Tónleikar Lewis Capaldi hér á landi enn og aftur í lausu lofti Það er ekki ljóst hvaða áhrif yfirlýsing Lewis Capaldi um pásu hans frá tónlist hefur á tónleika hans í Laugardalshöll 11. ágúst næstkomandi. Framkvæmdastjóri Senu Live segist ekki hafa heyrt frá teymi Lewis Capaldi og undirbúningur tónleikanna sé í fullum gangi. Í versta falli verði þeim frestað. Lífið 26. júní 2023 14:18
Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Innlent 26. júní 2023 10:32
Jónas Friðrik Guðnason er látinn Jónas Friðrik Guðnason, texta- og ljóðskáld frá Raufarhöfn, er látinn, 77 ára að aldri. Innlent 26. júní 2023 08:52
Fundu lík á svæðinu þar sem Julian Sands hefur verið leitað Göngumenn í San Bernardino-sýslu í suðurhluta Kaliforníu fundu á laugardag lík á því svæði þar sem breska leikarans Julian Sands hefur verið leitað síðustu mánuði. Talsmaður lögreglu segir að reiknað sé með að vinnu við að bera kennsl á líkið muni ljúka í þessari viku. Erlent 26. júní 2023 07:45
Fædd 1970: Kynslóðin sem er þjökuð af samviskubiti enda kennt að klára allt „Ég er í aðra röndina mjög kröfuhörð á sjálfan mig en á hina vil ég bara gera skemmtilega hluti í lífinu,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefanda, og skellihlær. Atvinnulíf 26. júní 2023 07:07
Öðlaðist von um að geta sigrað stríðið gegn ofsakvíðanum „Lífinu sem ég hafði þekkt var kippt undan mér og ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa með miklum kvíða og vanlíðan, sem var ákveðið áfall fyrir mig,“ segir tónlistarkonan Katrín Myrra. Hún sendi nýverið frá sér smáskífuna Skuggar og er þar að finna lagið Ljósið, sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Blaðamaður ræddi við Katrínu um tengslin á milli tónlistarinnar hennar og tilverunnar. Tónlist 24. júní 2023 17:00
Eftirminnilegast að koma fram í kjól frá Eivöru Tónlistarmaðurinn, leiklistaneminn og lífskúnstnerinn Kristinn Óli Haraldsson, jafnan þekktur sem Króli, hefur gaman að margbreytileika tískunnar. Hann segist duglegur að fá föt af foreldrum sínum að láni og sækir tískuinnblásturinn meðal annars til þeirra. Undanfarin ár hefur stíllinn hans breyst í það sem kalla mætti „fullorðinslegri“ átt og segist hann ekki vita hvort samfélagslegur þrýstingur spili þar inn í. Króli er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 24. júní 2023 11:30
„Örvæntingin um samþykki annarra var stöðugur eltingarleikur“ Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson reis úr þrettán ára dvala þegar hann gaf út lagið Ástin heldur vöku árið 2021. Hann segir mikla sjálfsvinnu hafi hjálpað honum að snúa blaðinu við í átt að betra lífi og hefur hann aldrei verið hamingjusamari. Lífið 23. júní 2023 20:00
Travis Scott á landinu Bandaríski rapparinn Travis Scott er þessa dagana á Íslandi. Lífið 23. júní 2023 17:05
Minnast Árna Johnsen með hlýju: Bóngóður vinur sem sat aldrei auðum höndum Árni Johnsen, þingmaður, tónlistarmaður og blaðamaður, var jarðsunginn í dag frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Samferðamenn hans í pólitík og öðrum störfum minnast hans með hlýju. Innlent 23. júní 2023 15:30
Prettyboitjokkó í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Þjóðhátíð í Eyjum er handan við hornið og hefur tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, bæst í ört stækkandi hóp listamanna sem mun halda uppi stuðinu í Herjólfsdal í ár. Lífið 23. júní 2023 14:02
Kvíði er vani fyrir mér Rapparinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, varð landsfrægur á einni nóttu með laginu Ég vil það árið 2017. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu í nóvember síðastliðnum sem hann frumflutti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann endurtekur leikinn annað kvöld á Kex Hostel. Lífið 22. júní 2023 19:00
Páll Óskar genginn út: „Ég er hamingjusamasti hommi í heimi“ Páll Óskar, ástsælasti söngvari þjóðarinnar er genginn út, 53 ára að aldri. Hann segir tilfinninguna vægast sagt áhugaverða. Í kjölfarið gaf hann út lagið Galið gott, ásamt Doctor Victor. Hann segir textann hafa komið til sín eftir að ástin barði að dyrum. Lífið 22. júní 2023 10:10
Menningareyja á Melunum Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Skoðun 21. júní 2023 21:31
Niðurrif Kató sagt óumhverfisvænt og tillitsleysi við menninguna Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að auglýsa deiliskipulag sem felur í sér að rífa húsið sem Hafnfirðingar þekkja sem Kató. Íbúi Hafnarfjarðar segir ríkjandi sýn bæjaryfirvalda á skipulagsmálum ekki taka tillit til menningar, sögu og umhverfismála. Innlent 21. júní 2023 20:20
Íslenskt tvíeyki óvænt vinsælt í Japan Íslenska jazztvíeykið Silva & Steini gaf á dögunum út tónlistarmyndband fyrir sitt vinsælasta lag, If It Was. Lagið sjálft kom út fyrir um ári síðan en það er komið með tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify síðan þá. Varð það óvænt nokkuð vinsælt í Japan og víðar. Tónlist 21. júní 2023 13:14
Segja myndlistaráhuga almennings hafa aukist til muna Listval Gallery hefur fært sig um set og opnar í nýju húsnæði næsta laugardag að Hverfisgötu 4. Samhliða því verður Listval með opnun á einkasýningu Huldu Vilhjálmsdóttur sem ber heitið „Ég er gegnsæ“. Blaðamaður tók púlsinn á Elísabetu Ölmu Svendsen og Helgu Björg Kjerúlf, eigendum Listvals. Menning 21. júní 2023 12:31
Sigur Rós hlýtur lof gagnrýnenda fyrir nýja plötu Sigur Rós sendi frá sér sína áttundu hljóðversplötu þann 16. júní síðastliðinn. Platan, sem heitir Átta, hefur hlotið mikið lof meðal gagnrýnenda víðsvegar í heiminum. Tónlist 21. júní 2023 11:07
Náðu mynd af Sveinsdóttur á Merkúríusi Sjaldséð mynd náðist af gígnum Sveinsdóttur þegar gervihnötturinn BepiColombo tók mynd af Merkúríusi í þriðju ferð sinni í kringum plánetuna. Erlent 20. júní 2023 22:03
Slokknað í ástarlogum rappara og popp-pönkara Samband tónlistarkonunnar Avril Lavigne og rapparans Tyga hefur runnið sitt skeið tæpum fjórum mánuðum eftir það hófst. Lífið 20. júní 2023 19:11
Friends-leikari látinn Breski leikarinn Paxton Whitehead, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn, 85 ára að aldri. Lífið 20. júní 2023 18:20
Þeytir flösu kasólétt á fimmtugsaldri og laus við krabbameinið Floor Jansen, söngkona finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Nightwish, kemur fram á síðustu tónleikunum í bili á fimmtudag. Hún sigraðist nýverið á krabbameini og er ólétt af sínu öðru barni. Tónlist 20. júní 2023 15:09
Listrænt ofurpar opnar nýstárlega og skapandi umboðsskrifstofu Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim. Lífið 20. júní 2023 12:30
Ámundi allur Ámundi Ámundason, sem kallaður var umboðsmaður Íslands löngu áður en Einar Bárðarson varð svo mikið sem hugmynd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 14. júní. Innlent 20. júní 2023 11:31
Hundrað dagar í RIFF Hundrað dagar eru í að Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, eða RIFF, verður sett formlega og það í tuttugasta sinn. Hátíðin hefst þann 28. september og mun standa yfir til 8. október. Frá því hátíðin var haldin fyrst hefur hún stækkað í gegnum árin. Menning 20. júní 2023 11:01
God's Country: Án þeirra sem þora verður engin framþróun Bíó Paradís frumsýndi sl. föstudag bandarísku kvikmyndina God's Country. Hún fjallar um háskólakennara í litlum bæ í miðríkjum Bandaríkjanna sem er allt annað en sátt við rusti tvo sem leggja fyrir utan húsið hennar til að komast í veiðilendur. Gagnrýni 20. júní 2023 09:24
Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Frá lýðveldisstofnun hefur það verið hefð að kona í hlutverki fjallkonunnar flytji ávarp fyrir hátíðargesti á þjóðhátíðardaginn. Í ár var fjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt. Lífið 20. júní 2023 07:00
Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi „Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju. Tónlist 19. júní 2023 20:00
Fyrsta stiklan fyrir raunveruleikaþátt Squid Game Ný stikla fyrir raunveruleikaseríu í anda dystópísku þáttaseríunnar Squid game er lent. Bíó og sjónvarp 18. júní 2023 22:06
Leitað að teikningu Kjarvals vegna smíði brúar yfir Skaftá Leit stendur yfir að blýantsteikningu eftir Jóhannes Kjarval af brú sem listmálarann dreymdi um að yrði lögð yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri. Menn vonast til að hugmynd Kjarvals geti orðið fyrirmynd að göngubrú sem myndi tengja nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Klaustur. Innlent 18. júní 2023 21:44