Körfubolti

Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tíma­bil

Siggeir Ævarsson skrifar
Steve Kerr og Chris Paul saman á góðri stundu þegar Paul lék undir stjórn Kerr með Golden State Warriors
Steve Kerr og Chris Paul saman á góðri stundu þegar Paul lék undir stjórn Kerr með Golden State Warriors Vísir/Getty

Margir virðast velta því fyrir sér hvort hinn bráðum fertugi Chris Paul ætli ekki að fara að leggja skóna á hilluna, en internetið er troðfullt af falsfréttum um að hann hafi gefið það út að hann sé að hætta. 

Sjálfur hefur Paul ekkert gefið út um framtíðina en Steve Kerr, sem þjálfaði Paul hjá Golden State Warriors á síðasta tímabili, var spurður fyrir leik Warriors og Spurs í gær hvort hann yrði hissa að sjá Paul á parketinu á næsta tímabili.

Asked Steve Kerr if he would be at all surprised if Chris Paul decided to play another NBA season after this one. Kerr did not hesitate: "Oh, he's playing next year." Kerr added he had no inside information, just a very educated guess.

— Jeff McDonald (@jmcdonaldsa.bsky.social) March 30, 2025 at 9:51 PM

Kerr sagði engan vafa á því, en bætti við að hann hefði samt engar innherjaupplýsingar um málið, þetta væri bara lærð ágiskun.

Paul, sem verður fertugur þann 6. maí næstkomandi, hefur byrjað hvern einasta af 74 leikjum San Antonio Spurs í vetur. Þetta er 20. tímabilið hans í deildinni en á dögunum fór hann yfir Jason Kidd á listanum yfir flestar stoðsendingar og stolna bolta og í 2. sætið á þeim lista. Hann þarf þó sennilega að halda áfram að spila langt fram á sextugsaldur ef hann ætlar að velta John Stockton úr sessi sem trónir á toppi beggja lista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×