„Ekkert hægt að koma í veg fyrir þessa þróun“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. júní 2022 13:01 Áfengi á svipuðu verði og í ríkinu fæst nú í vefverslun Heimkaupa. vísir/bjarni Heimkaup opnuðu í dag fyrir sölu á áfengi á vefsíðu sinni. Forstjóri Heimkaupa segir þetta mikil tímamót. Nú sé í fyrsta skipti á Íslandi hægt að versla sér mat og áfengi á sama stað líkt og annars staðar í Evrópu. Hægt og rólega hefur vefverslun með áfengi orðið algeng á Íslandi. Frá því að fyrirtækið Bjórland hóf að selja áfengi fyrir tæpum tveimur árum síðan hafa fleiri fyrirtæki komið sér á fót og gert slíkt hið sama. Vefverslun íslenskra fyrirtækja með áfengi hér á landi er þó bönnuð samkvæmt lögum. Hægt hefur verið að komast fram hjá þessu með því að opna fyrirtæki erlendis sem selur áfengið en vera með innlent fyrirtæki sem dreifir því. „Það eru auðvitað fordæmi fyrir þessu nú þegar og þar af leiðandi teljum við okkur ekki vera að gera neitt óeðlilegt. Auk þess að þá hafa viðskiptavinir, bæði Heimkaupa og annarra verslana, verið að kalla eftir þjónustu sem þessari,“ segir Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, í samtali við fréttastofu. Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, segir þetta mikla breytingu fyrir íslenska neytendur. Þeir geti nú verslað sér rautt með steikinni í sömu innkaupum.aðsend Heimkaup selur áfengið þannig í gegn um danska fyrirtækið Heimkaup ApS en dreifa því með Heimkaupum á Íslandi. „Ef að þú kaupir í dag áfengi á netinu, til dæmis á Amazon, og færð það sent með póstinum. Pósturinn kemur því til þín. Þetta er í raun svipuð þjónusta og við erum að veita,“ segir Pálmi. ÁTVR hefur sett sig mjög upp á móti þessum vefverslunum og reynt að reka mál gegn þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði þeim þó frá og telur stofnunin það ekki lengur í sínum verkahring að reyna að sporna gegn þessari þróun. Það verði löggjafinn að gera. ÁTVR vildi ekki tjá sig um vefverslun Heimkaupa með áfengi þegar eftir því var leitað. „Staðan er bara sú að þetta er leyfilegt í öllum öðrum löndum í Evrópu. Því miður er ekkert hægt að koma í veg fyrri þessa þróun til lengri tíma,“ segir Pálmi. Og nú verður í fyrsta skipti hægt að versla bæði matvöru á áfengi í sömu verslun á Íslandi. „Þetta er bara þannig núna geturðu keypt í matinn og fengið rauðvín með steikinni eða bjór með leiknum. Þannig að þetta er töluverð breyting frá því hvernig þetta hefur verið á Íslandi,“ segir Pálmi. Fréttin var uppfærð klukkan 16:56: Upprunalega stóð að Santé hefði riðið á vaðið með netsölu á áfengi hér á landi. Vefverslunin Bjórland kom hins vegar nokkru á undan. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Hægt og rólega hefur vefverslun með áfengi orðið algeng á Íslandi. Frá því að fyrirtækið Bjórland hóf að selja áfengi fyrir tæpum tveimur árum síðan hafa fleiri fyrirtæki komið sér á fót og gert slíkt hið sama. Vefverslun íslenskra fyrirtækja með áfengi hér á landi er þó bönnuð samkvæmt lögum. Hægt hefur verið að komast fram hjá þessu með því að opna fyrirtæki erlendis sem selur áfengið en vera með innlent fyrirtæki sem dreifir því. „Það eru auðvitað fordæmi fyrir þessu nú þegar og þar af leiðandi teljum við okkur ekki vera að gera neitt óeðlilegt. Auk þess að þá hafa viðskiptavinir, bæði Heimkaupa og annarra verslana, verið að kalla eftir þjónustu sem þessari,“ segir Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, í samtali við fréttastofu. Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, segir þetta mikla breytingu fyrir íslenska neytendur. Þeir geti nú verslað sér rautt með steikinni í sömu innkaupum.aðsend Heimkaup selur áfengið þannig í gegn um danska fyrirtækið Heimkaup ApS en dreifa því með Heimkaupum á Íslandi. „Ef að þú kaupir í dag áfengi á netinu, til dæmis á Amazon, og færð það sent með póstinum. Pósturinn kemur því til þín. Þetta er í raun svipuð þjónusta og við erum að veita,“ segir Pálmi. ÁTVR hefur sett sig mjög upp á móti þessum vefverslunum og reynt að reka mál gegn þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði þeim þó frá og telur stofnunin það ekki lengur í sínum verkahring að reyna að sporna gegn þessari þróun. Það verði löggjafinn að gera. ÁTVR vildi ekki tjá sig um vefverslun Heimkaupa með áfengi þegar eftir því var leitað. „Staðan er bara sú að þetta er leyfilegt í öllum öðrum löndum í Evrópu. Því miður er ekkert hægt að koma í veg fyrri þessa þróun til lengri tíma,“ segir Pálmi. Og nú verður í fyrsta skipti hægt að versla bæði matvöru á áfengi í sömu verslun á Íslandi. „Þetta er bara þannig núna geturðu keypt í matinn og fengið rauðvín með steikinni eða bjór með leiknum. Þannig að þetta er töluverð breyting frá því hvernig þetta hefur verið á Íslandi,“ segir Pálmi. Fréttin var uppfærð klukkan 16:56: Upprunalega stóð að Santé hefði riðið á vaðið með netsölu á áfengi hér á landi. Vefverslunin Bjórland kom hins vegar nokkru á undan.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49
Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11