Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Allir vinningshafar á Grímunni 2020

Atómstöðin - endurlit eftir Halldór Laxness Halldórsson og Unu Þorleifsdóttir var valin sýning ársins á Grímunni fyrir leikárið 2019-2020. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í kvöld.

Menning
Fréttamynd

Cleese segir BBC „bleyður“ að taka „Hótel Tindastól“ úr sýningu

Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC um að taka þátt úr þáttaröðinni „Hótel Tindastóli“ úr sýningu er „huglaus, duglaus og fyrirlitlleg“, að mati Johns Cleese, gamanleikarans sem fór með aðalhlutverkið í þáttunum. Þátturinn var fjarlægður úr efnisveitu BBC vegna kynþáttaníðs sem ein persónan hefur uppi.

Erlent
Fréttamynd

Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land

Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður.

Erlent
Fréttamynd

Sólveig hlaut Blóðdropann fyrir „Fjötra“

Hið íslenska glæpafélag veitti Sólveigu Pálsdóttur Blóðdropann, verðlaun fyrir bestu íslensku glæpasögu ársins, fyrir bók hennar „Fjötra“ í dag. Tuttugu bækur voru tilnefndar til verðlaunanna í ár og hafa þær aldrei verið fleiri.

Menning