigrinum er Fram komið í annað sæti deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan að mörgu leyti mjög góð. Mér fannst við spila góðan varnarleik og Darija var frábær fyrir aftan. Við gerum hellst til of marga tæknifeila, erum kannski að drífa okkur of mikið. Við erum stóran part leiksins stöndum við í vörn og þá vill maður oft kannski drífa sig mikið sóknarlega. Auðvitað viljum við keyra upp hraðann en það hefði mátt vera á tíðum skynsamlegri ákvarðanir þegar við erum að keyra upp völlinn.“ Stjarnan hóf leikinn töluvert betur og kom sér í þriggja marka forystu snemma leiks. Enginn skjálfti var í Fram liðinu þrátt fyrir hæga byrjun liðsins, að sögn Rakelar Daggar. „Ég hafði ekki beint áhyggjur þótt að maður vill að sjálfsögðu alltaf sjá gott start, en mér fannst við bara hafa þær dálítið varnarlega og þá svona vitum við það að við getum komið okkur inn í leikinn þó að við séum ekki fyrstu tíu mínúturnar komnar með eitthvað forskot. Það er nú bara sjaldnast þannig. Mér fannst við samt gera þetta vel. Við vorum að spila góða vörn og það er bara grunnurinn í þessu og þá eru meiri líkur á sigri,“ sagði Rakel Dögg. Rakel Dögg segir sitt lið eingöngu einbeita sér að sinni spilamennsku og horfi til að mynda ekki á töfluna, þar sem Valskonur eru með fjögurra stiga forystu á Fram og Hauka á toppi deildarinnar. „Við erum bara að halda áfram að vinna í okkur. Við erum að slípa okkur saman enn þá og við erum bara að horfa á það, eins og við höfum svo sem sagt frá byrjun, að taka einn leik í einu og þróa okkur áfram og horfa á okkar eigin frammistöðu. Sjá hvað það skilar okkur.“ „Við förum auðvitað í alla leiki til þess að hámarka okkar frammistöðu og við sjáum hver niðurstaðan verður af því. Við erum hingað til bara mjög sátt með okkur og hvar við stöndum, en erum lítið að horfa á töfluna,“ sagði Rakel Dögg að lokum.