Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Heimilis­legur ítalskur veitinga­staður í hjarta borgarinnar

Veitingastaðurinn Grazie Trattoria opnaði í apríl 2022 í glæsilegu nýju húsnæði við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval ítalskra rétta og ekta ítalska og heimilislega stemningu enda er margt starfsfólk frá Ítalíu auk þess sem meðalaldur starfsfólk er hærri en gengur og gerist í veitingageiranum. Grazie Trattoria er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bjóða upp á jóla­kaffi allar helgar fram að jólum

Lavazza sérverslunin í Hagkaup í Smáralind er sannkölluð gullkista kaffisælkerans. Þar fæst úrval af kaffi, kaffifylgihlutum, gjafavörum og handgerðu súkkulaði. Kaffibarþjónar munu standa vaktina og bjóða uppá upp á ilmandi jólakaffi allar helgar fram að jólum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Skinka og sígarettur

Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki.

Skoðun
Fréttamynd

Retinól-salat tekur yfir TikTok

Orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ hefur lengi verið vinsælt en hefur verið sérstaklega útbreitt á TikTok undanfarna mánuði vegna ákveðins gulrótarsalats sem gengur undir nafninu retinól-salat og er talið vera gott fyrir húðina.

Matur
Fréttamynd

Fordæmalaus skortur á skötu

Fisksalinn Kristján Berg Ásgeirsson kveðst uggandi yfir miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól. Hann segir Fiskikónginn ekki einu sinni ná að kaupa helming af skötutegundinni sem búðin kaupir venjulega inn fyrir hver jól. Hann hafi fengið þau svör að svo lítið fáist fyrir að veiða tindabikkjuna að henni sé frekar kastað aftur í sjóinn.

Neytendur
Fréttamynd

Betri en hefð­bundnar sörur

Jólaandinn færist smám saman yfir landsmenn, fagurskreytt hús lýsa upp göturnar og jólalög óma víða. Margir eru þegar byrjaðir að baka smákökur fyrir hátíðirnar og matgæðingurinn Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti uppskriftasíðunni Döðlur og smjör, er þar á meðal.

Jól
Fréttamynd

Gjörunnin mat­væli skað­leg öllum líf­færum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“

Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki.

Innlent
Fréttamynd

BRASA er nýr og glæsi­legur veitinga­staður í hjarta Kópa­vogs

Það ríkir líf og fjör í Turninum við Smáratorg þessa dagana en þar hefur nýr og glæsilegur veitingastaður, BRASA, tekið til starfa. „Við opnuðum 15. nóvember með okkar fyrsta jólahlaðborði og viðtökurnar fóru langt fram úr öllum væntingum,“ segir Kristín Samúelsdóttir, sölu-, markaðs- og viðburðastjóri BRASA. „Það var alveg ótrúlegt að sjá salinn fyllast og finna hvað fólk tók vel á móti okkur strax frá fyrstu mínútu.“

Lífið samstarf
Fréttamynd

Inn­kalla pastaskeiðar úr plasti

Matvælastofnun varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti vegna þess að flæði PAA-efna (e. Primary Aromatic Amines) úr plastinu er yfir mörkum. Ásbjörn Ólafsson ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað pastaskeiðarnar frá neytendum.

Neytendur
Fréttamynd

Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjöl­skylduna

Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, útbjó nýverið ljúffengt fiski-takkó. Hún segir réttinn hafa fallið vel í kramið hjá öllum fjölskyldumeðlimum.

Lífið
Fréttamynd

Safa­ríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn

Það elska allir fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir. Hér er ein úr smiðju Lindu Benediktsdóttur matgæðings: safaríkar kjúklingabringur með bragðmikilli rjómasósu á einni pönnu. Hún segir að rétturinn slái alltaf í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum.

Lífið
Fréttamynd

Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp

Hér er á ferðinni öðruvísi og bragðgóð útgáfa af bökuðum Brie-osti. Blanda af stökkum pistasíuhjúp, heitu hunangi og rifsberjum er ómótstæðileg. Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemum á heiðurinn af þessari uppskrift, sem er tilvalin til að bjóða upp á í saumaklúbbnum eða á aðventunni.

Matur
Fréttamynd

Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði

Hér er á ferðinni algjör bragðbomba sem er tilvalinn réttur í matarboð helgarinnar. Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, á heiðurinn af þessum dásamlega rétti sem samanstendur af heimatilbúnu naanbrauði, safaríkum kjúklingi, fersku salati og kremuaðri jógúrtsósu.

Matur
Fréttamynd

Létt og ljúffengt eplasalat

Heilsukokkurinn Jana Steingrímsdóttir kann að galdra fram holla rétti á einstaklega girnilegan hátt. Hér er á ferðinni létt og ljúffengt eplasalat með trönuberjum og valhnetum – frábær kostur sem morgunmatur eða millimál. Salatið er stútfullt af hollum fitusýrum og trefjum sem gefa bæði orku og næringu.

Matur
Fréttamynd

Tiramisu-brownie að hætti Höllu

Halla María Svansdóttir, eigandi hins margrómaða veitingastaðar Hjá Höllu, deilir hér uppskrift að ómótstæðilegri brownie með tiramisukremi, sem er fullkomin blanda af djúpu súkkulaðibragði, seigri og mjúkri brownie-köku með ítölsku ívafi.

Matur
Fréttamynd

Hrylli­lega girni­legar hrekkjavökukræsingar

Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg víða um land annað kvöld. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu sem líður, og hún hefur nú fest sig í sessi á mörgum heimilum. Undirbúningurinn stendur sem hæst, þar sem margir undirbúa hrikalega flottar veislur með girnilegum kræsingum. 

Matur
Fréttamynd

Dún­mjúk skinkuhorn með æðis­legri fyllingu

Linda Benediktsdóttir, matgæðingur og uppskriftahöfundur, deilir hér uppskrift að dúnmjúkum og bragðgóðum skinkuhornum. Þetta er uppskrift sem þú munt vilja gera aftur og aftur – því fyllingin er einfaldlega ómótstæðileg!

Matur
Fréttamynd

Elegant eftir­réttur sem hlýjar um hjarta­rætur

Heilsukokkurinn Jana veit hvað hún syngur þegar það kemur að bæði hollum og góðum eftirréttum. Á heimasíðu hennar má finna einstaklega girnilega uppskrift af bökuðum eplum og döðlum með kanil, jógúrti og granóla sem er auðveld í framkvæmd.

Matur