Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2025 23:16 Dwight Howard varð fyrir barðinu á gráðugum kaupsýslumanni frá Atlanta. Getty/Gene Wang Kaupsýslumaður frá Georgíu er á leiðinni á bak við luktar dyr í langan tíma eftir að hann var dæmdur sekur um að svindla NBA leikmönnunum Dwight Howard og Chandler Parsons, sem báðir voru stórar stjörnur í deildinni á sínum tíma. Maðurinn heitir Calvin Darden Jr. og var dæmdur í tólf ára fangelsi af dómstól á Manhattan í New York. Hann hafði átta milljónir dollara af leikmönnum tveimur. ESPN segir frá. Í október síðastliðnum var hann dæmdur fyrir að svíkja sjö milljónir dollara, af Dwight Howard, en það eru um 925 milljónir íslenskra króna. Það gerði hann með því að þykjast vera að safna fjárfestum til að kaupa WNBA félagið Atlanta Dream. Maðurinn er fimmtugur og var búsettur í Atlanta. Hann hafði auk þess eina milljón dollara af Parsons í óskyldu verkefni sem snerist um NBA vonarstjörnuna James Wiseman. Ein milljón dollara eru 132 milljónir íslenskra króna. Darden þarf að borga aftur þessar átta milljónir dollara en auk þess þurfti hann að láta af hendi lúxushluti sem hann hafði keypt fyrir peninginn. Hann lifði eins og kóngur með allan gróðann úr svindlinu. Hann þarf meðal annars að láta af hendi 3,7 milljón dollara einbýlishús í Atlanta, sex hundruð þúsund dollara listaverk eftir Jean-Michel Basquiat og bæði Lamborghini og Rolls-Royce bílar. Darden var ekki í réttarsalnum þegar dómurinn féll og lögfræðingar hans neituðu að tjá sig við fjölmiðla. Howard var valinn átta sinnum í stjörnuleik NBA og var þrisvar kosinn besti varnarmaður NBA deildarinnar. Hann var valinn af Orlando Magic en varð NBA meistari með Los Angeles Lakers. Parson lék í níu í deildinni með Houston, Dallas, Memphis og Atlanta. NBA Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Maðurinn heitir Calvin Darden Jr. og var dæmdur í tólf ára fangelsi af dómstól á Manhattan í New York. Hann hafði átta milljónir dollara af leikmönnum tveimur. ESPN segir frá. Í október síðastliðnum var hann dæmdur fyrir að svíkja sjö milljónir dollara, af Dwight Howard, en það eru um 925 milljónir íslenskra króna. Það gerði hann með því að þykjast vera að safna fjárfestum til að kaupa WNBA félagið Atlanta Dream. Maðurinn er fimmtugur og var búsettur í Atlanta. Hann hafði auk þess eina milljón dollara af Parsons í óskyldu verkefni sem snerist um NBA vonarstjörnuna James Wiseman. Ein milljón dollara eru 132 milljónir íslenskra króna. Darden þarf að borga aftur þessar átta milljónir dollara en auk þess þurfti hann að láta af hendi lúxushluti sem hann hafði keypt fyrir peninginn. Hann lifði eins og kóngur með allan gróðann úr svindlinu. Hann þarf meðal annars að láta af hendi 3,7 milljón dollara einbýlishús í Atlanta, sex hundruð þúsund dollara listaverk eftir Jean-Michel Basquiat og bæði Lamborghini og Rolls-Royce bílar. Darden var ekki í réttarsalnum þegar dómurinn féll og lögfræðingar hans neituðu að tjá sig við fjölmiðla. Howard var valinn átta sinnum í stjörnuleik NBA og var þrisvar kosinn besti varnarmaður NBA deildarinnar. Hann var valinn af Orlando Magic en varð NBA meistari með Los Angeles Lakers. Parson lék í níu í deildinni með Houston, Dallas, Memphis og Atlanta.
NBA Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira