Ríkið hagnist helst á heimsmarkaðshækkun olíuverðs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2022 18:56 Jóhanna Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. stöð 2 Framkvæmdastjóri hjá Orkunni segir ríkið vera eina aðilann sem grætt hafi á hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Ríkið innheimti nú um tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni en í byrjun janúar. Olíufélögin hafi lítið svigrúm til mikilla lækkana á bensínverði. Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaði á olíu frá áramótum en heimsmarkaðsverð hefur á tímabilinu hækkað um tæp 58 prósent á bensíni. Undanfarna daga hefur heimsmarkaðsverðið lækkað eða um 9,5 prósent í fyrradag og um þrjú prósent í gær. Framkvæmdastjóri FÍB sagði í kvöldfréttum okkar í gær að vegna þessa skuldi innlendu olíufélögin neytendum verðlækkun enda hafi þau innistæðu til þess, en hann óttast að græðgi olíufélaganna hægi á lækkun eldsneytisverðs. „Verðið hefur sveiflast alveg rosalega mikið síðustu misseri. Við sjáum að heimsmarkaðsverð hefur hækkað um tæp sextíu prósent á þessu ári, en það sem við hjá Orkunni höfum gert er að við höfum hækkað um sirka þrjátíu prósent. Þannig að munurinn liggur í því að við höfum verið að halda mjög í okkur við hækkanir og þar af leiðandi getum við ekki lækkað jafn hratt og heimsmarkaðsverð þegar það hefur verið að lækka svona mikið innan vikunnar,“ sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. Ekki mikið svigrúm til mikilla verðlækkana Jóhanna segir að verðið verði lækkað eins og svigrúm gefi tilefni til enda lofi Orkan lægsta eldsneytisverðinu og að staðið verði við það loforð. Hún tekur ekki undir orð framkvæmdastjóra FÍB um að mikið svigrúm sé til mikilla verðlækkana. „Nei ég er ekki sammála því að það sé eins mikið svigrúm og hann vill meina. Við höfum ekki hækkað okkar verð jafn mikið og heimsmarkaðsverð hefur hækkað og þar af leiðandi getum við ekki lækkað verð jafn hratt og heimsmarkaðsverð eins og margar nágrannaþjóðir hafa gert.“ Ríkið sá aðili sem helst hagnast á hækkuninni Ríkið innheimtir tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni nú en í byrjun árs og segir Jóhanna að ríkið beri einnig ábyrgð á verðlækkunum. „Jú klárlega. Það er ánægjulegt að heimsmarkaðsverðið sé búið að vera að lækka núna en það hefur enginn verið að græða á þessari stöðu nema þá helst mögulega ríkið þar sem virðisaukaskatturinn er prósenta af lítranum og hlutur þess hefur þá hækkað núna um 20 krónur á þessu ári.“ Bensín og olía Neytendur Bílar Verðlag Tengdar fréttir Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaði á olíu frá áramótum en heimsmarkaðsverð hefur á tímabilinu hækkað um tæp 58 prósent á bensíni. Undanfarna daga hefur heimsmarkaðsverðið lækkað eða um 9,5 prósent í fyrradag og um þrjú prósent í gær. Framkvæmdastjóri FÍB sagði í kvöldfréttum okkar í gær að vegna þessa skuldi innlendu olíufélögin neytendum verðlækkun enda hafi þau innistæðu til þess, en hann óttast að græðgi olíufélaganna hægi á lækkun eldsneytisverðs. „Verðið hefur sveiflast alveg rosalega mikið síðustu misseri. Við sjáum að heimsmarkaðsverð hefur hækkað um tæp sextíu prósent á þessu ári, en það sem við hjá Orkunni höfum gert er að við höfum hækkað um sirka þrjátíu prósent. Þannig að munurinn liggur í því að við höfum verið að halda mjög í okkur við hækkanir og þar af leiðandi getum við ekki lækkað jafn hratt og heimsmarkaðsverð þegar það hefur verið að lækka svona mikið innan vikunnar,“ sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. Ekki mikið svigrúm til mikilla verðlækkana Jóhanna segir að verðið verði lækkað eins og svigrúm gefi tilefni til enda lofi Orkan lægsta eldsneytisverðinu og að staðið verði við það loforð. Hún tekur ekki undir orð framkvæmdastjóra FÍB um að mikið svigrúm sé til mikilla verðlækkana. „Nei ég er ekki sammála því að það sé eins mikið svigrúm og hann vill meina. Við höfum ekki hækkað okkar verð jafn mikið og heimsmarkaðsverð hefur hækkað og þar af leiðandi getum við ekki lækkað verð jafn hratt og heimsmarkaðsverð eins og margar nágrannaþjóðir hafa gert.“ Ríkið sá aðili sem helst hagnast á hækkuninni Ríkið innheimtir tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni nú en í byrjun árs og segir Jóhanna að ríkið beri einnig ábyrgð á verðlækkunum. „Jú klárlega. Það er ánægjulegt að heimsmarkaðsverðið sé búið að vera að lækka núna en það hefur enginn verið að græða á þessari stöðu nema þá helst mögulega ríkið þar sem virðisaukaskatturinn er prósenta af lítranum og hlutur þess hefur þá hækkað núna um 20 krónur á þessu ári.“
Bensín og olía Neytendur Bílar Verðlag Tengdar fréttir Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38