Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2025 13:00 Michael Malone hafði þjálfað Nikola Jokic í tíu ár þegar hann var rekinn frá Denver Nuggets. getty/Michael Reaves Nikola Jokic var með þrefalda tvennu í fyrsta leik Denver Nuggets eftir að Michael Malone var óvænt rekinn sem þjálfari liðsins. Jokic sagði að síðustu klukkutímar hafi verið erfiðir. Á þriðjudaginn var Malone látinn taka pokann sinn hjá Denver ásamt framkvæmdastjóranum Calvin Booth. Tíðindin komu flestum í opna skjöldu enda er úrslitakeppnin handan við hornið. Malone stýrði Denver í áratug og gerði liðið að meisturum 2023. Malone er eini þjálfarinn sem Jokic hefur haft í NBA og augljóslega var honum brugðið við tíðindin af brottrekstri hans. Hann sagði að Josh Kroenke, sem er í eigendahópi Denver, hefði tjáð honum að ákveðið hefði verið að segja Malone upp. „Ég vissi þetta aðeins á undan öðrum. Hann sagði mér að þeir hefðu tekið ákvörðun. Þetta var ekki samtal. Þetta var ákvörðun. Hann sagði mér af hverju. Svo ég hlustaði og samþykkti. Ég segi ykkur ekki hvað hann sagði mér. Það er einkamál,“ sagði Jokic sem setti sig í samband við Malone eftir að hann fékk fréttirnar. „Ég sendi honum skilaboð. Þetta var tíu ára samband svo þetta var erfiður dagur fyrir alla, eflaust sérstaklega fyrir hann og fjölskyldu hans. En svona er bransinn.“ David Adelman tók við Denver til bráðabirgða. Hann er með þjálfaragenið enda sonur Ricks Adelman sem stýrði meðal annars Portland Trail Blazers og Sacramento Kings á árum áður. Denver vann einmitt Sacramento í nótt, 116-124. Jokic skoraði tuttugu stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var 33. þrennan hans á tímabilinu. Denver er í 4. sæti Vesturdeildarinnar og ekki enn öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Liðið getur enn farið í umspil um sæti í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Á þriðjudaginn var Malone látinn taka pokann sinn hjá Denver ásamt framkvæmdastjóranum Calvin Booth. Tíðindin komu flestum í opna skjöldu enda er úrslitakeppnin handan við hornið. Malone stýrði Denver í áratug og gerði liðið að meisturum 2023. Malone er eini þjálfarinn sem Jokic hefur haft í NBA og augljóslega var honum brugðið við tíðindin af brottrekstri hans. Hann sagði að Josh Kroenke, sem er í eigendahópi Denver, hefði tjáð honum að ákveðið hefði verið að segja Malone upp. „Ég vissi þetta aðeins á undan öðrum. Hann sagði mér að þeir hefðu tekið ákvörðun. Þetta var ekki samtal. Þetta var ákvörðun. Hann sagði mér af hverju. Svo ég hlustaði og samþykkti. Ég segi ykkur ekki hvað hann sagði mér. Það er einkamál,“ sagði Jokic sem setti sig í samband við Malone eftir að hann fékk fréttirnar. „Ég sendi honum skilaboð. Þetta var tíu ára samband svo þetta var erfiður dagur fyrir alla, eflaust sérstaklega fyrir hann og fjölskyldu hans. En svona er bransinn.“ David Adelman tók við Denver til bráðabirgða. Hann er með þjálfaragenið enda sonur Ricks Adelman sem stýrði meðal annars Portland Trail Blazers og Sacramento Kings á árum áður. Denver vann einmitt Sacramento í nótt, 116-124. Jokic skoraði tuttugu stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var 33. þrennan hans á tímabilinu. Denver er í 4. sæti Vesturdeildarinnar og ekki enn öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Liðið getur enn farið í umspil um sæti í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira