Lögmálsliðar agndofa yfir rödd Zions: „Ég myndi alltaf vilja hafa svona mann á X-inu“ Í Lögmáli leiksins í kvöld verður meðal annars farið yfir slagsmálin í leik New Orleans Pelicans og Miami Heat og rödd ofurstjörnunnar Zions Williamson. Körfubolti 26. febrúar 2024 15:30
Óstöðvandi Celtics unnu áttunda leikinn í röð Boston Celtics unnu áttunda leik sinn í röð, 116-102 gegn New York Knicks. Paulo Banchero tryggði Orlando Magic sigur með villuskoti þegar innan við sekúnda var eftir og Kevin Durant varð níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar. Körfubolti 25. febrúar 2024 09:33
Fór allt í hund og kött í New Orleans Það fór allt í hund og kött í New Orleans þegar heimamenn í Pelicans mættu Miami Heat. Leiknum lauk með 11 stiga sigri Miami en í fjórða leikhluta sauð upp úr á milli liðanna. Körfubolti 24. febrúar 2024 21:00
Framlengir til 2026 og verður launahæsti þjálfari deildarinnar Steve Kerr og Golden State Warriors hafa komist að samkomulagi um tveggja ára framlengingu á samningi þess fyrrnefnda til ársins 2026. Því fylgir launahækkun sem mun gera Steve Kerr að launahæsta þjálfara NBA deildarinnar. Körfubolti 24. febrúar 2024 14:14
Fjórir leikmenn reknir af velli í fjórða leikhluta Fjórir leikmenn fengu að fjúka af velli eftir átök sem brutust út í leik Miami Heat og New Orleans Pelicans í nótt. Körfubolti 24. febrúar 2024 10:16
Durant skýtur til baka á Barkley: „Töluðu um eitthvað neikvætt kjaftæði“ Kevin Durant, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni, hefur sent Charles Barkley tóninn eftir að hann gagnrýndi hann fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Körfubolti 22. febrúar 2024 16:30
Lögmál leiksins: Svo virðist Klay ætla að sætta sig við þessa rullu af bekknum „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýnt var fyrr í kvöld. Að venju er leikurinn þannig að lögð er fram fullyrðing um NBA-deildina sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svör sín. Körfubolti 19. febrúar 2024 23:01
Villufjöldinn í Stjörnuleik NBA segir meira en þúsund orð Forráðamenn NBA deildarinnar í körfubolta gerðu enn eina breytinguna á Stjörnuleiknum í ár og töluðu fyrir leik um væntingar sínar til harðari keppni inn á vellinum. Annað kom á daginn. Körfubolti 19. febrúar 2024 17:31
Barátta kynjanna: „Hún setti bara alvöru pressu á Steph Curry“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður fjallað um Stjörnuhátíð NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fór í Indianapolis um helgina. Körfubolti 19. febrúar 2024 16:01
Austrið vann Stjörnuleikinn og leikmenn hafa aldrei skorað meira Það vantaði ekki stigin þegar Austurdeildin fagnaði sigri í Stjörnuleiknum í Indianapolis í nótt. Körfubolti 19. febrúar 2024 08:29
Ummæli Kenny Smith fóru öfugt ofan í marga Kenny Smith virðist hafa tekist að ýfa nánast hverja einustu fjöður á bandarísku þjóðarsálinni þegar hann lét dæluna ganga í lýsingu TNT sjónvarpsstöðvarinnar eftir að þriggjastiga einvígi Steph Curry og Sabrina Ionescu. Körfubolti 18. febrúar 2024 20:34
Lillard vann annað árið í röð og Curry hafði betur í einvíginu Þriggja stiga keppni NBA-deildarinnar var háð í nótt. Bæði fór hin hefðbundna keppni fram en einnig mættust Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi bestu skytta NBA og WNBA-deildanna. Körfubolti 18. febrúar 2024 11:01
Tróð yfir Shaq til að tryggja sigur í troðslukeppninni Stjörnuhelgin í NBA-deildinni er í fullum gangi en sjálfur stjörnuleikurinn er í kvöld. Í nótt fór troðslukeppnin fram og þar voru sýnd alvöru tilþrif. Körfubolti 18. febrúar 2024 09:30
Lélegasta skyttan í sögunni Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni fer fram annað kvöld en helgin er að vanda undirlögð af allskonar keppnum og uppákomum. Þriggjastiga keppnin hefur margt fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af stærstu viðburðum helgarinnar, en margar af helstu stjörnum deildarinnar hafa spreytt sig á keppninni með takmörkuðum árangri. Körfubolti 17. febrúar 2024 23:30
Kvikmyndastjörnur og NFL-leikmenn sýndu körfuboltatakta Stjörnuhelgin í NBA-deildinni fer fram nú um helgina og í nótt var komið að árlegum leik þar sem þekktar stjörnur í Bandaríkjunum fengu að láta ljós sitt skína. Körfubolti 17. febrúar 2024 09:59
Heiðursstúkan: „Ég hef komið áður og ég hef alltaf tapað“ Það er Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fram undan á Stöð 2 Sport og tveir af öflugustu NBA-sérfræðingum Stöðvar 2 Sports mættu í Heiðursstúkuna og spreyttu sig á alls konar spurningum tengdum stjörnuhelginni og NBA. Körfubolti 16. febrúar 2024 08:31
Handtekinn fyrir að kýla andstæðing á bílastæði fyrir leik Isaiah Stewart, leikmaður Detroit Pistons, var handtekinn fyrir líkamsárás fyrir leik liðsins gegn Phoenix Suns síðastliðið miðvikudagskvöld. Körfubolti 16. febrúar 2024 07:01
Handtekinn fyrir að slá annan leikmann fyrir NBA leik Isaiah Stewart, miðherji Detroit Pistons, var handtekinn fyrir að slá mótherja sinn Drew Eubanks hjá Phoenix Suns í íþróttahúsinu áður en kom að leik liðanna í NBA-deildinni í gær. Körfubolti 15. febrúar 2024 09:01
Fyrrum NBA meistari handtekinn fyrir heimilisofbeldi Bryn Forbes, fyrrum leikmaður í NBA deildinni til sjö ára, var handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Körfubolti 14. febrúar 2024 20:31
Sambandsslit hjá Jordan og Pippen Einu skrýtnasta sambandi síðasta árs er lokið. Erlendir fjölmiðlar fjalla um það að Jordan og Pippen séu hætt saman. Körfubolti 14. febrúar 2024 12:31
Nýliðinn Wembanyama með magnaðar tölur í nótt Victor Wembanyama átti frábæran leik í nótt þegar lið hans San Antonio Spurs fór illa með Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 13. febrúar 2024 14:16
Doncic í stuði í stórsigri og hetjudáðir Steph Curry tryggðu sigur Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins er Dallas Mavericks vann 35 stiga stórsigur gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 146-111. Körfubolti 11. febrúar 2024 09:31
Kobe Bryant fær ekki eina styttu af sér heldur þrjár Los Angeles Lakers frumsýndi í nótt nýja styttu af Kobe Bryant en um leið kom í ljós að hann fær ekki eina styttu heldur þrjár. Körfubolti 9. febrúar 2024 06:31
Fyrrum NBA meistari þarf hjartaígræðslu Scot Pollard spilaði í meira en áratug í NBA-deildinni í körfubolta og varð NBA meistari með Boston Celtics árið 2008. Hann þarf nú á lífsbjörg að halda. Körfubolti 8. febrúar 2024 09:01
„Eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði“ Þekktir íþróttakarlar hafa kosið það að tjá sig á sérstakan hátt og kannski til að storka stöðnuðum hugmyndum um karlmennsku. Körfubolti 7. febrúar 2024 07:31
Hluti af stjörnuhelgi NBA á LED-skjá gólfi Stjörnuhelgi NBA deildarinnar í körfubolta mun fara fram á óvenjulegu undirlagi í ár því hluti af keppnum helgarinnar fer fram á nýtísku glergólfi. Körfubolti 6. febrúar 2024 14:30
Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gær, mánudag. Þar var farið yfir ótrúlegt stigaskor leikmanna í NBA-deildinni undanfarið. Einnig var farið yfir hversu góðir New York Knicks eru þessa dagana, hvort 65 leikir sé of mikið og hvort Boston Celtics séu á niðurleið. Körfubolti 6. febrúar 2024 07:02
Sá verðmætasti þurfti að fara undir hnífinn Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð, verður frá keppni í dágóða stund eftir að fara undir hnífinn vegna meiðsla á hné. Körfubolti 5. febrúar 2024 20:30
Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. Körfubolti 5. febrúar 2024 16:31
Doc Rivers þjálfar stjörnuliðið gegn vilja sínum NBA-deildin hefur tilkynnt um þjálfara stjörnuliða austur- og vesturstrandar en stjörnuleikurinn fer fram þann 18. febrúar næstkomandi. Doc Rivers mun þjálfa lið austurstrandarinnar og hefur sú ákvörun vakið töluverða athygli. Körfubolti 4. febrúar 2024 23:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti