Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Laus úr gæslu­varð­haldi

Karl­maður sem hand­tekinn var vegna líkams­á­rásar og and­láts manns á skemmti­staðnum Lúx í mið­borg Reykja­víkur síðustu helgi er laus úr gæslu­varð­haldi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að senda foreldrunum nektarmyndband

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um nálgunarbann á hendur manni sem sakaður er um að hafa ítrekað brotið gegn konu kynferðislega og haft uppi hótanir um að dreifa kynferðislegu myndefni af henni.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn muni ekki koma ná­lægt reið­skólanum framar

Þroska­skertur maður, sem er sagður hafa brotið kyn­ferðis­lega á níu ára stúlku með fötlun í sumar­búðunum í Reykja­dal í fyrra­sumar, mun ekki koma ná­lægt starf­semi Reið­skóla Reykja­víkur lengur. Hann var aldrei starfs­maður skólans en að­stoðaði við um­hirðu hrossa eftir há­degi og segir skólinn hann aldrei hafa verið einan með nemendum.

Innlent
Fréttamynd

Sleppt að lokinni yfir­heyrslu

Sextán ára dreng, sem grunaður er um hnífstunguárás á Austurvelli seint á mánudagskvöld, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að lokinni yfirheyrslu.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan lýsir eftir Tomasz

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Tomasz Miastkowski, 46 ára, frá Póllandi, en fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Tomasz er ekki talinn hættulegur.

Innlent
Fréttamynd

Hljóp inn í mat­höll með stungu­sár

Karlmaður hljóp særður inn á Pósthús Mathöll við Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Rekstrarstjóri mathallarinnar segir hann hafa verið með stungusár. Starfsfólk hafi byrjað að hlúa að honum eftir að hann kom í andyrið. Fljótlega eftir það hafi viðbragðsaðilar verið mættir á svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi

Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Skip­stjóri faldi mynda­vél inni á klósetti Ís­lendinga

Ís­lenskur hópur í fríi í Cannes í Frakk­landi var á siglingu við borgina þarsíðustu helgi þegar einn úr hópnum tók eftir mynda­vél sem falin var inni í vegg á klósetti í bátnum þar sem þau höfðu fata­skipti. Málið var til­kynnt til lög­reglu sem hand­tók skip­stjórann við komu til hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Bylgja mann­dráps­mála gengur yfir

Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla skoðar upp­tökur af á­rásinni

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu skoðar nú mynd­bands­upp­tökur skemmti­staðarins þar sem maður lést eftir líkams­á­rás í mið­borg Reykja­víkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn sem lést var frá Litáen

Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að sparka og bíta í lög­reglu­menn

Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Innlent
Fréttamynd

Þyngdu nauðgunar­dóm yfir Finni

Landsréttur hefur með dómi sínum í dag þyngt fangelsisdóm yfir Finni Þ. Gunnþórssyni um sex mánuði fyrir að hafa nauðgað konu í nóvember 2019. Héraðsdómur hafði dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi og taldi að seinagangur hjá lögreglu við skýrslutökur hafi ekki spillt vörn hans. 

Innlent