Dæmdar tæplega fimmtíu milljónir fjórtán árum eftir handtökuna Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 11:45 Guðmundur sætti gæsluvarðhaldi í tíu daga á Lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Gunnlaugsson lagði íslenska ríkið í gær sem þarf að greiða honum 47,8 milljónir króna í bætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2010. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en 26,3 milljónir sem Guðmundur hefur þegar fengið í bætur verða dregnar frá bótaupphæðinni. Lögreglan handtók Guðmund í apríl 2010 vegna rannsóknar á stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sonur hans var grunaður um aðkomu að innflutningnum og við rannsókn málsins vaknaði grunur um að Guðmundur hefði vitneskju eða ætti þátt í málinu. Sími Guðmundar var hleraður og húsleit gerð heima hjá honum í aðdraganda handtökunnar. Lögreglan lagði hald á lítið magn af maríjúana, lykil að bankahólfi, og ferðatösku með leifum af hvítu efni sem reyndist vera kókaín. Guðmundi var gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun sem varði í tíu daga. Sagt upp fimm dögum seinna Í kjölfar þessa missti hann vinnunna. Hann hafði starfað sem framleiðslustjóri í tvö ár en var sagt upp fimm dögum eftir að honum var sleppt úr haldi. Í júlí sama ár var honum tilkynnt að rannsóknin á hendur honum hefði verið felld niður. Síðan hefur Guðmundur staðið í stappi vegna málsins í dómskerfinu, en málið sem héraðsdómur dæmir nú í varðar atvinnumissinn. „Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ sagði Guðmundur við árið 2019 um stefnuna. Óásættanlegur aðbúnaður Árið 2017 féllst Hæstiréttur á að hluti gæsluvarðhaldsvistarinnar sem hann sætti hafi verið ólögmætur, og þá hafi aðstæður og aðbúnaður í varðhaldinu verið með öllu óásættanlegur. Héraðsdómur fellst nú á Guðmundur hafi sýnt fram á að hann hefði haldið starfi sínu sem framleiðslustjóri, eða fengið annað sambærilegt starf ef handtakan og gæsluvarðhaldið hefði ekki átt sér stað. Til þess að ákvarða hvaða bætur Guðmundur átti rétt á notaðist dómurinn við tekjur hans á árinu 2009, en það var eina árið sem hann var við störf allt árið í umræddu starfi. En ágreiningur málsins snerist að mestu um hvernig ætti að reikna út bæturnar. Líkt og áður segir er íslenska ríkinu gert að greiða Guðmundi 47,8 milljónir krónur, sömu upphæð og hann krafðist sjálfur. Dómsmál Lögreglan Fíkniefnabrot Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00 Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira
Lögreglan handtók Guðmund í apríl 2010 vegna rannsóknar á stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sonur hans var grunaður um aðkomu að innflutningnum og við rannsókn málsins vaknaði grunur um að Guðmundur hefði vitneskju eða ætti þátt í málinu. Sími Guðmundar var hleraður og húsleit gerð heima hjá honum í aðdraganda handtökunnar. Lögreglan lagði hald á lítið magn af maríjúana, lykil að bankahólfi, og ferðatösku með leifum af hvítu efni sem reyndist vera kókaín. Guðmundi var gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun sem varði í tíu daga. Sagt upp fimm dögum seinna Í kjölfar þessa missti hann vinnunna. Hann hafði starfað sem framleiðslustjóri í tvö ár en var sagt upp fimm dögum eftir að honum var sleppt úr haldi. Í júlí sama ár var honum tilkynnt að rannsóknin á hendur honum hefði verið felld niður. Síðan hefur Guðmundur staðið í stappi vegna málsins í dómskerfinu, en málið sem héraðsdómur dæmir nú í varðar atvinnumissinn. „Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ sagði Guðmundur við árið 2019 um stefnuna. Óásættanlegur aðbúnaður Árið 2017 féllst Hæstiréttur á að hluti gæsluvarðhaldsvistarinnar sem hann sætti hafi verið ólögmætur, og þá hafi aðstæður og aðbúnaður í varðhaldinu verið með öllu óásættanlegur. Héraðsdómur fellst nú á Guðmundur hafi sýnt fram á að hann hefði haldið starfi sínu sem framleiðslustjóri, eða fengið annað sambærilegt starf ef handtakan og gæsluvarðhaldið hefði ekki átt sér stað. Til þess að ákvarða hvaða bætur Guðmundur átti rétt á notaðist dómurinn við tekjur hans á árinu 2009, en það var eina árið sem hann var við störf allt árið í umræddu starfi. En ágreiningur málsins snerist að mestu um hvernig ætti að reikna út bæturnar. Líkt og áður segir er íslenska ríkinu gert að greiða Guðmundi 47,8 milljónir krónur, sömu upphæð og hann krafðist sjálfur.
Dómsmál Lögreglan Fíkniefnabrot Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00 Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira
Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00
Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52