Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2024 10:17 Bifreiðin keyrði beint yfir umferðareyjuna. Facebook/Skjáskot Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. „Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls,“ sagði í dagbók lögreglu en Unnar Már Ástþórsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að um sama mál sé að ræða. Hægt er að berja myndskeið af atvikinu augum í spilaranum hér að neðan. Að sögn Unnars var maðurinn talsvert ölvaður en hann reyndi að aka á brott frá vettvangi eftir að slysið átti sér stað. „Það var mikið tjón á umferðareyjunni og bílnum líka. Hann reyndi að aka í burtu en bíllinn stöðvaði að lokum,“ sagði hann og bætti við að maðurinn gisti enn í fangageymslu lögreglunnar. Gott framtak og galin framkvæmd Myndskeiðið var birt á Facebook-síðunni Íslensk bílamyndbönd og hefur vakið þó nokkra athygli en 39 manns hafa sett athugasemd við færsluna. Myndskeiðinu var einnig deilt á Facebook-hóp fyrir íbúa á Seltjarnarnesi þar sem sumir íbúar virðast fagna eignaspjöllunum. „Gott framtak, enda er þetta galin framkvæmd,“ sagði íbúi sem deildi myndskeiðinu sem virðist ekki hafa verið ánægður með umferðareyjuna. Tímaspursmál hvenær einhver myndi keyra á „Það var algjört tímaspursmál hvenær einhver myndi bara keyra yfir þessa umferðareyju og vera kærulaus fyrir allan peninginn,“ sagði annar íbúi í athugasemd við færsluna. Hann kveðst hafa beðið eftir því að þetta myndi gerast. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar eru súpersjéní, svo klár að ekki hlustað á venjulega bjána eins og t.d. mig, var á fræðslufundi í vetur um þessa fyrirhuguðu framkvæmd og nefndi þar að mér þætti þetta allt of nálægt hringtorginu, en svarið var auðvitað að sérfræðingar væru með þetta allt á kristaltæru. Svona er farið með skattfé okkar,“ sagði enn annar íbúi í athugasemd við færsluna á Facebook-hópnum fyrir íbúa Seltjarnarness. Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
„Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls,“ sagði í dagbók lögreglu en Unnar Már Ástþórsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að um sama mál sé að ræða. Hægt er að berja myndskeið af atvikinu augum í spilaranum hér að neðan. Að sögn Unnars var maðurinn talsvert ölvaður en hann reyndi að aka á brott frá vettvangi eftir að slysið átti sér stað. „Það var mikið tjón á umferðareyjunni og bílnum líka. Hann reyndi að aka í burtu en bíllinn stöðvaði að lokum,“ sagði hann og bætti við að maðurinn gisti enn í fangageymslu lögreglunnar. Gott framtak og galin framkvæmd Myndskeiðið var birt á Facebook-síðunni Íslensk bílamyndbönd og hefur vakið þó nokkra athygli en 39 manns hafa sett athugasemd við færsluna. Myndskeiðinu var einnig deilt á Facebook-hóp fyrir íbúa á Seltjarnarnesi þar sem sumir íbúar virðast fagna eignaspjöllunum. „Gott framtak, enda er þetta galin framkvæmd,“ sagði íbúi sem deildi myndskeiðinu sem virðist ekki hafa verið ánægður með umferðareyjuna. Tímaspursmál hvenær einhver myndi keyra á „Það var algjört tímaspursmál hvenær einhver myndi bara keyra yfir þessa umferðareyju og vera kærulaus fyrir allan peninginn,“ sagði annar íbúi í athugasemd við færsluna. Hann kveðst hafa beðið eftir því að þetta myndi gerast. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar eru súpersjéní, svo klár að ekki hlustað á venjulega bjána eins og t.d. mig, var á fræðslufundi í vetur um þessa fyrirhuguðu framkvæmd og nefndi þar að mér þætti þetta allt of nálægt hringtorginu, en svarið var auðvitað að sérfræðingar væru með þetta allt á kristaltæru. Svona er farið með skattfé okkar,“ sagði enn annar íbúi í athugasemd við færsluna á Facebook-hópnum fyrir íbúa Seltjarnarness.
Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira