Ríkið hagnist helst á heimsmarkaðshækkun olíuverðs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2022 18:56 Jóhanna Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. stöð 2 Framkvæmdastjóri hjá Orkunni segir ríkið vera eina aðilann sem grætt hafi á hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Ríkið innheimti nú um tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni en í byrjun janúar. Olíufélögin hafi lítið svigrúm til mikilla lækkana á bensínverði. Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaði á olíu frá áramótum en heimsmarkaðsverð hefur á tímabilinu hækkað um tæp 58 prósent á bensíni. Undanfarna daga hefur heimsmarkaðsverðið lækkað eða um 9,5 prósent í fyrradag og um þrjú prósent í gær. Framkvæmdastjóri FÍB sagði í kvöldfréttum okkar í gær að vegna þessa skuldi innlendu olíufélögin neytendum verðlækkun enda hafi þau innistæðu til þess, en hann óttast að græðgi olíufélaganna hægi á lækkun eldsneytisverðs. „Verðið hefur sveiflast alveg rosalega mikið síðustu misseri. Við sjáum að heimsmarkaðsverð hefur hækkað um tæp sextíu prósent á þessu ári, en það sem við hjá Orkunni höfum gert er að við höfum hækkað um sirka þrjátíu prósent. Þannig að munurinn liggur í því að við höfum verið að halda mjög í okkur við hækkanir og þar af leiðandi getum við ekki lækkað jafn hratt og heimsmarkaðsverð þegar það hefur verið að lækka svona mikið innan vikunnar,“ sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. Ekki mikið svigrúm til mikilla verðlækkana Jóhanna segir að verðið verði lækkað eins og svigrúm gefi tilefni til enda lofi Orkan lægsta eldsneytisverðinu og að staðið verði við það loforð. Hún tekur ekki undir orð framkvæmdastjóra FÍB um að mikið svigrúm sé til mikilla verðlækkana. „Nei ég er ekki sammála því að það sé eins mikið svigrúm og hann vill meina. Við höfum ekki hækkað okkar verð jafn mikið og heimsmarkaðsverð hefur hækkað og þar af leiðandi getum við ekki lækkað verð jafn hratt og heimsmarkaðsverð eins og margar nágrannaþjóðir hafa gert.“ Ríkið sá aðili sem helst hagnast á hækkuninni Ríkið innheimtir tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni nú en í byrjun árs og segir Jóhanna að ríkið beri einnig ábyrgð á verðlækkunum. „Jú klárlega. Það er ánægjulegt að heimsmarkaðsverðið sé búið að vera að lækka núna en það hefur enginn verið að græða á þessari stöðu nema þá helst mögulega ríkið þar sem virðisaukaskatturinn er prósenta af lítranum og hlutur þess hefur þá hækkað núna um 20 krónur á þessu ári.“ Bensín og olía Neytendur Bílar Verðlag Tengdar fréttir Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaði á olíu frá áramótum en heimsmarkaðsverð hefur á tímabilinu hækkað um tæp 58 prósent á bensíni. Undanfarna daga hefur heimsmarkaðsverðið lækkað eða um 9,5 prósent í fyrradag og um þrjú prósent í gær. Framkvæmdastjóri FÍB sagði í kvöldfréttum okkar í gær að vegna þessa skuldi innlendu olíufélögin neytendum verðlækkun enda hafi þau innistæðu til þess, en hann óttast að græðgi olíufélaganna hægi á lækkun eldsneytisverðs. „Verðið hefur sveiflast alveg rosalega mikið síðustu misseri. Við sjáum að heimsmarkaðsverð hefur hækkað um tæp sextíu prósent á þessu ári, en það sem við hjá Orkunni höfum gert er að við höfum hækkað um sirka þrjátíu prósent. Þannig að munurinn liggur í því að við höfum verið að halda mjög í okkur við hækkanir og þar af leiðandi getum við ekki lækkað jafn hratt og heimsmarkaðsverð þegar það hefur verið að lækka svona mikið innan vikunnar,“ sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. Ekki mikið svigrúm til mikilla verðlækkana Jóhanna segir að verðið verði lækkað eins og svigrúm gefi tilefni til enda lofi Orkan lægsta eldsneytisverðinu og að staðið verði við það loforð. Hún tekur ekki undir orð framkvæmdastjóra FÍB um að mikið svigrúm sé til mikilla verðlækkana. „Nei ég er ekki sammála því að það sé eins mikið svigrúm og hann vill meina. Við höfum ekki hækkað okkar verð jafn mikið og heimsmarkaðsverð hefur hækkað og þar af leiðandi getum við ekki lækkað verð jafn hratt og heimsmarkaðsverð eins og margar nágrannaþjóðir hafa gert.“ Ríkið sá aðili sem helst hagnast á hækkuninni Ríkið innheimtir tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni nú en í byrjun árs og segir Jóhanna að ríkið beri einnig ábyrgð á verðlækkunum. „Jú klárlega. Það er ánægjulegt að heimsmarkaðsverðið sé búið að vera að lækka núna en það hefur enginn verið að græða á þessari stöðu nema þá helst mögulega ríkið þar sem virðisaukaskatturinn er prósenta af lítranum og hlutur þess hefur þá hækkað núna um 20 krónur á þessu ári.“
Bensín og olía Neytendur Bílar Verðlag Tengdar fréttir Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38