Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Innkalla barnapeysur vegna kyrkingarhættu

UNICEF á Íslandi hefur innkallað hettupeysur í barnastærð sem voru settar í sölu sem hluti af fjáröflun fyrir starfsemi samtakanna. Bönt í hettum eða hálsmáli á þessari tilteknu stærð af peysunni geta valdið hætti á kyrkingu.

Innlent
Fréttamynd

Allt sem fjölskyldan þarf fyrir helgina

„Hugmyndin af Happ í Helgi kviknaði í vor þegar samverustundum fjölskyldunnar fjölgaði all hressilega í samkomubanninu. Okkur langaði til að auðvelda fólki að gera eitthvað saman á jákvæðan hátt með áherslu á afþreyingu og eitthvað brakandi gott með frá íslenskum framleiðendum,“ segir Sigþór Samúelsson.

Samstarf
Fréttamynd

Kalla inn grímur sem veita litla sem enga vernd

Neytendastofa vekur á athygli á innköllun á andlitsgrímum sem meðal annars hafa verið seldar í verslunum Krambúðarinnar, Nettó, Kjörbúðarinnar og Iceland. Ekki er talið að grímurnar hafi mikið sóttvarnalegt notagildi.

Innlent
Fréttamynd

Matarverð hækkar umtalsvert

Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þriðjung. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum.

Viðskipti innlent