Nútímavæðing og velsæld þjóðarinnar hafi ætíð byggt á samskiptum við útlönd Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2021 07:00 Baldur Þórhallsson segir að horft hafi verið of mikið til innanlandsstjórnmála – hvað hafi verið gert innanlands – og að það hafi verið aðskilið frá því sem hafi verið að gerast í útlöndum á hverjum tíma. Það hafi gefið skakka mynd af mikilvægi samskipta Íslands við önnur ríki. Vísir/Vilhelm Nútímavæðing Íslands og velsæld Íslendinga á hverjum tíma fyrir sig í sögunni, hefur fyrst og fremst á byggt á samskiptum Íslands við útlönd. Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. „Samskiptin við útlönd skipta alveg gríðarlega miklu máli. Nútímavæðingin kemur að utan og það er ekki bara að viðskiptin skipti máli, heldur líka hin samfélagslegu samskipti. Að við náum að verða þiggjendur nýjustu strauma og stefna í alþjóðakerfinu á hverjum tíma fyrir sig.“ Málþing um nýja bók Baldurs um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldis verður haldið í Þjóðminjasafninu klukkan 16 í dag þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti mun opna málþingið. Mikilvægi alþjóðasamskipta vanmetið Baldur segir bókina snúast um hvort að við Íslendingar höfum vanmetið mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Það sem við erum að skoða er hvaða áhrif samskiptin við útlendinga hafa haft á samfélagsþróunina og síðan en ekki síst hvort Íslendingar hafi borið skarðan hlut frá borði í samskiptum sínum við útlendinga eða hvort það hafi orðið ávinningur af þessum samskiptum.“ Baldur segir að í gegnum árin hafi verið horft of mikið til innanlandsstjórnmála – hvað hafi verið gert innanlands – og að það hafi verið aðskilið frá því sem hafi verið að gerast í útlöndum á hverjum tíma. „Mér finnst þessa tengingu hafa vantað. Líka það að við einblínum of mikið á hvar hið formlega vald hefur legið, hvort sem það hefur verið í Noregi, Danmörku, Íslandi eða Washington. Við viljum skoða þetta í miklu víðara samhengi – hin pólitísku samskipti, en líka efnahagsleg, menningarleg og samfélagsleg samskipti. Allir þessir þættir finnst okkur jafn mikilvægir. Það mætti gera meira af því, bæði í stjórnmálafræði og í okkar umræðu, að líta á alþjóðasamskipti í þessu víða samhengi.“ Hann segir að lítil samfélög þurfi að gæta sérstaklega vel að því að nýjustu straumar og stefnur, nýjasta tækni og vísindi, nái inn fyrir landsteinana. „Annars er hætta á að lítil samfélög staðni.“ Skortur á umræðu um alþjóða- og utanríkismál „alvarlegur“ Baldur segist hafa unnið að rannsókninni með hléum frá árinu 2008. Mesta vinnan hafi átt sér stað á árunum 2012 til 2018. Hann vann að rannsókninni með þáverandi nemendum sínum – þeim Tómasi Joensen, Þorsteini Kristinssyni og Sverri Steinssyni – og eru þeir höfundar að mismunandi köflum í bókinni. Baldur segist vona að bókin nái að varpa nýju ljósi á mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Að við förum að líta á alþjóðasamskipti ekki bara út frá því hvort valdið liggi í Reykjavík, Brussel eða Washington, heldur að við förum líka að horfa líka á mikilvægi menningarlegra og samfélagslegra samskipta, viðskipta og efnahagstengsla, sem og diplómatískra tengsla.“ Vonandi geti ritið skapað umræðu í samfélaginu um þessa þætti og mikilvægi alþjóðasamskipta. „Það fór til dæmis mjög lítið fyrir umfjöllun um alþjóðasamskipti og mikilvægi samskipta Íslands við umheiminn í kosningabaráttunni. Það var varla minnst á það. Samskipti Íslands við umheiminn er að mínum dómi einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að þróun íslensks samfélags. Að það hafi ekki verið rætt í aðdraganda kosninga er alvarlegt. Með þessari rannsókn viljum við benda á mikilvægi þess í sögu þjóðarinnar. Við erum ekki bara einhver afmarkaður afkimi sem lýtur séríslenskum lögmálum, eins og mætti kannski halda út frá umræðunni,“ segir Baldur. Utanríkismál Bókmenntir Háskólar Tengdar fréttir „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ 7. september 2021 11:53 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. „Samskiptin við útlönd skipta alveg gríðarlega miklu máli. Nútímavæðingin kemur að utan og það er ekki bara að viðskiptin skipti máli, heldur líka hin samfélagslegu samskipti. Að við náum að verða þiggjendur nýjustu strauma og stefna í alþjóðakerfinu á hverjum tíma fyrir sig.“ Málþing um nýja bók Baldurs um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldis verður haldið í Þjóðminjasafninu klukkan 16 í dag þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti mun opna málþingið. Mikilvægi alþjóðasamskipta vanmetið Baldur segir bókina snúast um hvort að við Íslendingar höfum vanmetið mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Það sem við erum að skoða er hvaða áhrif samskiptin við útlendinga hafa haft á samfélagsþróunina og síðan en ekki síst hvort Íslendingar hafi borið skarðan hlut frá borði í samskiptum sínum við útlendinga eða hvort það hafi orðið ávinningur af þessum samskiptum.“ Baldur segir að í gegnum árin hafi verið horft of mikið til innanlandsstjórnmála – hvað hafi verið gert innanlands – og að það hafi verið aðskilið frá því sem hafi verið að gerast í útlöndum á hverjum tíma. „Mér finnst þessa tengingu hafa vantað. Líka það að við einblínum of mikið á hvar hið formlega vald hefur legið, hvort sem það hefur verið í Noregi, Danmörku, Íslandi eða Washington. Við viljum skoða þetta í miklu víðara samhengi – hin pólitísku samskipti, en líka efnahagsleg, menningarleg og samfélagsleg samskipti. Allir þessir þættir finnst okkur jafn mikilvægir. Það mætti gera meira af því, bæði í stjórnmálafræði og í okkar umræðu, að líta á alþjóðasamskipti í þessu víða samhengi.“ Hann segir að lítil samfélög þurfi að gæta sérstaklega vel að því að nýjustu straumar og stefnur, nýjasta tækni og vísindi, nái inn fyrir landsteinana. „Annars er hætta á að lítil samfélög staðni.“ Skortur á umræðu um alþjóða- og utanríkismál „alvarlegur“ Baldur segist hafa unnið að rannsókninni með hléum frá árinu 2008. Mesta vinnan hafi átt sér stað á árunum 2012 til 2018. Hann vann að rannsókninni með þáverandi nemendum sínum – þeim Tómasi Joensen, Þorsteini Kristinssyni og Sverri Steinssyni – og eru þeir höfundar að mismunandi köflum í bókinni. Baldur segist vona að bókin nái að varpa nýju ljósi á mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Að við förum að líta á alþjóðasamskipti ekki bara út frá því hvort valdið liggi í Reykjavík, Brussel eða Washington, heldur að við förum líka að horfa líka á mikilvægi menningarlegra og samfélagslegra samskipta, viðskipta og efnahagstengsla, sem og diplómatískra tengsla.“ Vonandi geti ritið skapað umræðu í samfélaginu um þessa þætti og mikilvægi alþjóðasamskipta. „Það fór til dæmis mjög lítið fyrir umfjöllun um alþjóðasamskipti og mikilvægi samskipta Íslands við umheiminn í kosningabaráttunni. Það var varla minnst á það. Samskipti Íslands við umheiminn er að mínum dómi einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að þróun íslensks samfélags. Að það hafi ekki verið rætt í aðdraganda kosninga er alvarlegt. Með þessari rannsókn viljum við benda á mikilvægi þess í sögu þjóðarinnar. Við erum ekki bara einhver afmarkaður afkimi sem lýtur séríslenskum lögmálum, eins og mætti kannski halda út frá umræðunni,“ segir Baldur.
Utanríkismál Bókmenntir Háskólar Tengdar fréttir „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ 7. september 2021 11:53 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
„Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ 7. september 2021 11:53
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?