Ná þurfi verðbólguvæntingum niður til að stuðla að lægri verðbólgu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. júlí 2022 18:13 Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Ívar Verðbólga kemur til með að hækka um nærri hálft prósentustig milli mánaða gangi spár eftir. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir húsnæðismál vega þyngst, þó merki séu um viðsnúning á fasteignamarkaði. Háar verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja valdi ákveðnum áhyggjum. Í nýrri Hagsjá Landsbankans, sem birtist í morgun, er því spáð að verðbólga verði 9,2 prósent í júlí en hún var 8,8 prósent í júní. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir ýmsa liði vega til hækkunar og má rekja að mörgu leiti til uppsafnaðrar eftirspurnar í kerfinu öllu eftir Covid faraldurinn. „Þau áhrif eru svona enn þá til staðar, þó að ég geri ráð fyrir að þau fari að hjaðna. Seðlabankinn er búinn að hækka talsvert stýrivexti til þess að slá svolítið á þessa verðbólgu og þennan verðbólguþrýsting, en það tekur tíma fyrir þau áhrif að virka,“ segir Una en á síðustu tveimur mánuðum hafa stýrivextir hækkað um tvö prósentustig auk þess sem viðmið um greiðslumat á lánum voru hert verulega. Blikur á húsnæðismarkaði spila ekki inn í strax Í mánaðarskýrslu HMS sem kom út í gær kemur fram að merki séu um viðsnúning á fasteignamarkaði, meðal annars vegna þessara aðgerða. Framboð íbúða til sölu hafi aukist, færri íbúðir hafi farið yfir ásettu verði og meðalsölutími þeirra lengst. Það breytir þó ekki núverandi spám. „Í rauninni ekki. Við svona gerðum ráð fyrir því að hann færi að róast miklu fyrr, það hefur í rauninni komið okkur á óvart hversu mikill kraftur er til staðar, við sjáum kannski núna loksins einhver merki um að hann fari eitthvað að róast en eins og ég segi þetta er ekki enn komið fram í tölum um verðþróun,“ segir Una. Þannig vegi húsnæðisliðurinn enn hvað þyngst til hækkunar verðbólgu að þessu sinni, líkt og á fyrri mánuðum. „Það hafa komið einhverjar vísbendingar um það að markaðurinn sé eitthvað að fara að róast en við gerum ekki ráð fyrir því að það komi fram í tölum neitt alveg strax,“ segir hún. Þá eigi eftir að koma í ljós hvaða þýðingu núverandi þróun á fasteignamarkaði hafi á leiguverð, enda ekki endilega tengsl þar á milli. „Eftir því sem að atvinnulífið kemst á flug og við sjáum fleira fólk flytja hingað til starfa, þá gæti staðan aðeins breyst á leigumarkaði og við farið að sjá einhverjar verðhækkanir þar,“ segir Una. Verðbólga gæti hækkað vegna væntinga Aðrir liðir sem hafi áhrif til hækkunar séu hækkun flugferðargjalda, sem rekja megi til aukinnar eftirspurnar, hækkunar á eldsneytisverði og ýmissa annarra vandræða út í heimi, og hækkun á matar og drykkjaverði. Verð á fatnaði kemur til lækkunar, þar sem sumarútsölurnar spila sitt hlutverk. Samkvæmt helstu spám er gert ráð fyrir að verðbólga nái hámarki í ágúst og verði þá 9,5 prósent en lækki síðan mánuðina þar á eftir. Verðbólguvæntingar eru aftur á móti enn háar, bæði hjá fyrirtækjum og heimilum, sem gæti haft einhver áhrif. „Það gæti að einhverju leiti orðið til þess að verðbólga verði meiri, ef að fyrirtæki eru með væntingar um háa verðbólgu getur það orðið til þess að þau hækki aðeins verðið hjá sér, og að sama skapi þá fara heimilin með ákveðnar væntingar inn í launaviðræður og þess háttar,“ segir Una. „Þannig það er mjög mikilvægt að ná þessum væntingum niður ef að við ætlum að sjá aðeins hjaðnandi verðbólgu,“ segir hún enn fremur. Neytendur Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í nýrri Hagsjá Landsbankans, sem birtist í morgun, er því spáð að verðbólga verði 9,2 prósent í júlí en hún var 8,8 prósent í júní. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir ýmsa liði vega til hækkunar og má rekja að mörgu leiti til uppsafnaðrar eftirspurnar í kerfinu öllu eftir Covid faraldurinn. „Þau áhrif eru svona enn þá til staðar, þó að ég geri ráð fyrir að þau fari að hjaðna. Seðlabankinn er búinn að hækka talsvert stýrivexti til þess að slá svolítið á þessa verðbólgu og þennan verðbólguþrýsting, en það tekur tíma fyrir þau áhrif að virka,“ segir Una en á síðustu tveimur mánuðum hafa stýrivextir hækkað um tvö prósentustig auk þess sem viðmið um greiðslumat á lánum voru hert verulega. Blikur á húsnæðismarkaði spila ekki inn í strax Í mánaðarskýrslu HMS sem kom út í gær kemur fram að merki séu um viðsnúning á fasteignamarkaði, meðal annars vegna þessara aðgerða. Framboð íbúða til sölu hafi aukist, færri íbúðir hafi farið yfir ásettu verði og meðalsölutími þeirra lengst. Það breytir þó ekki núverandi spám. „Í rauninni ekki. Við svona gerðum ráð fyrir því að hann færi að róast miklu fyrr, það hefur í rauninni komið okkur á óvart hversu mikill kraftur er til staðar, við sjáum kannski núna loksins einhver merki um að hann fari eitthvað að róast en eins og ég segi þetta er ekki enn komið fram í tölum um verðþróun,“ segir Una. Þannig vegi húsnæðisliðurinn enn hvað þyngst til hækkunar verðbólgu að þessu sinni, líkt og á fyrri mánuðum. „Það hafa komið einhverjar vísbendingar um það að markaðurinn sé eitthvað að fara að róast en við gerum ekki ráð fyrir því að það komi fram í tölum neitt alveg strax,“ segir hún. Þá eigi eftir að koma í ljós hvaða þýðingu núverandi þróun á fasteignamarkaði hafi á leiguverð, enda ekki endilega tengsl þar á milli. „Eftir því sem að atvinnulífið kemst á flug og við sjáum fleira fólk flytja hingað til starfa, þá gæti staðan aðeins breyst á leigumarkaði og við farið að sjá einhverjar verðhækkanir þar,“ segir Una. Verðbólga gæti hækkað vegna væntinga Aðrir liðir sem hafi áhrif til hækkunar séu hækkun flugferðargjalda, sem rekja megi til aukinnar eftirspurnar, hækkunar á eldsneytisverði og ýmissa annarra vandræða út í heimi, og hækkun á matar og drykkjaverði. Verð á fatnaði kemur til lækkunar, þar sem sumarútsölurnar spila sitt hlutverk. Samkvæmt helstu spám er gert ráð fyrir að verðbólga nái hámarki í ágúst og verði þá 9,5 prósent en lækki síðan mánuðina þar á eftir. Verðbólguvæntingar eru aftur á móti enn háar, bæði hjá fyrirtækjum og heimilum, sem gæti haft einhver áhrif. „Það gæti að einhverju leiti orðið til þess að verðbólga verði meiri, ef að fyrirtæki eru með væntingar um háa verðbólgu getur það orðið til þess að þau hækki aðeins verðið hjá sér, og að sama skapi þá fara heimilin með ákveðnar væntingar inn í launaviðræður og þess háttar,“ segir Una. „Þannig það er mjög mikilvægt að ná þessum væntingum niður ef að við ætlum að sjá aðeins hjaðnandi verðbólgu,“ segir hún enn fremur.
Neytendur Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira