Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Gulu skó­sveinarnir möluðu gull

Árið 2022 var svokallað endurkomuár í kvikmyndahúsum um heim allan og Ísland var þar engin undantekning. Aðsókn í kvikmyndahús hélt áfram að aukast og gamlir kunningjar snéru aftur á hvíta tjaldið og það má með sanni segja að árið 2022 var ár framhaldsmynda.

Lífið
Fréttamynd

Selena Gomez orðuð við vinsælan tónlistarmann

Söng- og leikkonan Selena Gomez er sögð vera komin með nýjan mann upp á arminn. Sá heppni er einnig í tónlistarbransanum. Hann heitir Andrew Taggart og er annar meðlimur vinsæla tónlistartvíeykisins The Chainsmokers.

Lífið
Fréttamynd

Idol seinkað vegna lands­leiksins á föstu­dag

Idol þátturinn á föstudag verður á dagskrá á nýjum tíma, klukkan 21:00 en ástæðan er leikur karlalandsliðsins í handbolta. Áhorfendur þurfa því ekki að velja milli þess að horfa á Idol eða landsleikinn.

Lífið
Fréttamynd

Rannsakar hlut kvenna í íslenskri listasögu næsta árið

Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir hefur verið valin til að gegna rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur.

Menning
Fréttamynd

Madonna tilkynnir tónleikaferðalag

Súperstjarnan Madonna tilkynnti í dag væntanlegt tónleikaferðalag sitt, The Celebration Tour 2023, sem fagnar rúmum fjórum áratugum hennar í tónlistarsenunni.

Tónlist
Fréttamynd

Komu saman til að heiðra minningu Helga

Þeir Rúnar Örn Jóhönnu- Marinósson og Sturla Sigurðarson kynntust í gegnum sameiginlegan vin, Helga, árið 2016. Eftir að Helgi lést 2019 var haldið festival honum til heiðurs, Helgi Fest minningarhátíð, þar sem fjöldi af hljómsveita kom fram.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kvik­mynda­stjarnan Gina Lollobrigida er látin

Ítalska leikkonan, Gina Lollobrigida,er látin, 95 ára að aldri.Lollobrigida var ein stærsta kvikmyndastjarna sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar og var henni oft lýst sem „fegurstu konu í heimi“.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er ekkert að fara að stoppa hérna“

„Í enda dagsins er ég bara ótrúlega stoltur af mér og minni frammistöðu. Mér finnst eins og ég hafi gert mitt besta og ef það er ekki nóg þá er það bara þannig,“ segir Idol keppandinn Birgir Örn Magnússon sem sendur var heim síðasta föstudag.

Lífið
Fréttamynd

Notar tónlistina til að skilja sjálfa sig

Nína Solveig Andersen er 20 ára gömul tónlistarkona sem notast við listamannsnafnið Lúpína. Hún var að senda frá sér sína fyrstu sólóplötu sem ber heitið Ringluð og samdi lögin út frá persónulegum lífsreynslum sem aðstoða hana við að skilja tilfinningarnar sínar betur.

Tónlist
Fréttamynd

The Wire-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Al Brown, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í The Wire, er látinn, 83 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

„Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“

Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stæri­læti gætu hafa valdið vand­ræðunum

Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth í gær, föstudaginn þrettánda, þar sem einkennilegir hlutir fóru að gerast á sviðinu. Leikkonur segjast hafa farið óvarlega með nafnið, Macbeth, sem gæti útskýrt orsök tæknibilunar.

Menning
Fréttamynd

Stöðva þurfti frum­sýningu á Macbeth

Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast.

Menning
Fréttamynd

Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi

Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 

Tónlist